Börn og menning - 2015, Qupperneq 6

Börn og menning - 2015, Qupperneq 6
Börn og menning6 Fyrirsögn greinar Höfundur Undirfyrirsögn 6Englar hversdagsins Ofbeldi, hryllingur og húmor eru orðin eins konar vörumerki Þórarins Leifssonar og barna- og unglingabóka hans.1 Í Leyndarmálinu hans pabba er faðirinn mannæta sem finnst pasta ekki gott. Hann verður að fá mannakjöt og hefur étið 340 manns. Ég held að þetta geti verið fyrsta barnabókin sem skrifuð hefur verið um mannát. Marina Warner hefur skrifað um skrímsli og hræðsluvætti ýmiss konar og hún segir að mjög margar goðsögur, þjóðsögur og ævintýri feli beint eða óbeint í sér einhvers konar viðvörun gegn því að brjóta bönnin við mannáti og sifjaspellum. Þessi bönn liggja nefnilega til grundvallar mannlegum samfélögum.2 Það liggur í augum uppi að fjölskyldan sem lýst er í Leyndarmálinu hans pabba er ekkert venjuleg enda er undirtitill bókarinnar: Bók handa börnum með foreldravandamál. En í henni er líka fjallað um tengsl manna og rándýra, matar og tilfinninga, fíkna og kynlífs, hvata og sifjaspella en þetta eru menningarlegar andstæður sem fjöldamenning og auglýsingar eru duglegar við að slá saman. Dæmi um það geta verið vampírubækurnar þar sem málið snýst í raun um að drekka eða vera drukkinn. Eða er það ekki? Í Bókasafni Ömmu Huldar eru allir þeir sem standa ekki í skilum við Gullbankann sogaðir upp í risastóra loftskipið sem hýsir bankann. Bækur eru bannaðar á jörðu niðri en reiknitölvur leyfðar í skólunum þar sem börnin læra aðeins hagfræði. Í samfélaginu er fólk af-menntað á kerfisbundinn hátt svo það fari ekki að hugsa á gagnrýninn hátt sem alræðinu líkar ekki. Í bókinni eru það börnin sem þurfa að bjarga foreldrunum úr ógöngunum. Nýjasta bók Þórarins heitir Maðurinn sem hataði börn og þar koma margir þræðir úr fyrri bókunum saman því að bókin er dystópía eins og Bókasafn ömmu Huldar og hún er ádeila á neyslusamfélagið eins og Leyndarmálið hans pabba en nýja bókin tekur ótta barnanna sem lúrir undir yfirborðinu í fyrri bókunum og staðsetur hann í miðju frásagnarinnar. Sagan af Sylvek Aðalpersóna og sögumaður bókarinnar Maðurinn sem hataði börn er 12 ára gamall, pólsk-katalónskur innflytjandi á Íslandi, kominn hingað frá Barcelona. Hann heitir Sylvek Kominski og hefur verið ár á Íslandi og talar ekki málið þó að hann skilji það. Hann á enga vini. Systir hans, Æsa (Aisha) er horfin og þau amma hans eru peningalaus. Hann er mjög einmana og brothættur en afskaplega klár, skapandi og fyndinn krakki. Og nú fara hræðilegir atburðir að gerast í bænum. Þrír tólf ára strákar finnast myrtir og Dagný Kristjánsdóttir Maðurinn sem óttaðist börn 1 Þórarinn Leifsson. 2007. Leyndarmálið hans pabba: Bók handa börnum með foreldravandamál. Reykjavík: Forlagið. Bókasafn ömmu Huldar. 2009. Reykjavík: Forlagið. Maðurinn sem hataði börn. 2014. Reykjavík: Forlagið. 2 Marina Warner. 1999. No Go the Bogeyman: Scaring, Lulling and Making Mock. London: Chatto & Windus, 67.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.