Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 41

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 41
41 grundvallarþættir að árangursríkum bjargráðum. Bjargráð íbúa Fljótsdals eru mörg og ólík. Sauðfjárrækt er enn megin atvinnugrein Fljótsdælinga. Á langflestum sauðfjárbúum stundar fólk þó vinnu með þar sem sauðfjárbúskapurinn veitir ekki nægilegar tekjur til að reka heimili. Nokkuð er um að fólk búi á svæðinu en stundi ekki sauðfjárbúskap sem atvinnu. Aðstæður fólks í dag eru tilkomnar vegna ýmissa samverkandi þátta en framleiðsluniðurskurður og stórfelldur riðuniðurskurður eru miðlægir áhrifaþættir á svæðinu. Reglukerfi sauðfjárræktar og vilji fólks til að stunda sauðfjárrækt hefur markað þau bjargráð sem það hefur tekið til við. Þróun og nýsköpun í sauðfjárrækt hefur verið miklum takmörkunum háð á síðustu árum. Margir bændur hafa þó leitast við að nýta hús og aðrar fjárfestingar eins vel og kostur er jafnvel þó að hluti framleiðslunnar falli utan beingreiðslumarks. Jafnframt eru margir að vinna markvisst að því auka framleiðni skepnanna og aðlaga framleiðsluna að óskum neytenda með markvissu ræktunarstarfi. Önnur bjargráð sem má nefna eru ferðaþjónusta, aukabúgreinar, föst vinna utan heimilis og ýmis tilfallandi tímabundin störf. Ferðaþjónusta er það bjargráð þar sem allar þrjár víddir hugtaksins eru hvað skýrastar. Tveir aðilar hafa farið út í ferðaþjónustu. Án þess að fara djúpt ofan í saumana á þessum bjargráðum er í báðum tilvikum um hrein og klár nýsköpunarverkefni að ræða. Hvorki hefur verið boðið upp á hestaferðir eða gistingu í íbúðum áður á svæðinu. Bæði fyrirtækin byggja á virkjun tengslaneta bæði innan sveitar og utan. Sömu viðskiptavinirnir koma ítrekað til þeirra og hestaferðirnar eru reknar í samstarfi við stærra fyrirtæki annarsstaðar á landinu. Þannig hafa þau í báðum tilfellum náð að byggja félagslegar brýr sem treysta grundvöll rekstursins. Um leið byggja báðir aðilar á félagslegum tengslum í nánasta umhverfi sínu. Þau fá hjálp frá nágrönnum sínum og ýmiskonar aðra aðstoð í gegnum samþættuð tengslanet. Þau virkja með öðrum orðum félagslegan auð sinn. Sú ferðaþjónusta sem þau reka tengist sterklega sköpun sjálfsmyndar og ákveðinni ímynd svæðisins. Það er mikið um að veiðifólk gisti í íbúðunum og hestaferðirnar njóta hylli meðal fólks sem vill upplifa og komast í snertingu við náttúruna. Þessi dæmi sýna glögglega að tengslanet og sköpun sjálfsmyndar eru gagnvirk ferli, þau geta ekki átt sér stað í tómarúmi eða einhliða. Neytendurnir, ferðafólkið í þessu tilfelli, sækist eftir ákveðinni ímynd og/eða sjálfsmynd til að neyta. Í gegnum bjargráð sín eru ferðaþjónustuaðilarnir að selja fólki ímynd svæðisins og hluta af sjálfsmynd sinni og um leið eru þeir að byggja upp og móta sjálfsmynd sína í tengslum við svæðið. Fólk hefur leitast við að afla sér aukatekna á þann hátt að það

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.