Rit Mógilsár - 01.03.2004, Page 18

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Page 18
18 byggðastyrkja. Að hans mati er það meginástæða þess að þjóðin sætti sig við að láta svo mikið fjármagn sem raun ber vitni í þennan málaflokk. Eiríkur (Landbúnaðarháskólanum) hefur svipaða sýn á málið. Hann telur að megin rót vandans sem sauðfárrækt glímir við í dag sé að framleiðslutakmarkanir voru ekki byggðastýrðar frá upphafi. Stjórnmálamenn hafa ekki treyst sér til að stýra niðurskurði í sauðfjárrækt og það hefur þýtt flatan niðurskurð sem hefur veikt stöðu greinarinnar allrar. Hann tók skýrt fram að það væri ekki hægt að ætlast til að bændur eða Bændasamtökin hefðu frumkvæði að byggðastýringu þar sem þetta væri ekki stéttarmál í sjálfu sér heldur byggðamál. Í hans huga eru beingreiðslur fyrst og fremst greiðslur til samfélagsins til styrkingar ákveðnum byggðum. Arnar (Landssamtökum sauðfjárbænda) sagði að eins mætti líta á beingreiðslur sem stuðning við neytendur. Byggðasjónarmiðin skipta þó einnig máli og hann sagði: En auðvitað styður þetta byggðirnar líka og ég býst við að á þeirri forsendu hafi okkur [sauðfjárbændum] tekist að ná því fjármagni inn í sauðfjársamning núna síðastliðinn vetur, sem raun varð á… með því að höfða til byggðasjónarmiða. Forsenda ríkisins fyrir beingreiðslum til bænda virðist því að mörgu leyti vera byggðarök. Sauðfjárrækt hefur verið beintengd byggðastefnu stjórnvalda. Þegar sala á greiðslumarki verður frjáls er því hægt að kaupa styrki sem eru að einhverju leyti byggðastuðningur og færa þá til og frá einstökum byggðum. Þar af leiðandi virðist forsenda fyrir því að tengja sauðfjárrækt og byggðastuðning vera brostin. Mjög líklegt er að bú á ákveðnum svæðum stækki og þar af leiðandi færast beingreiðslurnar til færri og stærri framleiðanda. En hvaða leiðir er þá hægt að fara til að losa sauðfjárrækt úr þeirri klemmu sem hún er í, þar sem hún á annars vegar að lúta lögmálum markaðarins og hins vegar að þjóna sem byggðameðal? Í máli viðmælenda minna komu fram þrjár mögulegar leiðir til að leysa þá klemmu sem sauðfjárrækt og byggðastefna virðast vera í. Það er að taka upp byggðastyrki, byggðastýrða framleiðslustyrki eða markaðstengingu með framleiðslustyrkjum. Umræða um byggðastyrki án tengsla við einstakar atvinnugreinar er að gerast háværari innan stjórnkerf isins. Snorri (Landbúnaðarráðuneytinu) talaði um að það biði landbúnaðarins að fara í gegnum umræðu um endurskilgreiningu á atvinnugreininni í heild sinni. Í þessu sambandi er vísað til fjölbreytts hlutverks landbúnaðarins. Það vísar til þess að landbúnaður er annað og meira en frumframleiðsla matvæla. Hann hefur menningar-, sögu- og félagslegt gildi. Út frá þessu er erfitt að taka einhverjar sérstakar atvinnugreinar til hliðar og styrkja

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.