Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 37

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 37
37 fyrir nýjungum en áður var. Hún segir að það sé jákvæður andi og fólk sé til í að prufa nýjar hugmyndir og veiti einnig sveitungum sínum meira svigrúm til þess en áður var. Aukin víðsýni og umburðarlyndi eykur hæfni fólks til að takast á við breytingar í umhverfi sínu. Páll tekur þó fram að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvort jákvæðni í samfélaginu sé eingöngu vegna skógræktarinnar og segir að það sé ýmislegt að gerast. „Það er ekki allt jákvætt, í sjálfu sér en það samt sem áður verður til þess að það verður meiri rótering á samskiptum manna af öðrum svæðum“. Sigurður sagði að þegar verkefnið hefði farið af stað þá hefði verið mikil kreppa í sauðfjárrækt og þeim sem voru viðriðnir skipulagningu og stjórnun Héraðsskógaverkefnisins hefði þótt bændur „ hnípnir“. Jafnvel þegar maður var með þeim einhversstaðar á ferð sko annað, í öðrum landshlutum þá svona voru menn bognir og vildu kannski ekki tala um hvaðan þeir voru. Að ferðast með þeim núna, þá finnst mér sko, það fer eiginlega mest fyrir Héraðsmönnum hvort sem það séu einhverjar samkomur eða menn eru á ferðinni og menn eru mjög teinréttir, stoltir af því sem þeir eru að gera (Sigurður). Hann talaði einnig um árlega veislu skógarbænda í Víðivallaskógi sem styrkir böndin á milli skógarbændanna sjálfra og segir að verkefnið hafi aukið samkennd og bjartsýni hjá fólki. Aðrir staðfestu þetta og bentu á að þegar fólk er ekki í kreppu þá er það bjartsýnna og tilbúnara til að taka meiri áhættu en ella. Héraðsskógaverkefnið hefur á margan hátt losað fólk úr tökum landbúnaðarkreppunnar á fyrri hluta tíunda áratugarins. HÉRAÐSSKÓGAR SEM SVEIGJANLEGT BJARGRÁÐ Langflestir bæir í Fljótsdalshreppi hafa einhverskonar samning um skógrækt á jörðum sínum. Yfirleitt virðist það vera fjölskyldan í heild sem tekur að sér skógræktina. Þó er ýmislegt sem bendir til þess að plöntun hvíli frekar á herðum kvenna og unglinga en girðingavinna, jarðvinnsla og skógarhögg (grisjun) er þá frekar á hendi karla. Þórunn nefnir til dæmis að unglingar og ungt fólk hafi haft tækifæri til að afla sér nokkurra tekna við plöntun á sumrin. Anna staðfestir þetta. Þegar börn hennar voru á unglingsaldri þá plöntuðu þau á sumrin og var það eina sumarvinnan sem þá bauðst. Anna segir að þetta hafi bjargað þeim tekjulega séð. Fleiri dæmi eru um að fjölskyldur hafi gerst aðilar að Héraðsskógaverkefninu fyrst og fremst til að skapa unglingum sumarvinnu.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.