Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 22

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 22
22 tóku í sama streng. Indriði segir í þessu sambandi: [Sauðfjárræktin] hún stendur ekki undir neinum fjárfestingum eða neinu... Maður getur ekki gert neitt. Að laga girðingu það getur verið meiriháttar mál.... Allt sem þú gerir það þarf að afla fjár einhvernveginn í það. Síðustu ár hafa einkennst af óvissu um áframhaldandi sauðfjárslátrun á svæðinu. Sláturhús hefur, þangað til haustið 2003, verið rekið á Fossvöllum. Þar sem vinnslu þar hefur nú verið hætt aukast erfiðleikar sauðfjárbænda á svæðinu. Bæði missa margir tímabundna vinnu við slátrun en einnig eykst kostnaður við flutning sláturfjár sem bændur kosta sjálfir. Útlitið í sauðfjárrækt á svæðinu er því ekki sérlega bjart. Eftirfarandi orð Ragnars endurspegla stöðu mála vel: Þeir sem eru í þessum búskap í dag, þeir eru í þessu nánast fyrir hugsjón held ég, fyrir að þeir hafi gaman af þessu. Fleiri bændur taka undir orð Ragnars og segja búskap með sauðfé nálgast það að flokkast undir lífsstíl. Fólk þarf enda að koma sér upp ákveðnum lífsstíl til að geta búið og gæta þess „að sníða sér stakk eftir vexti“ (Þórunn Óskarsdóttir). Eins og fram hefur komið, hefur íbúum í Fljótsdal fækkað síðustu ár. Fljótsdalshreppur er enn sem komið er sjálfstætt sveitarfélag, með 83 íbúa skráða með lögheimili þar 1. desember 2001. Fólksfækkun ásamt almennum samfélagslegum breytingum hefur haft margvísleg áhrif á svæðinu. Í viðtölum við bændafólk kom fram að fámennið hefur töluverða ókosti hvað varðar borgaralegar skyldur íbúa sveitarfélagsins. Þó að það færist enginn undan því að gegna þeim þá er fólk misvirkt þannig að oft vilja störfin lenda á þeim sömu sem fá svo á endanum nóg. Nálægðin gerir fólki líka erfitt fyrir. Þorsteinn lýsir því: Ef það á að fjalla um einhver mál sem varða íbúana þá er annar hver maður vanhæfur og þetta eru vinir og nágrannar og allt svoleiðis og þetta er náttúrlega orðið mjög erfitt þannig sko, á allan hátt. Sumir eru í mörgum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og að vissu leyti hefur þetta dregið úr annarri félagastarfsemi. Kristín Jónsdóttir og Jóhann Brandsson eru hjón á fertugsaldri sem hafa stundað búskap í um 15 ár í dalnum. Þau benda á að hefðbundinn félagsskapur eigi erfitt uppdráttar. Starf kvenfélagsins hefur að miklu

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.