Börn og menning - 01.04.2007, Page 24

Börn og menning - 01.04.2007, Page 24
22 Börn og menning verður forvitinn um hvernig þessi æpandi orð tengjast sögunni sjálfri. Ævintýri og raunsæissaga Sagan er blanda af ævintýri og raunsærri sögu. Amma sem getur flogið eins og fuglinn er ekki til í raunveruleikanum, en duglegar ömmur eru víða og geta pottþétt handsamað verstu glæpona. Vissulega eru vasaþjófar bíræfnir en þessir eru eiginlega ósýnilegir þangað til amma nær tangarhaldi á þeim. Hún leysir iíka atvinnumál hinna vesölu þjófa og allt fellur í Ijúfa löð. Björk Bjarkadóttir hlaut íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm fyrir Ömmu i sumaiiríi. Um bókina og verðlauna- afhendinguna sagði Aðalsteinn Ingólfsson meðal annars: Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti og hefur við á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi (Morgunblaðið, 28. nóvember 2006). Björk er vel að þessum verðlaunum komin og lesendur vona áreiðanlega að fleiri bækur um súperömmu og Óla eigi eftir að koma út á næstu árum. Höfundur er framhaldsskólakennari

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.