Rit Mógilsár - 01.03.2004, Page 11
11
formlegum viðtölum. Lögð er áhersla á að nálgast skilning og upplifun
viðmælenda á rannsóknarefninu í stað þess að leiða viðtalið að fyrirfram
ákveðinni niðurstöðu.
Etnógrafískar rannsóknaraðferðir hentuðu rannsókn minni vel þar
sem ætlunin var að grafast fyrir um hvernig fólk upplifði og tækist á við
samfélagslegar breytingar. Ég vildi heyra raddir fólksins sjálfs, hvað
þeim finnst mikilvægt og hvað þeim finnst skynsamlegt.
Skipta má rannsóknarvinnu minni í tvo þætti. Annars vegar kynnti
ég mér fyrirliggjandi gögn og kenningar og hins vegar gerði ég
vettvangsrannsókn þar sem ég tók opin viðtöl og gerði
þátttökuathuganir. Tvær (tengdar) ástæður urðu til þess að ég valdi að
gera rannsókn í Fljótsdal og á Fljótsdalshéraði. Annars vegar er svæðið
í sögulegu ljósi sveit þar sem sauðfjárbúskapur hefur verið ein
meginstoð atvinnulífsins og þrátt fyrir samdrátt í landbúnaði skiptir hann
enn töluvert miklu máli í staðbundnu hagkerfi svæðisins5. Hins vegar
hefur sauðfjárrækt gengið í gegnum miklar þrengingar á síðustu 20
árum, bæði vegna sjúkdóma og framleiðslutakmarkana og virtist mér
sem utanaðkomandi áhorfanda að fólki á svæðinu hefði gengið vel að
takast á við þær þrengingar.
Gagnasöfnun fór aðallega fram á tímabilinu september 2000 til
nóvember 2001. Alls voru tekin 22 viðtöl og gerðar þrjár
þátttökuathuganir. Viðmælendur eru alls 29, níu konur og 20 karlar.
Flest viðtölin (12) voru tekin við íbúa í Fljótsdal en tíu viðtöl voru tekin
við aðra sem tengjast annaðhvort svæðinu eða rannsóknarefninu á einn
eða annan hátt. Þar má nefna embættismenn í stjórnkerfi
landbúnaðarins, ráðunauta, sveitarstjórnarfólk og aðila sem vinna að
nýsköpun á Austurlandi.
Rétt er að taka fram að öllum þátttakendum eru gefin gervinöfn og
í sumum tilvikum er starfsheitum þeirra og kyni breytt. Þetta er gert til að
halda trúnað við viðmælendur. Þó að sumir hafi verið tilbúnir til að koma
fram undir réttu nafni var jafnt yfir alla látið ganga. Úrvinnsla
etnógrafískra rannsókna er tímafrek. Öll viðtölin voru tekin upp á
segulband og þau síðan afrituð nákvæmlega. Í þátttökuathugunum
fylgdist ég með því sem fram fór og skráði eins ítarlega og mér var unnt
strax og heim var komið. Að þessu loknu voru gögnin ítrekað lesin á
markvissan hátt og ákveðnir þræðir eða þemu dregin út sem
niðurstöðurnar byggja á.
Eftirfarandi umfjöllun er byggð á samræðum við viðmælendur
mína og þátttökuathugunum með þeim, nema annarra heimilda sé getið.
Ég vil þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að ræða við mig. Án þeirra
hefði þessi rannsókn ekki orðið að veruleika. Ég vil vekja athygli lesanda
á því að ég vitna beint til orða viðmælenda minna. Eins og gengur í
5 Árið 1997 féllu 11% ársverka í Austur – Héraði í flokk landbúnaðar (Austur - Hérað, 2001).