Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 15

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 15
15 framleiðslustýringu voru loks tekin upp með breytingu á framleiðsluráðs- lögunum árið 197911. Framleiðsluráðslögin voru síðan afnumin árið 1985 og svokölluð Búvörulög voru sett í stað þeirra. Verð búvara var enn miðstýrt en helsta breytingin fyrir bændur var sú að Landbúnaðarráðuneytið og Stéttarsamband bænda gerðu samning sem tryggði framleiðendum fullt verð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, svokallaðan fullvirðisrétt. Útflutningsbætur voru um leið lækkaðar stig af stigi og var markmiðið að þær yrðu 4% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar árið 1990. Það fjármagn sem losnaði þar um var nýtt til að efla nýsköpun til sveita. Framleiðendur voru þó enn sambandslausir við neytendur (Karl Benediktsson, 2001; Vigdís Jónsdóttir, 1992). Að lokum var hvorki samfélagslegur né pólitískur vilji til að halda útflutningsbótakerfinu við lýði. Tilraunir til framleiðslustýringar báru ekki þann árangur sem til var ætlast. Árið 1991, í tengslum við svokallaða þjóðarsáttarsamninga á almennum vinnumarkaði, var gerður sauðfjársamningur sem hafði miklar breytingar á umhverfi sauðfjárræktar í för með sér. Útflutningsbætur voru afnumdar og niðurgreiðslum sem áður runnu til afurðastöðva var breytt í svokallaðar beingreiðslur. Það þýddi að bændur fengu beinar greiðslur frá ríkinu fyrir það magn kindakjöts sem áætlað var að seldist á innanlandsmarkaði. Á sama tíma lagði ríkið fram fjármagn til að kaupa framleiðslurétt af bændum til að fækka framleiðendum (Guðmundur Stefánsson, 1998; Sjömannanefnd, 1991). Og bændur auðvitað gerðu þetta til þess að halda friðinn. Þeir voru komnir í þá stöðu að verða að beygja sig í duftið í raun og veru, það má líta á þetta sem einskonar nauðungarsamning (Örn, Bændasamtökunum). Þessi samningur hafði mikinn framleiðsluniðurskurð í för með sér. Niðurskurðurinn var ekki byggðastýrður, heldur féll jafnt á alla framleiðendur. Útflutningur gaf ekkert í aðra hönd og framleiðsla sem féll utan greiðslumarks var verðlítil. Bændur sátu eftir með mun minni framleiðslu, sama fastakostnað og þar af leiðandi mun lægri laun. Með búvörusamningnum árið 1991 var rekinn endahnútur á aðgerðir sem hófust með setningu Búvörulaganna 1985 þegar loks var tekið á uppsöfnuðum vanda greinarinnar af alvöru. Viðmælendur mínir rifja upp að á níunda áratugnum hafi hefðbundinn landbúnaður þurft að þola mjög harkalega og jafnvel rætna gagnrýni. Bændum var lýst sem afætum og jafnvel aumingjum. Viðmælendur mínir sögðu þetta viðhorf 11 Það er rétt að undirstrika að útflutningsbótakerfið í sjálfu sér skapaði ekki vanda bændafólks. Framkvæmd kerfisins hér á landi, sem stjórnvöld báru ábyrgð á, ásamt óðaverðbólgu innanlands og breyttra markaðsaðstæðna erlendis réðu úrslitum.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.