Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 2

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 2
2 1 SAMANTEKT Gunnar Þór Jóhannesson. Breytingar og bjargráð. Aðferðir fólks í sveitum til að takast á við samfélagslegar breytingar. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar nr. 19 /2004. 48. bls. Hér er fjallað um samfélagslegar breytingar sem fólk í sveitum hefur staðið frammi fyrir. Lögð er áhersla á að skýra hvernig fólk mótar og beitir margvíslegum aðferðum til að takast á við þær. Ritgerðin byggir á vettvangsrannsókn sem fram fór í Fljótsdal á Héraði. Ritgerðin hefst á umræðu um lykilhugtök rannsóknarinnar sem varpa ljósi á aðstæður sem íbúar Fljótsdals þurfa meðal annarra að takast á við. Þau eru: Hnattvæðing, bjargráð og félagslegur auður. Hnattvæðing vísar til samfélagslegra breytinga sem er rammi ritgerðarinnar. Bjargráð og félagslegur auður fela í sér áherslu á nýsköpun, meðvitaða sköpun sjálfsmyndar og virkjun félagslegra tengslaneta og henta vel til skilnings og greiningar á aðstæðum og aðgerðum fólks. Megin hluti ritgerðarinnar fjallar um breytingar á umhverfi sauðfjárræktar, breyttar aðstæður íbúa Fljótsdals og mismunandi bjargráð þeirra. Sérstaklega er fjallað um eitt tiltekið bjargráð – Héraðsskógaverkefnið. Héraðsskógar er dæmi um byggðavænt nýsköpunarverkefni sem byggir m.a. á virkjun félagslegra tengsla og hagnýtingu félagslegs auðs. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman. Sauðfjárræktarfólk tekst á við hnattrænar breytingar með margvíslegum bjargráðum. Reynsla fólks af Héraðsskógaverkefninu er mikilvægt dæmi um hverskonar bjargráð geta hentað í sveitum og eykur skilning á hvernig bjargráð eru mótuð og framkvæmd af fólki í samspili við formgerð samfélagsins. Lykilorð: Hnattvæðing, bjargráð, félagslegur auður, byggðaverkefni

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.