Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 9

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 9
9 tengslanet sér til hagsbóta. Sjálfsmyndarvídd vísar til sköpunar og endursköpunar sjálfsmynda í „hnattsvæddu“ (e. glocalized) samhengi. Eins og áður hefur komið fram snýr hnattsvæðing ekki síst að einstaklingum og daglegu lífi fólks. Ein forsenda virkrar hnattsvæðingar er að fólk geti byggt upp merkingarbærar sjálfsmyndir við breyttar aðstæður, fundið sér stað og merkingu. Hugtakið bjargráð er tæki til að greina mismunandi aðferðir fólks til að takast á við breytingar. Þessi skipting bjargráða í þrjár víddir þjónar fyrst og fremst til aðgreiningar á mismunandi þáttum sem koma við sögu í aðferðum fólks til að takast á við aðstæður sínar. Í mismunandi samhengi eru víddirnar misáberandi og það er mikilvægt að undirstrika að þær skarast allar í daglegu lífi fólks. FÉLAGSLEGUR AUÐUR Félagslegur auður er margslungið og umdeilt hugtak sem hefur verið notað í ólíkri merkingu í mismunandi samhengi. Forsenda greiningar á mikilvægi félagslegs auðs í staðbundinni þróun er að ganga út frá því að hagkerfi samfélaga sé samofið félagslegum tengslum og sé þannig háð félagslegri formgerð samfélaga. Út frá þessari kennisetningu er hægt að taka tillit til áhrifa félagslegra aðgerða einstaklinga og formgerðar á hagræn ferli í samfélögum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera nánari grein fyrir þeim skilningi sem ég legg í hugtakið auð (e. capital) hér á eftir. Ég byggi á umfjöllun Bourdieus (1986; 1998b) um mismunandi gerðir auðs. Að mati Bourdieus er auður uppsöfnuð vinna, efnisleg eða líkömnuð (e. embodied). Auður býr í hlutgerðum og huglægum formgerðum veruleikans og liggur skipulagi samfélagsins til grundvallar3. Auður kemur þannig reglu á samfélagið. Ef ekki væri auður væri samfélagið svipað rúllettu þar sem allir þátttakendur hefðu sömu möguleika frá byrjun og hvert atvik væri sögulega sjálfstætt og óháð fyrri atvikum. Það tekur tíma að búa til og safna auði en hann hefur eiginleika til endursköpunar og býður því upp á mögulegan hagnað. Umfjöllun Bourdieus um auð þjónar fyrst og fremst sem myndlíking til að skýra gangverk samfélagsins. Það verður að varast að taka orð hans of bókstaflega á þann hátt að líta ávallt á auð sem stöðuga efnislega eign. Auður er afurð tengsla og er í sumum tilfellum líkari ferli en formi eða fasta. Það á til dæmis við um félagslegan auð. Bourdieu skilgreinir félagslegan auð sem: 3 Hlutgerðar og huglægar formgerðir vísa til skipulagningar samfélagsins og þess hvernig við lærum að skynja það. Ákveðin merking býr í hlutum og efnislegri uppbyggingu þjóðfélagsins. Hún mótar huglæga skynjunarhætti okkar en er á sama tíma mótuð af þeim (skynjunarháttunum) í gagnvirku ferli.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.