Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Blaðsíða 31
14 talsins, og hlutfall þeirra kannað hjá ólíkum aldurshópum. Í töflu 5 sést
hversu hátt hlutfall barna beitir virkum hljóðferlum sem hafa áhrif á
atkvæðagerð. Niðurstöðurnar sýna að allt fram að fjögurra og hálfs árs
aldri beitir nánast helmingur barna eða meira slíkum hljóðferlum. Eftir
það lækkar hlutfallið niður í fjórðung eða fimmtung barna, þótt það sé
e.t.v. óvenjulágt hjá aldurshópnum 4;6–4;11 en síðan mun hærra hjá 5;0–
5;5 ára börnum (sbr. umræður um síðarnefnda hópinn í kafla 4.1.3). Börn
í elsta aldurshópnum beita engum virkum hljóðferlum af þessum toga.
Taka ber fram að sum hljóðferlanna eru mun meira notuð en önnur.
Algengasta hljóðferlið af þeim 14 sem hafa áhrif á atkvæðagerð orða er án
nokkurs vafa brottfall hljóðs úr samhljóðaklasa. Ef litið er á töflu
1 má sjá að það er algengasta hljóðferlið hjá þremur yngstu aldurshópun-
um. Fleiri algeng hljóðferli eru t.d. brottfall staks samhljóðs í
bakstöðu (beygingarending), brottfall staks samhljóðs í bak -
stöðu (stofn), hljóða víxl og samlögun. Dæmi um hljóðferli sem eru
fátíð eru brottfall staks samhljóðs í framstöðu og brottfall
áherslu lítils atkvæðis í fjölkvæðum orðum. Tækifæri til notkunar
fyrrnefnda hljóðferlisins eru fjölmörg í prófinu og það var talsvert algengt
hjá yngri börnum (2;4 ára) í langsniðsrannsókn Þóru Másdóttur (2008),
en börnin sem hér eru til skoðunar virðast ekki beita því, ekki einu sinni
yngsti aldurshópurinn (2;6-2;11 ára). Í síðarnefnda hljóðferlinu er skýr -
ingin hugsanlega sú að fá tækifæri til að nota ferlið gáfust í orðunum sem
Hljóðferli í tali tveggja til átta ára barna 31
Aldurshópar Fjöldi barna (N) Atkvæðagerð Skiptihljóðun Samlögun
2;6–2;11 34 94,1% 100% 32,4%
3;0–3;5 53 86,8% 100% 13,2%
3;6–3;11 59 59,3% 91,5% 6,8%
4;0–4;5 50 48,0% 80,0% 2,0%
4;6–4;11 55 20,1% 76,4% 0,0%
5;0–5;5 42 38,1% 92,9% 0,0%
5;6–5;11 45 26,7% 60,0% 0,0%
6;0–6;11 49 22,4% 51% 0,0%
7;0–7;11 46 0,0% 47,8% 0,0%
Tafla 5: Hlutfall barna sem beita virkum hljóðferlum sem hafa áhrif á atkvæða -
gerð, fela í sér skiptihljóðun eða samlögun. Þróun eftir aldri.