Börn og menning - 2015, Page 26

Börn og menning - 2015, Page 26
Börn og menning26 á sér aftur á móti aldagamlar rætur í sagna- og kvæðamennsku og munnlegri geymd. Hingað til lands hafa ratað nokkrar færeyskar bækur eftir samtímahöfunda og ber þar ef til vill hæst stórgóða þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur á skáldsögunni Ó: Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. Úr barnabókmenntunum þekkjum við líklega best Rakel Helmsdal, sem skapaði meðal annars heim skrímslanna ástsælu með þeim Áslaugu Jónsdóttur og Kalle Güettler. Nú hefur bókaforlagið Draumsýn gefið út færeyska unglingabók, Skrifa í sandinn eftir Marjun Syderbø Kjelnæs, en bókin hlaut norrænu barnabókaverðlaunin 2011 og var síðar tilnefnd til bæði vestnorrænu barnabókaverðlaunanna og barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Smásagnaflétta Skrifa í sandinn er í raun safn tíu smásagna sem fléttast saman og mynda heildstæða frásögn en þar segir frá einni helgi í lífi tíu Skrifa í sandinn Marjun Syderbø Kjelnæs Þýð. Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir Draumsýn 2015 Það er óhætt að segja að gróska einkenni menningarlífið hjá grönnum okkar í Færeyjum nú um stundir; tónlistarlífið hefur lengi verið líflegt og með tilkomu Norðurlandahússins í Þórshöfn myndaðist nýr vettvangur fyrir listafólk og Færeyingar hafa samhliða því stóraukið þátttöku sína í alþjóðlegu samstarfi. Á ýmsan hátt er færeysk menning ung og gömul í senn, ekki síst bókmenntirnar. Færeysk bókmenning er ung í bókstaflegum skilningi – lengst af var skrifað á dönsku og færeyska ritmálið fann sér ekki fast form fyrr en undir lok 19. aldar – en hún færeyskra ungmenna í jafnmörgum köflum. Hver kafli er skrifaður frá sjónarhorni einnar persónu en hjálpar sömuleiðis til við að fylla upp í stærri mynd af atburðum helgarinnar, tilfinningalífi unglinganna tíu og heiminum sem þau hrærast í. Oft öðlast lesandinn ekki skilning á viðbrögðum eða gjörðum einstakra persóna fyrr en þær fá sinn eigin kafla og þannig lokkar Marjun forvitinn lesandann áfram og nýtir sér formið til að skapa spennu og löngun til að raða púsluspilinu saman. Samtímis undirstrikar hún eitt meginstefja bókarinnar – að við höfum ávallt takmarkaða innsýn í sálarástand Salka Guðmundsdóttir Að sækja út en komast ekki nógu langt

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.