Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 30
30 Vegna heppilegs loftslags og náttúrufars gengur skógrækt mjög vel á svæðinu og þannig finnst fólki skógrækt vera raunhæfur kostur. Einn viðmælandi minn sagði að búið væri að innprenta í fólk að það væri skynsamlegt að rækta tré. Því sé almennur velvilji til skógræktar á svæðinu. Þetta sé afrakstur fræðslustarfs frá Hallormsstað, eitthvað sem hafi síast inn í fólk með móðurmjólkinni. Guðrún tók í sama streng. Hún sagði skógræktarstarf fyrir tíma Héraðsskógaverkefnisins skipti höfuðmáli. Fólk vill ekki taka mikla áhættu á krepputímum eins og voru í samfélaginu við upphaf verkefnisins. Því var mjög mikilvægt fyrir fólk að sjá árangur Fljótsdalsáætlunar svart á hvítu. Hagrænar forsendur verkefnisins eru þó ekki síður mikilvægar. Grímur Erlendsson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Austurlands, segir að margt hafi breyst þegar tryggt fjármagn kom inn í dæmið með samningi við ríkið. Miklu skipti að þau laun sem fólk var að fá fyrir verktakavinnu sína voru ekki lágmarkslaun. Verkefnið var því trygg tekjuuppspretta sem munaði um í heimilishaldi fólks. Að hans mati breyttu peningarnir í rauninni viðhorfum mjög margra. Viðmælendur mínir bentu einnig á að byggðarsjónarmið hefðu haft töluvert mikið að segja í þeirri vinnu sem var lögð í að koma Héraðsskógaverkefninu af stað. Sveitirnar voru að tæmast og meðal bænda og annarra íbúa var eindrægur vilji til að breyta hlutunum eða reyna nýjar leiðir. Með þátttöku í Héraðsskógaverkefninu sá fólk fram á að geta aukið tekjur sínar af jörðunum. Ákveðnir byrjunarörðugleikar tengdust uppbyggingu verkefnisins. Sigurður segir að verkefnið hafi ekki verið skipulagt á réttan hátt. Fólk var vant starfsemi Skógræktar ríkisins sem virkaði þannig að stofnunin komst yfir land, eða fékk afhent land frá bændum og svo sá Skógræktin um framkvæmdir á því landi. Bændur litu þannig á að þeir væru búnir að afsala sér landi og komu ekkert nálægt framkvæmdunum. Svona gekk þetta fyrsta árið hjá Héraðsskógum. Öllum framkvæmdum var varpað yfir á stjórn og framkvæmdastjóra verkefnisins og Héraðsskógar réðu gríðarlegan hóp af fólki til að vinna við gróðursetningu. Það kom fljótlega í ljós að verkefnið myndi ekki ganga með þessum hætti og eftir fyrsta árið var skipulagningu þess breytt þannig að bændur og landeigendur tóku ábyrgð á framkvæmdum. Við þá skipulagsbreytingu breyttist viðhorf fólks og fleiri komu af fullum krafti í verkefnið. Eins og skýrt kemur fram í lögum um Héraðsskóga er verkefninu ætlað að styrkja búsetugrundvöll svæðisins. Vilji heimafólks til að framkvæma Héraðsskógaverkefnið virðist hafa verið eindreginn en þrátt fyrir almennan vilja stjórnvalda til að styrkja byggð voru ýmis ljón á veginum. Páll lýsir því að „á fyrstu tímum Héraðsskógaverkefnisins þá voru margir sem vildu það feigt.“ Hann sagði að það hefðu fyrst og fremst verið embættismenn í stjórnkerfinu í Reykjavík sem hafi verið tregir til að styðja verkefnið. Að hans mati björguðu stjórnmálamennirnir

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.