Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Side 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is23
EFNAHAGSREIKNINGUR 31. desember 2019
EIGNIR:
Bókabirg ir og bla a 1,200,000
Bankainnistæ ur:
Netreikningur 200231 364,862
í Íslandsbanka
Tékkareikningur 8050
Í Íslandsbanka 6,248 371,110
1,571,110
SKULDIR:
0
Höfu stóll 1.1. 1,458,356
+Hagna ur 60,882 1,397,474
1,571,110
REKSTRARREIKNINGUR 1. janúar - 31. desember 2019
TEKJUR:
Bóksala og bla a 54,700
54,700
Bókabirg ir 1.1. 2,194,491
- Birg ir 31.12. 2,139,791
Brúttóhagna ur af bókasölu 54,700
Félagsgjöld
291 x 5900 1,716,900
64 x 6400 409,600
Eldri 6,300 2,132,800
Innkoma /félagsf. 27,000
Vextir 9,153
Brúttóhagna ur alls 2,223,653
GJÖLD:
Fréttabréf:
Prentun og umbrot 688,325
Bur argjöld 373,492 1,061,817
Húsaleiga 749,744
Internet jónusta 76,374
Sími 80,862
óknun til banka 61,111
Váryggingar 21,400
Skrifstofa 5,290
Augl singakort 30,000
Kosna ur/félagsf 73,772
Fjármagnstekjuskattur 2,401 2,162,771
Hagna ur 60,882
2,223,653
manna við félagið, ekki síst þeirra sem búa úti á landi
og hafa ekki tök á að mæta á félagsfundi.
Út komu eins og áður fjögur tölublöð Fréttabréfsins
á árinu, alls 96 blaðsíður í A4 broti, stútfull af bráð-
skemmtilegu og fróðlegu efni.
Önnur starfsemi
Alls voru haldnir sjö stjórnarfundir á árinu 2019. Á
þeim hafa margvísleg mál verið á dagskrá eins og
fjárhagsmál, viðvera á skrifstofunni, fjölgun félaga,
bóksala, tölvumál, húsnæðismál, rekstur og fleira.
Opið hefur verið á skrifstofu félagsins í Ármúla
19 á þriðjudögum á milli kl 13:00 og 18:00. Kristinn
Kristjánsson hefur að venju séð um að taka á móti
gestum og sinna þörfum þeirra.
Ættfræðifélagið er með vef þar sem allir viðburð-
ir félagsins eru auglýstir og kynntir. Þar eru einnig
lög félagsins, ágrip af sögu þess, tenglar á gagnlegt
efni af ýmsum toga og margvíslegur annar fróðleikur.
Ættfræðifélagið er einnig með Facebook síðu og þar
eru viðburðir félagsins einnig auglýstir og kynntir.
Á liðnu ár var áfram reynt að næla í nýja félaga
og það skilaði einhverjum árangri, þó að við hefð-
um viljað sjá miklu fleiri ganga til liðs við félagið.
Bókasala á liðnu ári var fremur dræm, eins og undan-
farin ár. Gjaldkeri félagsins, Kristinn Kristjánsson,
hefur haft veg og vanda af sölumálum, lagerhaldi og
daglegum rekstri félagsins.
Ritstjóri Fréttabréfsins, Guðfinna S. Ragnarsdóttir,
hefur haldið áfram að mæta á námskeið Stefáns
Halldórssonar um ættfræðigrúsk hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands. Þar hefur hún kynnt Ættfræðifélagið
og ýmislegt sem hún hefur unnið í ættfræði. Þessu
hefur ævinlega verið vel tekið og nokkrir þátttakend-
ur á námskeiðunum hafa skráð sig í Ættfræðifélagið.
Guðfinna hélt einnig erindi fyrir kvenfélögin í
Eyjafjarðarsveit 2. nóvember sl. Fundinn sóttu um
fimmtíu konur. Guðfinna ræddi þar um ættfræðinnar
ýmsu hliðar, auglýsti Ættfræðifélagið og Fréttabréfið
og setti upp sýningu með ættrakningum, myndum,
ættargripum og fleiru. Margar konur gengu í félagið.
Fjárhagur félagsins hefur haldist í horfinu frá fyrra
ári. Af sjálfu leiðir að þetta er afar einfaldur rekstur
og stjórn félagsins leitar ávallt leiða til að reka félagið
með sem hagkvæmustum hætti.
Alltof margir félagar okkar hafa fallið frá á liðnu
ári. Einn þeirra var Hörður Einarsson félagi okkar í
stjórn Ættfræðifélagsins. Við minnumst allra okkar
góðu félaga, sem hafa kvatt, með virðingu og þökk
fyrir samfylgdina. Ég vil biðja félagsmenn að rísa á
fætur og minnast látinna félaga okkar.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt
hönd á plóg til að vinna félaginu gagn á liðnu ári og
legg störf stjórnarinnar í hendur aðalfundarins.
Hafnarfirði 27. febrúar 2020
Benedikt Jónsson
formaður stjórnar