Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 12

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 12
12 talmáli slæðast stundum inn aukaorð og málvillur sem eiga ekki heima í ritmáli. Ég ákvað hins vegar að breyta í engu málfari viðmælenda minna og bið ég lesendur að sýna því skilning. Allar rannsóknarniðurstöður eru á mína ábyrgð. 5 BREYTINGAR OG BJARGRÁÐ UMHVERFI SAUÐFJÁRRÆKTAR Hér er varpað ljósi á utanaðkomandi þætti sem hafa áhrif á aðstæður fólks í Fljótsdal og þau bjargráð sem það hefur úr að velja. Ég byrja á að rekja þær breytingar sem hafa orðið á stöðu sauðfjárbænda og því reglukerfi sem þeir hafa unnið í frá 1979 þegar fyrstu tilraunir til framleiðslustýringar hófust. Því næst er gerð grein fyrir rekstrarumhverfi greinarinnar og tengslum þess við byggðastefnu stjórnvalda ásamt framtíðarhorfum atvinnugreinarinnar. Umfjöllun þessa kafla er byggð á viðtölum við fólk úr stjórnkerfi landbúnaðarins. Hér er um að ræða aðila frá Bændasamtökum Íslands, Landbúnaðarráðuneytinu, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Landssamtökum sauðf járbænda og leiðbeiningarþjónustu Bændasamtakanna. Það má því segja að fjallað sé um þær breytingar sem sauðfjárbændur hafa orðið að takast á við út frá sjónarhóli þeirra sem standa að nokkru utan reglukerfisins. Þó að allir viðmælendur mínir séu tengdir landbúnaði og vinni sumir hverjir við stjórnkerfi sauðfjárræktar er daglegt líf þeirra ekki háð reglum kerfisins eða breytingum á þeim. Hagrænar breytingar í hnotskurn Sauðfjárbændur eru náttúrlega afskaplega bognir margir… Þjökuð stétt….Til lengdar geta menn náttúrlega ekki stundað atvinnugrein sem framleiðir vöru sem ekki selst (Örn Bjarnason, Bændasamtökunum). Þessi orð draga saman stöðu sauðfjárbænda og þann vanda sem sauðfjárrækt stendur frammi fyrir. Árið 1985 var dilkakjötsframleiðsla tæp 10.800 tonn og meðalneysla á mann var 43,4 kíló. Árið 2001 voru framleidd rúm 8.600 tonn af kindakjöti og meðalneyslan var 23.8 kg (Bændasamtök Íslands, 2002; Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997). Sauðfé var flest á landinu í kringum 1980, á milli átta og níu hundruð þúsund og framleiðslan var mest árið 1978 eða rúm 13.000 tonn. Til samanburðar var fjárfjöldi á landinu árið 2001 um 470.000. Þrátt fyrir stórfelldan samdrátt í framleiðslu og neyslu kindakjöts

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.