Börn og menning - 2015, Síða 23

Börn og menning - 2015, Síða 23
23Að skapa lesendur framtíðar? unglingabók. Ristjórinn minn segir að hún sé fyrir svona tólf ára og uppúr. Ef ég ætti sjálf að nefna einhvern aldur þá myndi ég kannski segja fjórtán ára plús. En börn lesa auðvitað alltaf upp fyrir sig, ég lá í allskonar skrýtnum fullorðinsbókmenntum þegar ég var barn, en les núna, eins og áður kom fram, mikið af unglingabókum. Það eru enn önnur rök fyrir því af hverju þessi aldurshópaskipting er svona óáhugaverð, nema kannski á söluborðum bókabúðanna. Og svona aldursskipting getur líka verið útilokandi og gert suma lesendur afhuga bókum því það er ekkert spennandi fyrir fjórtán ára barn að lesa bók sem er merkt fyrir ellefu ára. Þetta er auðvitað markaðsfræðilegt, til að senda kaupendum skýr skilaboð og vera með mismunandi metsölulista og svo er hægt að bera saman hvaða bækur seljast vel og hverjar ekki, eins og það sé eini mælikvarðinn. Bryndís: Og þessi samkeppni er einmitt eins og aldurshópaskiptingin – hún er ekki áhugaverð. Mig grunar að samkeppnin spretti úr þessum fókuspunkti íslenska bókmenntamarkaðarins: jólabókaflóðinu. Talað er um jólabækurnar og hver þeirra eigi eftir að verða jólabókin í ár. Í kjölfarið verður andrúmsloftið hlaðið samkeppnisanda um að eiga þessa einu jólabók ársins frekar en að það sé sameiginlegt hagsmunamál allra að skapa lesendur sem lesa fleiri en eina bók á ári, því fyrir hvert barn sem les bók er sigur unninn fyrir alla rithöfunda því þetta barn er líklegra til að lesa enn fleiri bækur. Samkeppnisandinn er hvorki í þágu bókmenntanna né þess að vera starfandi rithöfundur. Ætli þetta útskýri að einhverju leyti þessa litlu nýliðun í rithöfundastéttinni? Hildur: Mér finnst þetta ótrúlega góður punktur, að það að skrifa bækur eigi að vera samvinna en ekki samkeppni á milli rithöfunda. Rithöfundarnir sem ég þekki vinna líka saman. Við lesum yfir hvert fyrir annað og peppum hvert annað upp. Ég allavega upplifi mig ekki í samkeppni við vini mína sem eru líka rithöfundar. Ég finn öllu heldur fyrir miklum áhuga og stuðningi. Og varðandi nýliðunina þá er áhugavert að sjá barnabókmenntir færast inn á þetta leikræna svið þar sem meiri áhersla er lögð á höfundinn en sjálft verkið. Ég hef engar forsendur til að dæma þessa þróun en kannski er þetta góð þróun og rökrétt miðað við aukið vægi samskiptamiðla og aukna kröfu um að tilheyra hópum og stunda ákveðinn lífsstíl. Í dag þurfa barnabækur helst að hafa Facebook-síður og Instagram- reikning. Hildur: Já. Ég las líka mjög áhugaverða grein einhvers staðar um að bandarískir höfundar séu farnir að eyða sífellt meiri tíma á samfélagsmiðlum, því lesendur séu farnir að krefjast þess að hafa svo mikinn aðgang að höfundum. Að þeir svari póstum, rítvíti og ég veit ekki hvað. Og í greininni var því einmitt velt upp hvort höfundar hafi þá sífellt minni tíma til að skrifa sjálfar bækurnar. En, Bryndís ...? Bryndís: Já. Hildur: Núna erum við komnar með 2.143 orð. Viðtalið átti að vera 2.000–2.500 orð. Ættum við kannski bara að segja þetta gott hérna? Bryndís: Jú, segjum þetta gott. Kanilgott. að velta fyrir sér tveggja bóka reglu Rithöfundasambandsins í því samhengi, að maður þurfi að vera búinn að gefa út tvær bækur til að vera gjaldgengur í sambandið. Hvernig ætlar RSÍ að auka flæðið og halda því gangandi? Bryndís: Og hvernig ætlar launasjóður rithöfunda að auka flæðið án þess að starfandi rithöfundar þurfi að snúa sér að að einhverju öðru? Við verðum að sjá meiri nýliðun ef listgreinin á að blómstra enn frekar. Að starfandi höfundum ólöstuðum þá þarf að koma nýtt blóð og meiri margbreytileiki varðandi stíl og umfjöllunarefni og miðlun þess. Andrúmsloftið verður þá að vera þannig að við sem erum starfandi rithöfundar séum áhugasöm um þá sem eru að byrja. Hildur: Það vantar auðvitað meiri peninga í sjóðina. Barna- og unglingabókahöfundar hafa nú ekki riðið mjög feitum hesti frá úthlutunum þar. Bryndís: Varðandi barna- og unglingabækur, þær eru jafnvel verr settar en skáldsögurnar, það er litið á þær eins og eitthvað til að afgreiða á þremur eða sex mánuðum beint í jólapakkana. Hildur: Einmitt, en barnabækur lifa samt mögulega lengur en bækur fyrir fullorðna. Börn sem eru kannski ekki í markhópnum fyrir tiltekna bók jólin sem hún kemur út fá hana kannski í afmælisgjöf tveimur árum seinna, þegar þau eru búin að stækka. Bryndís: Barnabækur lifa líka lengi með lesendum. Og falla seinna í gleymsku. Ég kann enn þá stóra hluta af Bert-bókunum utan að. Hildur: Kannski af því maður les þær á mótunarárum og krakkar eru hrifnæmir. Ég var allavega miklu hrifnæmari sem krakki en sem fullorðin. Bryndís: Og núna finnst mér við vera að sjá einhverjar breytingar á barnabókmenntunum. Bækur eru orðnar lífsstílsmiðaðri, þær eru farnar að tilheyra ákveðinni hópastemmningu og börn eru kannski frekar farin að lesa bækur af því að þau eru spennt fyrir höfundinum, Villa naglbít eða Ævari vísindamanni. Við erum

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.