Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 6

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 6
6 að mikilvægi þess fyrir íbúa Fljótsdals er dregið fram. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman þar sem meðal annars er fjallað um styrkleika og veikleika Héraðsskóga sem bjargráðs. Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á hvernig fólk í sveitum tekur á breyttum aðstæðum sem gerendur. Hún undirstrikar mikilvægi margvíslegra bjargráða í dreifbýli og dregur fram þá þætti sem vert er að hafa í huga þegar stefnt er að víðfeðmum nýsköpunarverkefnum í staðbundnum samfélögum. Ritgerð þessi byggir á rannsóknarverkefni mínu til meistaraprófs í mannfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hér er fræðilegri umfjöllun haldið í lágmarki en áhersla lögð á umfjöllun um aðstæður og bjargráð íbúa í Fljótsdal. 4 FRÆÐILEGUR RAMMI HNATTVÆÐING Í Íslenskri orðabók er hnattvæðing skilgreind sem: „Aukin samskipti og viðskipti af ýmsu tagi milli þjóða heims, m.a. vegna bættra fjarskipta og samgangna.“ (Mörður Árnason, 2002). Þetta er mjög afmörkuð skilgreining, hún vísar fyrst og fremst til hagrænna þátta hnattvæðingar og þjóða en tekur ekki til hnattvæðingar staðbundinna (e. local) samfélaga. Hugtakið hnattvæðing vísar ef til vill fyrst og fremst til aukins hreyfanleika og þeirrar tilfinningar fólks að heimurinn sé á einhvern hátt að skreppa saman. Það er með öðrum orðum ekki einungis um að ræða samtengt hagkerfi og aukið flæði fjármagns, heldur einnig aukinn hreyfanleika fólks, hluta, ímynda og tækni og þekkingar sem á sér stað. Á sama tíma hafa andstæður í tilveru fólks orðið skarpari, bilið á milli ríkra og fátækra breikkar og á meðan að hreyfanleiki sumra eykst er kyrrstaða annarra staðfest. Tveir megin hugmyndastraumar um inntak hnattvæðingar hafa verið áberandi á síðustu árum (Giddens, 1999; Giddens og Hutton, 2000). Annars vegar er lögð áhersla á þá hugmynd að í rauninni hafi ekki svo mikið breyst frá fyrri tímum, hnattvæðing sé nánast orðin tóm. Bent er á að utanríkisverslun sé hlutfallslega ekki mikilvægari nú en oft áður og ríki byggi enn á innanríkisviðskiptum. Hnattvæðing er tengd við uppgang hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem hefur lagt hagræn gildi til grundvallar samfélagi og menningu og hefur að sumra mati orðið að viðurkenndum sannleika í vestrænu samfélagi (Bourdieu, 1998a; Hirst og Thompson, 1996; Swyngedouw, 2000). Hins vegar er þeirri skoðun haldið á lofti að hnattvæðing hafi í för með sér

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.