Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 45

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 45
45 stjórnendur verða stöðugt að vinna áfram að verkefninu og halda félagslegum tengslum virkum. Þau verða að hagnýta félagslegan auð til að samþætta aðila í verkefninu og dreifa upplýsingum jafnt innan þess og utan. Félagsleg tengsl eru ekki staðnaðar formgerðir heldur virk ferli sem verður að vinna að ef þau eiga að virka sem skilvirkir farvegir upplýsinga. Í þessari ritgerð hefur verið gerð grein fyrir samfélagslegum breytingum sem íbúar Fljótsdals hafa staðið frammi fyrir, þeim bjargráðum sem þeir hafa tekið til við og ljósi varpað á hvernig fólk vinnur bjargráð og hvað skiptir máli í þeim ferlum. Að lokum er mikilvægt að undirstrika það að einstök bjargráð líkt og Héraðsskógaverkefnið leysa í sjálfu sér ekki vanda svæða eða staðbundinna samfélaga. Það er fólkið sem sameinast um að vinna að þeim sem tekur á aðstæðum sínum sjálft með aðstoð bjargráða. Þegar kemur að því að skapa árangursrík bjargráð verður að hafa í huga hvernig ætlunin er að vinna þau og hvaða þættir skipta þar máli. Það skiptir engu hversu góð hugmynd að verkefnum er ef framkvæmd þeirra bregst. Félagsleg tengslanet og hagnýting félagslegs auðs skiptir þar höfuðmáli. 8 ÞAKKIR Rannsóknin sem ritgerðin byggir á var styrkt af Nordic Research School on Local Dynamics sem er norrænt net framhaldsnema sem miðar m.a. að því að efla rannsóknir í dreifbýli á norðurslóðum. Jafnframt var rannsóknarverkefnið styrkt af Rannsóknarnámssjóði Rannsóknarráðs Íslands og Starfsmenntunarsjóði BHM. Mér var úthlutað fræðimannaíbúð að Skriðuklaustri í Fljótsdal í október 2001 og var það sérlega mikilvægt fyrir vettvangsvinnu mína. Kann ég öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Leiðbeinendur við rannsóknina voru dr. Unnur Dís Skaptadóttir, dósent við mannfræðiskor og dr. Karl Benediktsson, dósent við jarð- og landfræðiskor, og þakka ég þeim fyrir gott samstarf og leiðbeiningu. Fjölmargir aðrir aðstoðuðu við vinnu og frágang ritgerðarinnar og síðar þessarar útgáfu. Ég þakka þeim öllum. Síðast en ekki síst vil ég sérstaklega þakka viðmælendum mínum og öðrum þátttakendum í rannsókninni.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.