Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 43

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 43
43 um að skógrækt gæti gengið upp með sauðfjárrækt, eru nú sammála um að þessar búgreinar eigi vel saman. Vinnsla við verkefnið hefur hingað til passað mjög vel við árstíðarbundnar vinnulotur í sauðfjárrækt. Jafnframt hefur verkefnið veitt unglingum sumarvinnu sem hefur verið af skornum skammti á svæðinu. Sveigjanleiki verkefnisins er einn höfuðkostur þess. Hver og einn landeigandi gerir samning við Héraðsskóga um framkvæmdir á sinni jörð svo að um leið og verkefnið hefur áhrif á svæðinu í heild hefur það einstaklingsbundinn sveigjanleika þannig að flestir sem vilja geta nýtt sér það. Héraðsskógar sópa því ekki öðru burt heldur kemur það sem viðbót við t.d. hefðbundinn búskap eða ferðaþjónustu. Fólk getur nýtt það til að vinna áfram á þeim grunni sem það hefur byggt, hvort sem það er sauðfjárrækt eða aðrar atvinnugreinar. Héraðsskógaverkefnið sameinar allar þrjár víddir bjargráða. Fólk vinnur að nýsköpun, byggir upp sjálfsmynd sína og ímynd svæðisins og hagnýtir tengslanet og félagslegan auð í því ferli. Verkefnið er nýsköpun á þann hátt að það felur í sér breytingar á hagrænni formgerð samfélagsins í Fljótsdal. Það byggir á tengslanetum og hagnýtingu félagslegs auðs þar sem það grundvallast á staðbundinni þekkingu og reynslu en tengist einnig utanaðkomandi þáttum – embættismannakerfinu, hinu pólitíska stjórnkerfi og sérfræðiþekkingu á sviði skógræktar. Styrkur verkefnisins felst í því að um leið og það skapar eitthvað nýtt á svæðinu þá byggir það á gömlum grunni. Þátttakendur hafa því nokkuð auðveldlega getað ofið nýsköpunarverkefnið Héraðsskóga saman við daglega reynslu sína á merkingarbæran hátt. Héraðsskógar hafa líka lagt til við sköpun sjálfsmyndar fólks og ímyndar svæðisins. Verkefnið hefur styrkt fólk í því sem það er að gera og fært líf inn á svæðið. Sumir nefna að það hafi beinlínis styrkt sjálfsmynd bændafólks. Eftir mikla erfiðleika og gagnrýni í þjóðfélaginu hafi fólk getað verið stolt af skógræktinni. Eins og fram hefur komið hefur verkefnið lagt til við ímyndarsköpun svæðisins. Fljótsdalshérað hefur að mati viðmælenda minna „græna“ áru og skógræktarverkefnið hefur styrkt þá ímynd. Sumir líta til þess sem möguleika á eflingu annarra bjargráða, t.d. ferðaþjónustu. Styrkleikar verkefnisins eru óneitanlega margir og það hefur ekki marga áberandi veikleika. Þrjú atriði má þó greina sem veikja eða geta veikt framgang verkefnisins nú og í framtíðinni. Í fyrsta lagi virðast tengsl á milli verkefnisins og stjórnkerfisins eða embættisfólks innan þess, ekki vera byggð á nægilega traustum grunni. Í upphafi voru aðilar innan kerfisins sem unnu gegn verkefninu og starfsfólk Héraðsskóga hefur fundið fyrir andstöðu frá embættisfólki við að verkefni eins og Héraðsskógar skuli ráða sér sjálft. Stjórnkerfið

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.