Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Blaðsíða 105
annara, annara), -gior 3214, Gunnar 1617, -sar 3916, sidar 468, 4725, stor 391,
vór (pron.) 331. rr for r er skrevet i harr 495 (men hár 4821 pp.); hvad angår
vinberr 729, står abbreviaturen ⳽ muligvis kun for vokal. r, som er ikke sjæl-
dent i forlyd, forekommer nogle gange i endelser (byr 9015, sior 2221, snior
44) muligvis som tegn for rr, dog findes ved siden heraf de normale former
sior 119 pp., siꜳr 382, snær 1511. (Kålund 1908:xiv)
Myndirnar býrr, sjórr og hárr sýna sömu þróun og áður var lýst í AM 350
fol. og aftur er ekki um fullt samræmi að ræða því að gömlu myndirnar
finnast líka. Hér má þó finna nokkur dæmi um styttar myndir, þar á
meðal ⟨Gunnar⟩ og ⟨stor⟩, og benda þær til að hljóðbreyting sé hafin —
kannski sérstaklega í áherslulausri stöðu, eins og í Flateyjarbók, og á eftir
löngu sérhljóði.
(8) stórr > stór (stytting rr á eftir löngu sérhljóði)
4.4 Dagsett skjöl
Stefán Karlsson lýsti þróun stafsetningar í íslenskum skjölum fyrir 1450
í óútgefinni meistaraprófsritgerð sinni. Þar segir eftirfarandi:
Allerede i de ældste breve findes der tegn på overgangen rr > r i udlyd, særlig
i tryksvag stavelse, således fyr nr. 3 (Skag.? [1295–1313]). De fleste breve i
første halvdel af det 14. århundrede skelner dog mellem r og rr i udlyd, men
i sidste halvdel af århundredet bliver det mere almindeligt at skrive r for rr i
denne stilling. En af de få skrivere fra denne tid som opretholder den gamle
forskel er E[inarr ]H[afliðason], men hos de skrivere som har blandede
former er former med bevaret rr dog som regel de hyppigste. Efter 1400 bli-
ver enkeltskrivninger mere almindelige, og de sidste skrivere som leverer
nævneværdigt materiale og nogenlunde har bevaret rr i udlyd er skriverne af
nr. 113 og 114 (Eyj. 1401). (Stefán Karlsson 1960:160)
Bréfin frá 1401 sem hér um ræðir hafa nefnifallsmyndirnar ⟨arnnorr⟩
(113.1), ⟨gizsorr⟩ (113.1), ⟨huerr⟩ (113.16), ⟨arnorr⟩ (114.1), ⟨einarr⟩ (114.10),
⟨hverr⟩ (114.12) og ⟨annarr⟩ (114.20) en einnig ⟨æinar⟩ (113.13) svo að
jafnvel hér er að finna vísbendingu um styttingu í áherslulausri stöðu.
Slíkan vitnisburð má einnig finna í miklu eldri skjölum. Í ódagsettu skjali
sem ber innsigli Jörundar biskups Þorsteinssonar (d. 1313) er nefnifalls-
myndin ⟨feriu hamar⟩ (3.24) og í skjali sem tímasett er til 1311 er myndin
⟨gren hamarr⟩ (6.7) í þolfalli en þar er um öfuga stöfun að ræða. Tölurnar
hér vísa til raðtölu bréfa og línu í stafréttri útgáfu Stefáns Karlssonar
(1963) á íslenskum frumskjölum.
Stytting langra samhljóða í bakstöðu 105