Börn og menning - 01.04.2007, Page 32
30
Börn og menning
Harpa Jónsdóttir
Nokkrir nýlegir barnadiskar
og ein nótnabók
Langlíf perla Barnalög - Mig langar
að læra
Öll lögin og textarnir á disknum Barnalög
- Mig langar að læra eru eftir Kristján
Hreinsson, nema textinn við puttalagið,
en hann er byggður á alþekktum leik og
þulunni um fiskinn fagra í sjónum. Rannveig
Káradóttir syngur lögin virkilega fallega og af
tilfinningu, textaframburður er almennt skýr
þó að s-in séu stundum svolítið tilgerðarleg.
Hljóðfæraleikurinn er fagmannlegur og
vandaður en einfaldur, enda er það tekið
fram á umslaginu að hugmyndin sé að
leyfa texta og laglínum að njóta sín og
skilja eftir rými fyrir áslátt barnanna sem
hlusta. Lögin eru einföld, fyrst og fremst
falleg en ekki sérlega frumleg.Yfir þeim
er hlýlegur norrænn andblær, þau minna
stundum á sænska vísna- og barnatónlist
án þess þó að vera eftirlíking. Það besta
við þessa plötu eru textarnir. Lögin þjóna
þeim og gera það vel. Sumir eru fjörugir
og skemmtilegir eins og „Langavitleysa"
og „Ferðalagið", aðrir eru hjartnæmir og
fallegir eins og „Sandkassinn" sem fjallar
um ást á leikvellinum og „Afakvæði" sem
segir frá afa á himnum. Á umslagi disksins
er talað um yngstu börnin og leikskólana og
starfsfólki þeirra þökkuð frábær störf og vil
ég hér með nota tækifærið og taka undir
það! En ég held að diskurinn eigi erindi
við börn f yngstu bekkjum grunnskólans
ekkert síður en leikskólabörnin. Góðir textar
og vönduð tónlist eiga erindi við alla auk
þess sem aðeins einn textinn er beinlínis
aldurstengdur, „Mig langar að læra", en
þar er Ijóðmælandinn ekki búinn að læra
að lesa. Það er þó teygjanlegt, því ekki læra
allir að lesa á sama aldri og hver segir líka
að börn geti ekki hlustað á lög um yngri
eða eldri krakka en þau sjálf. í öllum hinum
textunum er Ijóðmælandinn barn á óræðum
aldri sem getur allt eins verið í skóla eins og
íleikskóla.
Uppáhaldslagið mitt af þessum diski og
stúlkunnar sem hlustaði með mér líka, er
lagið „Haltu þér saman". Óborganlegur texti
sem fjallar um það hvernig sífellt er verið að
segja börnum (og okkur hinum ) hvernig þau
eiga að vera „Þú er of hægur og þú ert of
hraður, þú er of fúll, já, og þú ert of glaður
..." Og svo viðlagið sem festist gersamlega
í hausnum á mér : „Já haltu þér saman
aftan og framan ofan og neðan og þegið'á
meðan."
Umslagið finnst mér ekki fallegt og ekki
passa nógu vel við heildarsvip verksins.
Letrið á textunum er óþarflega lítið og
teikningarnar fara sums staðar ofan í þá sem
gerir byrjendum í lestri erfitt fyrir og líka eldra
fólki sem kannski vill syngja þessi fallegu
lög með barnabörnunum. Ég sýndi tæplega
níu ára stúlku diskinn og spurði hvort hún
vildi hlusta á hann. Hún leit á umslagið og
hélt nú ekki, þetta væri smábarnadiskur.
Nokkru seinna setti ég diskinn í spilarann og
stakk umslaginu undan og þá fannst henni
lögin skemmtileg eða eins og hún orðaði
það ,,róleg og ekki róleg til skiptis eins og
munstur úr perlum", ekki slæm umsögn
það. Ég verð að vera sammála stúlkunni,
þessi diskur er perla sem á örugglega eftir
að lifa lengi.
Diskurinn
Obbosí er ætlaður yngstu
börnunum en á honum flytur Kristjana
Skúladóttir fjórtán lög eftir sjálfa sig. Lögin
eru einföld og glaðleg, mörg hver í líflegum
danstakti sem hvetur til hreyfingar. Til dæmis
er lagið „Líkaminn" tilvalið til að dilla sér við
og benda á líkamshlutana sem sungið er um
og við „í sveitinni" er hægt að herma eftir
dýrunum og keyra traktor í þykjustunni. Svo
er auðvitað varla hægt að sitja kyrr undir
laginu „Dönsum". En ekki eru öll lögin
Obbosí'! - vandaður diskur fyrir lítil
börn
^SSSÍ,