Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 6
SVEITARSTJÓRNIR Sveitarfélögum
landsins gæti fækkað um hátt í 20
á komandi árum gangi allar þær
umleitanir eftir sem nú eru í píp-
unum. Í dag eru þau 72 talsins.
Þrennar kosningar fara fram á þessu
ári, viðræður eru hafnar á tveimur
stöðum, sex sveitarfélög eru í val-
kostagreiningu og eitt mun senni-
lega brátt bætast við.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
lagði fram frumvarp um 1.000 íbúa
lágmark en hefur nú lagt til við
þingnefnd að það verði viðmið.
Einnig að sveitarstjórnir sjálfar hafi
frumkvæði að umræðu um að ná
markmiðinu eftir kosningar.
„Það er jákvætt ef þessar sam-
einingar ganga eftir,“ segir Sigurður.
„En ef við sitjum samt sem áður
með mörg lítil sveitarfélög, sem
hafa sömu skyldur og önnur, mun
umræðan verða áfram um hvort
sé hægt að f lytja verkefni yfir til
sveitarstjórnarstigsins.“
Einnig umræða um tvenns konar
sveitarfélög, þau sem geta fullnust-
að skyldu sinni gagnvart íbúum og
þau sem það ekki geta. „Það finnst
mér vægast sagt óheppilegt,“ segir
Sigurður, en er bjartsýnn á að íbúar
samþykki fyrirhugaðar sameining-
ar. „Sífellt f leiri gera sér grein fyrir
að þetta snýst um stjórnsýslu og það
skiptir máli að hún sé öflug.“ Nefnir
hann viðbrögð við aurskriðunum á
Seyðisfirði sem dæmi, sem og við-
brögð við faraldrinum.
Róbert Ragnarsson, hjá RR Ráð-
gjöf sem aðstoðar sveitarfélög við
sameiningarferli, segir viðhorfið
jákvæðara en áður og nefnir Skaga-
strönd þar sem kosið verður 5. júní
um sameiningu við Austur-Húna-
vatnssýslu. „Ég man eftir íbúafundi
á Skagaströnd árið 2004 þar sem
við vorum hreinlega jarðaðir,“ segir
Róbert. „Í dag er enn þá óvíst hvort
sameiningin verður samþykkt en
tónninn er mun jákvæðari og Skag-
strendingar búnir að undirbúa sig,
til dæmis með að tryggja að starf-
semi verði í ráðhúsinu í bænum.“
Sama dag verður kosið um sam-
einingu Skútustaðahrepps og Þing-
eyjarsveitar. Samfara alþingiskosn-
ingum verður kosið um sameiningu
fimm sveitarfélaga í Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. Dalamenn hafa
hafið viðræður við Húnaþing vestra
annars vegar og Stykkishólmsbæ og
Helgafellssveit hins vegar og Langa-
nesmenn ræða við nágranna sína í
Svalbarðshreppi.
Vogar, Kjósarhreppur, Vestur-
byggð, Strandabyggð, Svalbarðs-
strandarhreppur og Reykhóla-
hreppur eru í valkostagreiningu
og Vopnafjarðarhreppur gæti brátt
bæst í þann hóp.
Samkvæmt Róberti tekur ferlið
um 12 til 18 mánuði frá greiningu
til íbúakosningar og 6 til 12 mánuði
að ganga frá sameiningunni sjálfri.
Í upphafi eru staða og tækifæri
sveitarfélagsins metin og hverju
það vill ná fram. Þá tekur við sam-
kvæmisleikur til þess að sjá hvaða
nágrannar hafi sömu sýn og hvern-
ig fjárhagurinn, íbúasamsetningin
og samstarfið er nú þegar.
„Á landsbyggðinni skiptir slag-
krafturinn gagnvart ríkinu mestu
máli. Einkum í samgöngumálum,“
segir Róbert aðspurður hvert sé
algengasta markmiðið. „Einnig að
vera öf lugri í atvinnusókn til að
fjárfestar hafi meiri trú á stjórn-
sýslunni. Að sveitarfélagið geti
tekið við stórum verkefnum og
klárað þau.“ Óttinn, sem hafi leitt
til margra fallinna sameininga í
gegnum tíðina, sé hins vegar við að
missa áhrif og þjónustu, einkum
meðal íbúa á jaðrinum.
Róbert segir íbúalágmark nýs
sveitarstjórnarfrumvarps hafa
hreyft við mjög mörgum. „Ráðherra
kastaði stóru grjóti út í tjörnina og
nú eru gárurnar að berast,“ segir
hann. kristinnhaukur@frettabladid.is
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík
Sími 569-6000 - www.os.is
Ársfundur
Orkustofnunar 2021
sendur út á www.os.is
29. apríl 14:00 - 16:30
D A G S K R Á
13:45 Mæting
14:00 Ávarp ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
14:15 Ávarp orkumálastjóra
Dr. Guðni A. Jóhannesson
14:30 Orkustefna, Green Deal og áherslur hjá
Orkustofnun Danmerkur
Kristoffer Böttzauw, forstjóri Orkustofnunar Danmerkur
15:00 Áskoranir í uppbyggingu dreifikerfis raforku
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
15:15 Kaffihlé
15:20 Orkusjóður helstu áherslur
Ragnar K. Ásmundsson Ph.D. verkefnisstjóri,
Orkusjóður og orkuverkefni
15:35 Síðustu vígi jarðefnaeldsneytis á Íslandi
Sigurður I. Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
15:50 Orkan og skjölin
Þórunn Erla Sighvats, sérfræðingur, upplýsingamál,
Orkustofnun
16:00 Orkuskipti í samgöngum
Þorvaldur Bragason, verkefnisstjóri gagnamál, Orkustofnun
og Sigurður E. Hjaltason, sérfræðingur, gagnagrunnar,
Orkustofnun
16:15 Fundarlok
Fundarstjóri: Hanna Björk Konráðsdóttir,
lögfræðingur, Orkustofnun
Sex sveitarfélög í valkostagreiningu
Sameiningar sveitarfélaga eru á fleygiferð þrátt fyrir að líklegra sé að 1.000 íbúa lágmark verði viðmið frekar en skylda. Ráðherra er
bjartsýnn á að sameiningar takist en óttast þó að landið sitji uppi með sveitarfélög sem eru of lítil til að sinna öllum skyldum sínum.
■ Viðræður hafnar ■ Kosið um sameiningu í ár ■ Valkostagreing hafin eða að hefjast
Það er jákvætt ef
þessar sameiningar
ganga eftir.
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra
Ég man eftir íbúa-
fundi á Skagaströnd
árið 2004 þar sem við
vorum hreinlega jarðaðir.
Róbert Ragnars-
son, fram-
kvæmdastjóri
RR Ráðgjafar
EFNAHAGSMÁL Samtals hafa ríflega
80 milljarðar króna verið greiddir
í fjölbreyttan stuðning sem tengist
úrræðum stjórnvalda vegna farald-
ursins síðustu mánuði. Þá eru ekki
taldar með heimildir sem veittar
hafa verið til útgreiðslu séreignar-
sparnaðar og aukinnar endur-
greiðslu virðisaukaskatts vegna
ýmissa framkvæmda. Þetta kemur
fram á vef Stjórnarráðsins.
Á fimmta þúsund rekstraraðilar
og nærri fjörutíu þúsund einstakl-
ingar hafa notið stuðningsins.
Tæplega tíu milljarðar króna hafa
verið greiddir í tekjufallsstyrki sem
ætlað er að aðstoða rekstraraðila,
þar með eru taldir einyrkjar. Fjöldi
umsækjenda sem þá styrki hafa
fengið er um tvö þúsund.
Rúmir tveir milljarðar króna hafa
að auki verið greiddir í viðspyrnu-
styrki til um tvö þúsund umsækj-
enda.
Skatturinn annast utanumhald
og greiðslur vegna úrræðanna; hafa
alls borist um 4.700 umsóknir um
þau og hafa um 85 prósent þeirra
verið afgreidd.
Þá hafa tæpir 2,4 milljarðar króna
verið greiddir í lokunarstyrki.
Rúmlega 13.000 einstaklingar
fengu hlutabætur á fyrsta ársfjórð-
ungi og fór þeim heldur fækkandi
þegar leið á tímabilið og voru karlar
59 prósent þeirra sem þær fengu.
Um miðjan apríl hafa verið veittir
9,5 milljarðar króna í stuðnings- og
viðbótarlán til um eitt þúsund aðila.
Veittir hafa verið frestir á skatt-
greiðslum að fjárhæð 10,2 millj-
örðum frá því úrræðið stóð til boða.
Endurgreiðslur á virðisauka-
skatti vegna framkvæmda og við-
gerða af ýmsu tagi nema samtals
um sjö milljörðum króna. Stærsti
liðurinn, nýbyggingar og viðhald
íbúðarhúsnæðis, nemur rúmlega
fimm milljörðum. Endurgreiðslur
vegna bifreiðaviðgerða einstaklinga
nema 340 milljónum. – jþ
Yfir 80 milljarðar króna í stuðning
Hársnyrtistofur voru í hópi þeirra fyrirtækja sem loka þurfti í tvígang. Lok-
unarstyrkirnir voru meðal annarra ætlaðir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
COVID-19 Farþegar frá ellefu Evr-
ópulöndum geta ekki sótt um
undanþágu frá dvöl í sóttvarnahúsi
en löndin eru Andorra, Frakkland,
Holland, Króatía, Kýpur, Litháen,
Pólland, San Marínó, Svíþjóð,
Tyrkland og Ungverjaland.
Einnig er farþegum frá Barein,
Bermúda, Curacao, Púertó Ríkó og
Úrúgvæ gert að sæta sóttkví í sótt-
varnahúsi. Í þessum löndum hefur
nýgengni smits síðastliðnar tvær
vikur verið 700 eða meira á hverja
hundrað þúsund íbúa.
Farþegar frá sextán öðrum lönd-
um þurfa einnig að vera í sóttkví
í sóttvarna húsi en geta sótt um
undanþágu til sóttvarnalæknis. Á
þeim lista eru lönd á borð við Eist-
land, Grikkland, Tékkland, Ítalíu,
Serbíu og f leiri.
Í þessum löndum er nýgengi
smits á bilinu 500 til 699 á hverja
hund rað þúsund íbúa síðustu tvær
vikur.
Um er að ræða lægri viðmið en
boðuð voru í tilkynningu frá heil-
brigðisráðuneytinu í vikunni þar
sem lönd voru talin vera hááhættu-
svæði ef nýgengið væri 1.000 tilfelli
á hverja hundrað þúsund íbúa síð-
ustu tvær vikur. – kdi
Far þegar skikkaðir í sótt varnahús
Far þegar frá sextán löndum þurfa
að fara í sótt kví í sótt varna húsi.
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð