Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 19

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 19
19 sérstaklega. Sigurður nefnir til dæmis að það er ekkert í sjálfu sér sem segir að það ætti frekar að styrkja kindakjötsframleiðslu en aðra framleiðslu. Afurðirnar eru ekki sérstakar í sjálfu sér. Því ætti að velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að styrkja fólk til búsetu án tillits til hvað það tekur sér fyrir hendur. Svipaðar hugmyndir hafa komið fram í skýrslum Byggðastofnunar (sjá t.d. Byggðastofnun, 1999) þar sem bent hefur verið á möguleika á skattaívilnunum og afskriftum námslána fyrir íbúa ákveðinna svæða. Byggðastýring framleiðslustyrkja gengur ekki eins langt að því leyti að beingreiðslur (eða framleiðslustyrkir í annarri mynd) myndu enn vera notaðar til byggðastuðnings. Þá fengju framleiðendur hins vegar misháar greiðslur eftir búsetu. Það er ljóst að samtök bænda gætu ekki tekið undir þessa leið. Pólitísk sátt yrði ekki um að gera upp á milli félagsfólks með þessum hætti. Það sama á við fulla markaðstengingu greinarinnar sem myndi í raun þýða að stór hluti sauðfjárræktar yrði lagður niður. Af viðmælendum mínum hallaðist Arnar (Landssamtökum Sauðfjárbænda) helst að þeirri leið: Það gengur ekkert upp ef við ætlum að reka sauðfjárrækt sem einhvern félagspakka sko…við verðum að reka þetta á arðssemissjónarmiðum þar sem við lifum ekkert af félagslega þættinum. Að hans mati verður að koma sauðfjárrækt út úr byggðakerfinu og inn í markaðshagkerfið ef það á að takast að efla hana sem atvinnugrein. Þrátt fyrir markaðsvæðingu greinarinnar er ljóst að hún mun þurfa framleiðslustyrki nema neytendur séu tilbúnir að borga mun hærra verð fyrir afurðirnar. Sauðkindin er ekki hagkvæmur kjötframleiðandi miðað við til dæmis svín og mun ávallt eiga undir högg að sækja ef styrkja nýtur ekki við í einhverju formi. Arnar sér fyrir sér að bændur fái greiðslur í samræmi við magn og gæði framleiðslunnar. En hvað þá með byggðirnar? Opinber byggðastefna stjórnvalda hefur verið rekin í gegnum Byggðastofnun. Löngum hefur starf hennar einkennst af „ slökkviliðsaðgerðum“ þar sem fyrirtæki í vanda hafa fengið fyrirgreiðslur og lán. Á tíunda áratugnum varð ákveðin stefnubreyting í starfsemi Byggðastofnunar og nýjar markaðsvænni áherslur voru teknar upp (Byggðastofnun, 1998, 1999). Þar er lögð höfuðáhersla á að efla frumkvæði og framtak heimafólks, „að hjálpa fólki þar [á landsbyggðinni] að hjálpa sér sjálft, en ekki aðeins að taka við hlutunum frá öðrum (skáletrun höfundar) (Byggðastofnun, 1999, bls. 25). Í skýrslum Byggðastofnunar koma ýmsar áhugaverðar hugmyndir fram, en hins vegar hefur skort á framkvæmdir. Byggðastofnun hefur ekki frekar en aðrir aðilar sem tengjast málinu nein úrræði fyrir þau sem myndu missa

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.