Börn og menning - 2015, Qupperneq 24

Börn og menning - 2015, Qupperneq 24
Börn og menning24 Fyrirsögn greinar Höfundur Undirfyrirsögn Þriggja heima saga: Hrafnsauga (2012) Draumsverð (2013) Ormstunga (2015) Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Vaka-Helgafell Þegar bókin Hrafnsauga, fyrsta verk Kjartans Yngva Björnssonar og Snæbjörns Brynjarssonar, kom út árið 2012 var yfirlýst markmið höfundanna að skrifa bækur sem þeir hefðu sjálfir viljað lesa sem unglingar. Þeir skrifuðu sig meðvitað inn í hefðina sem Tolkien hóf með ritun Hobbitans og Hringadróttinssögu og ætluðu sér ekki að verða bókmenntafrömuðir heldur að skrifa góða, íslenska fantasíu sem íslensk ungmenni gætu lesið og notið. Höfundarnir þekkja fantasíubókmenntir út og inn og hafa nýtt sér fastar stærðir innan þeirra til þess að skapa mjög sannfærandi heim, en sagan fellur í flokk annars heims fantasía (e. secondary world fantasies). Þessi flokkun kemur upphaflega úr grein Tolkiens, „On Fairy Stories“ þar sem hann segir að hin eina sanna fantasía sé þannig að lesandinn ferðist inn í heim sem er fjarlægur hinum raunverulega heimi. Lesandinn verður að fallast algjörlega á forsendur fantasíuheimsins og þannig er vantrúnni slegið á frest (e. suspension of disbelief). Í upphafi skal upphafið skoða Sagan sem sögð er í Hrafnsauga hefst í þorpinu Vébakka í Janalandi, langt í norðri. Skrímsli ráðast á þorpið og þrjú ungmenni, Ragnar, Sirja og Breki, flýja undan þeim til þess að sinna öðru og stærra verkefni. Saga Ragnars er nokkuð sígild og vísar í öskubusku/kolbítsminnið. Hann er ungur, munaðarlaus drengur sem hrakist hefur á milli heimila í þorpinu og alls staðar mætt ömurlegu viðmóti. Í sögunni kemst hann að því að þorpsbúar óttast hann en gæta hans um leið vegna þess að í líkama hans er falið eitt af hinum sjö innsiglum sem vitringarnir notuðu til að loka illar skuggaverur frá mannheimum. Nú hefur eitt innsiglanna rofnað og því verður Ragnar að vernda innsiglið og reyna um leið að bjarga heiminum frá skuggaverunum. Til þess þarf hann að læra hina fornu galdra en notkun þeirra hefur að miklu leyti fallið í gleymsku. Bókin er sannfærandi fantasía en byggingin er ekki alveg eins æfð og þétt og hún hefði þurft að vera. Sem fyrsti hluti bókaflokksins er Hrafnsauga eins konar inngangsrit sem Hildur Ýr Ísberg Þriggja heima þroskasaga bækur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.