Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 32
32
vekur athygli hversu erfiðlega hefur gengið að fá viðurkenningu
embættismannakerfisins. Hugsanleg velgengni langtímaverkefnis
eins og þessa ræðst ekki síst af áframhaldandi þróun þess eftir
stofnsetningu og þar skipta ýmis atriði máli.
AÐ SKJÓTA RÓTUM
Nokkrir þættir virðast hafa haft mikil áhrif í þá átt að heimafólk skyldi
taka verkefninu jafn vel og raun varð á og að sá stuðningur hafi
haldist.
Þátttaka bænda og landeigenda í skipulagningu og þróun
verkefnisins er grundvallaratriði í þessu samhengi.
Héraðsskógaverkefnið er skipulagt sem verkefni bændafólks. Það
hefur sjálfsstæða stjórn og er ekki háð stjórnkerfinu í Reykjavík.
Verkefnið fær ákveðna upphæð til að spila úr og fólk á svæðinu ber
fulla ábyrgð á framkvæmdum. Sigurður segir að „…þar af leiðandi
virðist koma einhvernveginn sjálfkrafa innbyggður metnaður, að láta
þetta skila sem mestu“.
Guðrún undirstrikar að lykilatriði við gang verkefnisins sé að
stjórnun þess sé á svæðinu. Bændur hafa mjög gott aðgengi að
starfsfólki Héraðsskóga, það eru engir sérstakir viðtalstímar og fólk
getur verið það sjálft. Hún segir að það sé höfuðatriði að bændur
upplifi sig sem virka þátttakendur í framkvæmd verkefnisins. Þannig
getur fólk verið stolt af vinnu sinni og bætt land sitt. Páll segir að
skógrækt sé eins og hver önnur búgrein, yfirleitt er það þannig að sá
sem er góður fjárbóndi sé einnig góður skógarbóndi. Þau sem koma
inn í verkefnið af fullum krafti til þess að rækta skóg ná miklu meiri
árangri en þau sem vilja fá ræktaðan skóg á jörðum sínum. Guðrún
og Páll segja bæði að samskipti við bændur hafi gengið vel. Páll
segir að það séu ekki allir í einhverjum „já-kór“, og það séu heilbrigð
skoðanaskipti, en líka greinileg jákvæðni í samfélaginu. Starfsfólk
Héraðsskóga leggur áherslu á að það sé ekki að ýta fólki út í
skógrækt. Guðrún segir það hjálpa svolítið til að nánast allir
starfsmenn Héraðsskóga búa í sveit. Það minnkar enn
aðgreininguna á þeim og bændafólki, það séu eins lágir veggir á milli
þeirra og hægt er. Það að skrifstofan sé eins opin og raun ber vitni
getur þó stundum skapað álag í vinnunni. Hins vegar séu þessi
samskipti við þátttakendur í verkefninu nauðsynleg fyrir framgang
þess. Eftirfarandi orð Sigurðar draga kjarna Héraðsskógaverkefnisins
fram:
Héraðsskógar eru ekki stofnun, eða ríkisstofnun sem að
yfirtekur lönd og menn afsala sér eignahaldi. Heldur,