Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr 2020, Qupperneq 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr 2020, Qupperneq 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is3 Hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda af háum stigum og forrík. Hún var þrjósk, ákveð- in og skapstór, reifst við eiginmanninn, hljóp að heiman, vildi stjórna sínum eigum sjálf og seldi jarðir án þess að spyrja kóng eða prest, og harð- neitaði að sofa hjá manninum sínum. Hún hét Helga Aradóttir og hún var formóðir mín í 12. lið. Hún giftist þeim fræga manni Staðarhóls- Páli. En það var svo sannarlega ekki auðvelt að vera kona á Íslandi fyrir fimm hundruð árum, þótt hún væri kraftmikil og rík. Það sést vel þeg- ar saga Helgu er athuguð nánar. Faðir hennar var Ari Jónsson, lögmaður á Möðrufelli í Eyjafirði, og afi hennar var enginn ann- ar en Jón Arason Hólabiskup, sem allir Íslendingar munu geta rakið ættir sínar til. Báðir voru þeir háls- höggnir í Skálholti í nóvember 1550. Þá var Helga aðeins tólf ára. Ari var elstur sinna bræðra og var um fermingu þegar faðir hans varð biskup. Þá draup smjör af hverju strái á Hólastað og sagt er að þeg- ar þeir feðgar lögðust undir öxina hafi verið tuttugu og fimm tonna smjörfjall á biskupssetrinu. Jón var ættríkur og stóð eins og fleiri valdamenn í stöðugu jarðabraski, enda fékk kóngurinn heilar sjötíu jarðir eftir þá Hólafeðga. Nafnið sitt fékk Helga frá ömmu sinni, Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, en þau áttu saman sex börn sem upp komust, svo þar virðist allt hafa verið með ró og spekt í hjónabandinu, sem þó var óformlegt. En það kemur margt í ljós þegar hulu fortíðarinnar er svift af leiksviðinu. Þar má segja að aðalleikararnir, ásamt þeim Helgu og Páli, séu auður og valdagræðgi, auk trúarbragðanna sem ekki munu koma hér mikið við sögu. Arfahluturinn Árið 1522 ættleiddi Jón Arason biskup fjögur barna sinna, synina Ara, Björn, forföður minn, og Magnús og dótturina Þórunni sem oftast er kennd við Grund í Eyjafirði og á eftir að koma hér mikið við sögu. Það sem merkilegra er við þessa ættleiðslu er að Þórunn átti að fá jafnan arfahlut við bræður sína, en oftast fengu konur aðeins hálfan hlut. Þórunn var fædd um 1511 og var því aðeins ellefu ára þegar faðir hennar skiptir auð sínum. Ari, faðir Helgu, var fæddur um 1508, hann varð ungur lögmaður og sinnti því embætti til dauðadags, í tæpa tvo áratugi. Hann bjó á ættaróðali sínu, Guðfinna Ragnarsdóttir: Helga og Páll Möðrufelli í Eyjafirði. Hann var sagður stórlyndur og skapmikill og harður í horn að taka, svo trúlega hefur Helga fengið eitthvað af skaplyndi sínu frá honum. Fáar sagnir fara af Halldóru, móður Helgu, eins og flestum konum á þessum tíma. Ari var sagður greind- ur mjög, örlátur, vel lærður og þótti fremstur sinna bræðra og í miklum metum hjá biskupnum föður sín- um og studdi hann í einu og öllu í baráttu hans við siðaskiptin. Hann þótti einnig mun vinsælli en Björn bróðir hans, sem einnig fór undir öxina. Halldóra, móðir Helgu og kona Ara, var dótt- ir Þorleifs Grímssonar sýslumanns á Möðruvöllum í Eyjafirði. Grímur, faðir Þorleifs, og Páll Brandsson, afi Þorleifs, voru báðir sýslumenn á Möðruvöllum. Þeir voru mjög efnaðir og mun Þorleifur hafa erft Pál afa sinn. Sá auður átti eftir að koma þó nokkuð við sögu Helgu en Þorleifur afi hennar var forsjármaður hennar að lögum, eftir lát föður hennar og átti hún rétt á arfi eftir hann að stórum hluta. Þorleifur þótti mjög “brotgjarn í ásta- og kvenna- málum“ og þegar hann dvaldi erlendis milli kvenna er sagt að hann hafi átt þar barn á hverju ári, með nýjum og nýjum konum. Þetta gæti bent til þess að Helga hafi erft ákafann í ástamálunum fyrstu vikur hjónabandsins, frá honum afa sínum! Ódæl og skapmikil Helga átti eina alsystur, Þóru og eina hálfsystur, Elínu. Þóra systir hennar skírir tvö börn sín í ættina. Þorleif son sinn skírir hún eftir móðurafa sínum og Ara eftir föður sínum. Helga skírir aftur á móti son sinn Pétur, en dóttur sína skírir hún Elínu, trúlega eftir hálfsyst- ur sinni. Hina dóttur sína skírir hún Ragnheiði, eftir tengdamóður sinni, og það nafn á eftir að koma mjög við Íslandssöguna og bókmenntirnar. Sonardóttir Rithönd Staðarhóls-Páls.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.