Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 35

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 35
35 eyðijörð að finna á Héraði. Bændafólk er sammála þessu í stórum dráttum. Þorsteinn segir engan vafa leika á því að verkefnið hafi styrkt búsetu. Hann nefnir eins og Sigurður mikilvægi þess að allt fjármagnið sem er ætlað til verkefnisins er nýtt á svæðinu, það staðnæmist þar og þannig styður það við það sem fyrir er. Anna tekur í sama streng og segir að jarðir hafi beinlínis byggst á svæðinu vegna verkefnisins. Fólk hafi möguleika á að sækja vinnu annað en búa á jörðunum og hafa einhverjar tekjur af þeim. Flestir eru á því að bændur hafi getað lengt búskapartíma sinn með því að taka þátt í skógrækt. Skógræktin hefur virkað vel með sauðfjárrækt þannig að fólk hefur náð að auka tekjur sínar og vegið upp samdrátt í sauðfjárrækt. Þó eru sumir sem nefna líka að verkefnið hafi gert fólki kleift að hætta í hefðbundnum búskap, eiga jarðirnar en vinna annarstaðar með. Þannig hefur verkefnið einnig getað stuðlað að fækkun bænda í hefðbundnum landbúnaði en um leið gert fólki kleift að halda búsetu sinni áfram á svæðinu. Umhverfi Áhrif Héraðsskóga á umhverfið eru hvarvetna fyrir augum þegar keyrt er inn Fljótsdalinn. Gríðarlegum fjölda af trjám hefur verið plantað á svæðinu, eða á bilinu ein milljón til um 1.400.000 á ári frá 1991. Það eru alltaf einhver afföll, yfirleitt um 20-25%. Nú þegar rúmlega tíu ár eru frá upphafi áætlunarinnar eru trén að verða það hávaxin að þau eru farin að setja virkilegan svip á umhverfið. Flestir eru sáttir við verkefnið þrátt fyrir mikil sjónræn áhrif en þó má heyra neikvæðar raddir inn á milli. Anna og Ragnar segja skógræktina koma til með að hafa gríðarleg sjónræn áhrif. Anna segir þess ekki langt að bíða að þau sjái bara tré, „þetta verður alveg nýtt svæði að koma hérna eftir tíu ár“. Ragnar tók fram að skoðanir íbúa séu skiptar um hversu mikið þetta breytir ásýndinni og segir að fólk sé sérstaklega að hugsa um útsýnið á fljótið. Það eru ekki allir sáttir við það. Þorsteinn segir að kannski hefði átt að huga betur að umhverfisáhrifum þegar farið var af stað með verkefnið. Það hefði ef til vill ekki verið skoðað nægilega vel hvar ætti að planta og hvar ekki, „en ég held nú samt sem áður að það sé nú auðvelt að saga þessi tré niður ef þau eru fyrir“. Indriði tekur í sama streng og segir skógræktina fullkomlega afturkræfa aðgerð. Hann segir fólk missátt, en þó séu flestir jákvæðir gagnvart verkefninu enn sem komið er. Hann býst þó við að þegar að trjánum fjölgi þá muni fleiri verða ósáttir við sjónræn áhrif verkefnisins.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.