Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Blaðsíða 106
Skjölin gefa okkur líka færi á að bera saman þróunina á eftir löngu sér-
hljóði og stuttu sérhljóði. Hér hefur Alex Speed Kjeldsen (2016) rutt
brautina en hann rannsakaði þróun fornafna í varðveittum frumbréfum á
íslensku fram til 1450. Hér má athuga áhrif sérhljóðsins með því að bera
saman fornöfnin hvárr og hverr.
Í mynd nefnifalls eintölu karlkyns af fornafninu hvárr finnur Kjeldsen
61 dæmi frá tímabilinu 1360–1450. Af þeim hafa aðeins 15 (25%) rithátt
sem gefur til kynna langt samhljóð (Kjeldsen 2016:368). Af fornafninu
hverr eru 19 dæmi um nefnifall eintölu karlkyns frá tímabilinu 1310–1449
og 12 (63%) af þeim hafa tvöfalt samhljóð. Þetta styður hina arfteknu
skoðun að breytingin gerist fyrr á eftir löngu sérhljóði. Rétt er að geta
þess að yngsta dæmið um hverr með löngu samhljóði hjá Kjeldsen er frá
árinu 1432 og eftir það er hann með dæmi um stutt samhljóð frá árunum
1432, 1443 og 1449 (Kjeldsen 2016:371).
Önnur gagnleg fornafnsmynd er karlkynsmyndin várr sem Kjeldsen
hefur aðeins eitt dæmi um með löngu samhljóði, í skjali frá 1365. Síðan
hefur hann 16 dæmi um stutt samhljóð frá tímabilinu 1405–1449 (Kjeld -
sen 2016:345).
Það virðist ljóst að breytingin á eftir löngu samhljóði sé um garð gengin
1450 en gott væri að hafa líka yngri gögn um ástand mála á eftir stuttu sam -
hljóði. Ég hef þess vegna safnað dæmum um sagnmyndina berr (3. p. et.) í
skjölum frá tímabilinu 1451–1500 en hún er þar tiltölulega algeng. Ég
safnaði gögnunum með því að leita í ljóslesnum útgáfum af bindum I–
VII í Íslenzku fornbréfasafni. Ég tók aðeins með vottfest dagsett frumbréf.
Niðurstaðan var 34 bréf með alls 38 dæmum. Af þeim er 31 tilfelli með
einföldu samhljóði og sjö með tvöföldu samhljóði:
(9) a. berr: V.85 (1452), V.645 (1473), V.667 (1474), VI.132 (1478), VI.274
(1480), VI.323 (1481), VII.344 (1496)
b. ber: V.139 (1457), V.211 (1461), V.382 (1464), V.516 (1470), V.575
(1471), IV.648 (1471), V.631 (1473), V.650 (1474), V.652 (1474),
V.685 (1474), V.710 (1475), VI.128 (1478), V.173 (1479), VI.268
(1480), III.531 (1487), VI.189 (1481), VI.318 (1481), VI.348 (1481),
VI.360 (1482), VI.559 (1488), VI.632 þrisvar (1490), VII.183 (1492),
VII.188 (1492), VII.226 (1493), VII.271 tvisvar (1494), VII.446
(1499), VII.485 tvisvar (1500)
Til að komast að raun um það hvort stafrétta útgáfan í fornbréfasafninu
væri nógu nákvæm til að nota við rannsóknir af þessu tagi athugaði ég
frumbréfin sjálf í fimm tilfellum: VI.268 (AM dipl. Isl. fasc. XXV, 5),
Haukur Þorgeirsson106