Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 44

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 44
44 hefur þannig ekki reynst nægilega trúverðugt gagnvart Héraðsskógum. Það hafa ekki verið nægilega traustar brýr félagslegra tengsla til staðar sem geta þjónað sem farvegir fyrir hagnýtingu félagslegs auðs. Þrátt fyrir að tengslin á milli embættismannakerfisins og Héraðsskóga hafi breyst til batnaðar á síðustu árum ber enn á titringi í samskiptum þessara aðila. Samkvæmt viðmælendum mínum leita stjórnendur verkefnisins annarra leiða ef samskipti við kerfið eru stirð, þau hagnýta önnur óhefðbundnari/óformlegri félagsleg tengsl og fara jafnvel framhjá kerfinu. Verkefnið hefur sannað tilverurétt sinn með því að ná þeim árangri sem til var ætlast. Þar sem forsendur þess eru pólitískar miklu frekar en hagrænar er mikilvægt að viðhalda pólitískum stuðningi við það. Ótraust tengslanet á milli stjórnkerfisins og Héraðsskóga getur verið veikleiki þar sem það þýðir að ekki er skýrt hvernig samskipti kerfisins við nýsköpunarverkefni sem þetta eiga að ganga fyrir sig. Ef samskipti sem þessi eru látin ráðast er hætt við því að allar tilraunir til að endurtaka leikinn, skapa önnur svipuð verkefni, verði ómarkvissar og háðar hæfni einstakra aðila til að hagnýta félagsleg tengsl við ólíka aðila eða stofnanir. Stjórnvöld verða því að leggja sig fram um að skapa áreiðanlegar og trúverðugar stofnanir og netvíddir til að auðvelda stofnsetningu og framkvæmd byggðavænna nýsköpunarverkefna sem þessa. Í öðru lagi eru umhverfisáhrif verkefnisins mikil og sumir viðmælendur mínir telja að þau komi til með að verða umdeildari þegar fram líða stundir. Ofuráhersla á eitt bjargráð getur leitt til þess að fólk sem ekki er hluti af því upplifi sig í vörn og finnist að sér sótt. Þær raddir má heyra á Fljótsdalshéraði. Verkefni eins og Héraðsskógar hafa í för með sér gagngera breytingu á landslagi. Ákvarðanir sem eru teknar í dag munu hafa áhrif á ásýnd svæðisins næstu tugi ára. Það skiptir miklu að sem flestir komi að stefnumótun og ákvörðunum um svo miklar breytingar á umhverfinu, jafnvel þó að þær séu tiltölulega afturkræfar. Sú ábyrgð hvílir jafnt á þátttakendum verkefnisins og stjórnendum þess að vinna það í sátt við umhverfi sitt, náttúrulegt og félagslegt. Í þriðja lagi má benda á upplýsingastreymi frá stjórnendum verkefnisins til bænda. Héraðsskógaverkefnið byggir á vissan hátt á þéttriðnu tengslaneti þátttakenda og stjórnenda þess. Þrátt fyrir mjög gott aðgengi þátttakenda að stjórnendum virðist það enn geta batnað. Eftir rúmlega tíu ára starfsemi er úrvinnsla skógarafurða og markaðssetning þeirra orðin meira aðkallandi en áður. Bændur sem talað var við höfðu frekar áhyggjur af framtíð verkefnisins hvað varðar markaðssetningu á skógarafurðum en stjórnendur þess sem höfðu aðrar forsendur fyrir mati sínu. Þetta undirstrikar að þátttakendur og

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.