Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Side 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is13
Gunna á Brekku
Guðrún Hjálmarsdóttir, Gunna á Brekku, eins og hún
var venjulega kölluð, lifði til hárrar elli, andaðist á
Brekku 14. júlí 1964. Í Mjófirðingasögum segir
Vilhjálmur á Brekku:
Hún var ekki alveg eins og fólk er flest, og var ekki
fær um að bjarga sér á eigin spýtur. Vöntun henn-
ar kom meðal annars fram í óstyrk, bæði á fæti
og svo í höndum, í nokkurri vanstillingu og eitt-
hvað skertri greind. Hjálmar lagði mikla alúð við
að kenna þessari dóttur sinni að lesa. Tókst honum
það þrátt fyrir mikla örðugleika að sagt var. […]
Lestrarkunnátta kom Guðrúnu fjarskalega vel og
nýttist henni fram um níræðisaldurinn. […] Ung að
árum varð Guðrún ólétt eftir Þorstein Hinriksson
vinnumann á Brekku. Móðir hennar varð ókvæða
við þegar það vitnaðist og átaldi hana harðlega.
„Ég gat ekkert sagt,“ sagði Guðrún við konu mína
[Margrétu Þorkelsdóttur], „því ég vissi að ég hafði
gert rangt. En þegar mamma sagði pabba frá þessu,
þá sagði hann aðeins: „Guð hjálpi henni.“ Barn
Guðrúnar var stúlka og hlaut nafnið Hjálmhildur.
Hún var mesti aumingi til líkama og sálar, van-
sköpuð og varð aldrei fyllilega talandi.“4
Hjálmhildur
Hjálmhildur fæddist 1895, er Guðrún var 23 ára.
Fyrstu æviárin dvaldist Hjálmhildur á Brekku. Hins
vegar tók María í Sandhúsi snemma við systurdóttur
sinni. Vilhjálmur Hjálmarsson segir svo frá:
Guðrún gat ekki alið önn fyrir dóttur sinni né
annast hana á nokkurn hátt vegna eigin vanhæfi.
Hjálmar var mjög kominn að fótum fram þeg-
ar barnið fæddist og andaðist þremur árum síðar.5
Eitthvað var Hjálmhildur þó heima hjá afa sínum
og ömmu fyrstu misserin, jafnvel eftir að Hjálmar
var orðinn rúmfastur. Voru þó mikil vandkvæði
á samvistum litla vesalingsins og móður hennar.
Svo er það fáum misserum eftir að Hjálmar and-
aðist að Jóhanna gerir kaupsamning við tengdason
sinn, mann Maríu. Selur hún honum húseign sína,
hálft Sandhús, sem greiðist með því „að nefndur
Lars Kristján Jónsson taki af mér dótturbarn mitt
Hjálmhildi Þorsteinsdóttur, sem nú er 5 (fimm) ára
að aldri og annist hana að öllu leyti þar til hún er 20
ára“. Þetta gekk eftir. Hjálmhildur er í manntölum
skráð tökubarn í Sandhúsi til tvítugsaldurs 1915.
Eftir það er hún talin á sveit í Haga 1916 og 1917,
og í Sandhúsi hjá Kristjáni og Maríu 1918, en hún
andaðist hjá þeim næsta ár 24 ára gömul.“6
Landskuld
María Hjálmarsdóttir var fædd 18. febrúar 1866 á
Brekku í Mjóafirði og ólst þar upp, eins og áður segir.
Hinn 21. október 1888 gekk hún að eiga Lars Kristján
Jónsson, sem fæddur var í Stöð í Stöðvarfirði 14. júní
1862. Lars Kristján var við nám hjá séra Sigurði
Gunnarssyni á Hallormsstað, en fór til Mandal í
Noregi og stundaði þar verslunarnám 1883 til 1885
og aftur 1887 til 1888. Lars Kristján hlaut því meiri
menntun en flestir Mjófirðingar á þessum árum. Hann
var heimiliskennari í Firði 1882 til 1883 og kennari í
Mjóafirði 1888 til 1889 og einn vetur heimiliskenn-
ari á Brekku, en gerðist útvegsbóndi í Sandhúsi, koti
í eigu tengdaforeldra hans.
Ekki fengu Lars Kristján og María kotið til eignar
Lendingin við Reyki í Mjóafirði. Á Reykjum bjuggu Jóhanna og Hjálmar stóru búi til 1864 en þá stóð hann upp fyrir
hálfsystur sinni, Sigríði, elstu dóttur Hjálmars og Maríu Jónsdóttur.