Börn og menning - 01.04.2007, Page 27
Ég er ekki dramadrottning
25
Álfrún Pálmadóttir
Ég er ekki dramadrottning
eftir Sif Sigmarsdóttur
Ég er ekki dramadrottning er unglinga- eða
steipubók. Ég verð að viðurkenna að þegar
ég byrjaði að lesa bókina gerði ég mér ekki
miklar vonir. Bókin kom hins vegar verulega
á óvart og ég lagði hana ekki frá mér fyrr
en ég var búin. Ég varð þó fyrir nokkrum
vonbrigðum með aðalpersónuna, hina 13
ára gömlu Emblu, sem er í rauninni mikil
dramadrottning! En hey, hver er það ekki?
Ég er ekki dramadrottning er ekki svona
týpisk unglingabók þar sem oft eru annað
hvort endalaus vandamál eða allt gengur
ekkert smá vel. Hún er eiginlega svona mitt
á milli. Það sem Embla lítur á sem vandamál,
er ekki vandamál, það er fjölskylda! En þegar
maður er á þessum aldri vill maður ekki eiga
pabba með aflitað hár og tattú, syngjandi
ástarpopplög, og ekki heldur mömmu sem
ætlar að skrifa bók um allt niðurlægjandi
sem maður gerði þegar maður var lítill. Ofan
á allt Embla að flytja til London í heilt ár!
Frá vinum sínum og draumaprinsinum GK,
eða Gangandi Kynþokka, þegar hún loksins
hefur náð augnsambandi eftir að hafa verið
á höttunum eftir því síðan í 5. bekk. Embla
ætlar því að reyna að fá mömmu sína
og Hafstein sambýlismann hennar ofan af
þessari hugmynd með því að sannfæra þau
um ömurleikann við að búa í London, þegar
þau fara einn mánuð að prófa hvernig lífið
þar er og sjá hvort þeim likar það. Til liðs við
síg fær hún Tinnu, bestu vinkonu sína og
Braga og Kalla, sem búa í London. En eftir
að hafa sjálf kynnst borginni áttar Embla sig
á því að það verður enginn heimsendir þótt
hún flytji til London í eítt ár og hún áttar sig
líka á því að GK er ekkert endilega þess virði
að bíða eftir.
Sif Sigmarsdóttir lýsir mjög vel þeim
hugmyndum sem unglingar hugsa og
framkvæma á aldrinum 13-15 ára. Hún er
góður rithöfundur og við lesturinn beið ég
spennt eftir framhaldinu í bókinni, hvað
Embla myndi gera næst til þess að hrella
foreldra sína og hvernig hún brygðist við öllu
sem foreldrar hennar gerðu. Þetta var mjög
fyndið og það væri gaman að heyra meira
af þessari dramadrottningu. Sagan gerist á
einum mánuði og að þessum mánuði loknum
(og því miður bókinni líka) hafði Embla lent i
heílmiklu og tekið nokkrum breytingum þótt
hún væri enn sama dramadrottningin og enn
jafn óánægð með ákvarðanir foreldra sinna.
En hey, hver er það ekki?
Höfundur er grunnskólanemi