Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Blaðsíða 22
sem sérstakt hljóðferli. Ekki var gerður greinarmunur á breytingunum eftir
því hvers eðlis þær voru; allar sérhljóðabreytingar voru flokkaðar saman.
Í töflu 1 sést hversu algengar sérhljóðabreytingar eru í tali yngri barna. Í
ljósi þessara niðurstaðna væri áhugavert að kanna betur tileinkun sér-
hljóða hjá börnum þótt það verði ekki gert í þessari rannsókn.
4.1.2 Hljóðferli sem lúta öðrum viðmiðunarkröfum í Málhljóðaprófi ÞM
Líkt og fram hefur komið voru fjögur hljóðferli undanskilin því að þurfa
að koma fyrir þrisvar sinnum eða oftar í tali barns í prófinu til þess að telj-
ast virk. Í töflu 2 má sjá hlutfall barna sem beittu þessum hljóðferlum. Við
mat á virkni ferlanna var notkun þeirra skoðuð og ákveðið að telja ferli
virkt svo framarlega sem það taldist vera í notkun, þ.e. ef hlutfall barna
sem beittu því var a.m.k. 10% innan hvers aldurshóps. Í töflunni eru virku
ferlin dregin fram en einnig má sjá hlutfallið þegar ferlin geta ekki talist
virk með tilliti til viðmiðanna.
Hlutfall
Fjöldi röddun
Aldurs- barna hljóða- nef- vara- óraddaðs
hópar (N) víxl hljóðun hljóðun hljóðs
2;6–2;11 34 8,8% 26,5% 26,5% 82,4%
3;0–3;5 53 22,6% 24,5% 49,1% 79,3%
3;6–3;11 59 23,7% 23,7% 39,0% 67,8%
4;0–4;5 50 34,0% 8,0% 20,0% 60,0%
4;6–4;11 55 14,5% 3,6% 23,6% 54,6%
5;0–5;5 42 28,6% 16,7% 76,2%
5;6–5;11 45 24,4% 6,7% 42,2%
6;0–6;11 49 18,4% 4,1% 42,9%
7;0–7;11 46 4,3% 37,0%
Tafla 2: Hlutfall barna sem beita hljóðferlum er undanskilin voru viðmiðunar-
kröfum. Sjá undirtexta töflu 1 hvað varðar framsetningu hlutfallstalna.
Af töflunni má sjá að ferlin fjögur eru misalgeng í tali barna og er hljóð -
ferlið röddun óraddaðs hljóðs langalgengast í öllum aldurshópum.
Þá sést einnig að hljóðferlin eru ekki alltaf virk á sama tíma heldur getur
það verið breytilegt eftir aldri hvenær þau eru virk í tali barna. Hlutfall
Anna Lísa Benediktsdóttir o.fl.22