Börn og menning - 2015, Side 31

Börn og menning - 2015, Side 31
31Fyrirsögn greinar Í hjarta Hróa hattar Höfundur: David Farr Leikstjórar: Gísli Örn Garðarsson og Selma Björnsdóttir Vesturport, Þjóðleikhúsið og Royal Shakespeare Company Sögurnar af Hróa hetti eru fyrir löngu orðnar inngróinn hluti af vestrænni bókmenntahefð og hafa verið endurritaðar ótal sinnum í gegnum tíðina. Hrói birtist okkur í barnabókum, með og án mynda, teiknimyndasögum, ljóðum, skáldsögum og ekki síst í kvikmyndum af margvíslegu tagi, frá Erroll Flynn til Mel Brooks. Sögurnar af Hróa og mönnum hans þekkjum við flest og hann er löngu orðinn að alþjóðlegu tákni fyrir réttlæti og jafna skiptingu verðmæta. Þótt uppruni sagnanna um Hróa hött sé um margt óljós og heimildirnar dreifðar í gömlum enskum þjóðsögum og kvæðum þá hefur smám saman myndast ákveðin hefð utan um þessar sögur og þær eru hver annarri líkar. Hann er heiðarlegi stigamaðurinn, sá sem rænir frá þeim ríku og gefur þeim fátæku en berst jafnframt fyrir réttlætinu og styður hinn réttmæta konung Englands, Ríkharð ljónshjarta. Sem maður konungs þarf hann að verja hagsmuni hans fyrir hinum illa Jóhanni prins sem reynir að sölsa undir sig krúnuna meðan konungurinn er í krossferðum. Þetta er sú saga sem við þekkjum af Hróa hetti hvort sem við mætum henni í hefðbundnum útgáfum eða skrumskældri í paródíum og útúrsnúningum. Tilbrigði við stef Sagan sem sögð er í leikriti David Farr sem nú má sjá á fjölum Þjóðleikhússins byrjar sem nýtt tilbrigði við sögurnar af Hróa. Þar er ekki sögð saga af hjartahreinum útlaga sem frá upphafi berst fyrir rétti hinna kúguðu. Þegar við sjáum Hróa fyrst á sviðinu er hann samviskulaus glæpamaður sem leiðir hóp ræningja sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag og halda sjálfir þeim feng sem þeir ræna. Hrói og menn hans eru hálfbernskir í upphafi, þeir eru eins og strákar að leika sér í ræningjaleik þar sem engar stelpur mega vera með, þótt okkur verði snemma ljóst að foringinn sjálfur ber leyndan harm í brjósti og að ótti hans við konur á sér rætur í því að hann veit að ástin getur komið róti á tilfinningalíf jafnvel hraustustu manna. Þegar aðalsmærin Maríanna kemur til skjalanna og krefur Hróa um afstöðu og samlíðan með öðrum er leikurinn úti, hann verður að ákveða hver hann er og hvort hann beri ábyrgð gagnvart öðru fólki. Sagan sem sögð er í Í hjarta Hróa hattar er því í senn ástarsaga Maríönnu og Hróa og þroskasaga hans og ræningjanna. Þótt upphafið sé að einhverju leyti á skjön við þær sögur af Hróa sem flestir þekkja er framhaldið kunnuglegt, þar eru allir á sínum stað. Útlagarnir Villi Jón Yngvi Jóhannsson Ástar- og þroskasaga úr Skírisskógi

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.