Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Staðan á
vinnumark-
aði er því
tifandi
tíma-
sprengja.
Ég öfunda æskuna sem nú er að komast til manns. Að velja sér sjálf í dag er eins og að panta sér kaffi á Starbucks. Þú mátt vera hvað sem er. Ég ætla að
fá einn latte „grande“, með auka skoti, möndlumjólk,
agavesírópi og súkkulaðispónum. Sjálf er ég af kyn-
slóð sem er svo einkennalaus að hún fékk ekki nafn
fyrr en á síðasta ári þegar orðinu „xennial“ var bætt
við ensku Oxford-orðabókina. Líkt og nafnið sem
okkur var gefið einkennist tilvist okkar af því sem við
erum ekki. Við erum ekki alveg „millennials“ því þótt
við kaupum avókadó í Krónunni og pöntum kraftbjór
á barnum langar okkur innst inni heldur til að smyrja
rækjusalati á súrdeigsbrauðið okkar og drekka Fosters
úr dós uppi í sófa yfir línulegri dagskrá. Við erum ekki
heldur X-kynslóðin af því að: a) Það er okkur jafnhulin
ráðgáta hvar við vorum stödd þegar Olaf Palme var
myrtur og „hver drap Lauru Palmer“; og b) Þótt Greta
Thunberg fari nett í taugarnar á okkur böggar Brynjar
Níelsson okkur meira.
Ég hef ekki hugmynd um hver ég er. Rétt eins og líf
margra þeirra sem fædd eru undir lok 8. áratugar-
ins og við upphaf þess 9. – fólks sem fór í gegnum
mótunarárin í of stórum flónelskyrtum úr Vinnufata-
búðinni með lyklakippu með mynd af Kurt Cobain
í símalausum vasanum og vasadiskó í Jansport-bak-
pokanum sem spilaði stanslaust lög um tilgangsleysi
alls ef batteríin hefðu ekki alltaf verið að klárast
– hefur líf mitt verið ein stór póst-módernísk tilvistar-
kreppa.
En þótt ég viti ekki hver ég er veit ég eitt: Ég kýs að
skilgreina mig sem kapítalista. Sem slíkur hef ég lesið
hugfangin nýleg viðtöl við mæta menn úr atvinnulíf-
inu. Í einu slíku gagnrýndi fráfarandi framkvæmda-
stjóri Domino’s á Íslandi launahækkanir síðustu
kjarasamninga og sagði sligandi launakostnað valda
því að æ fleiri fyrirtæki í veitingarekstri þyrftu að
borga laun svart. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri
Hornsteins, tók í sama streng í vikunni og sakaði
verkalýðsforystuna um að „hafna efnahagslegum
veruleika“ í kjaraviðræðum en slíkt væri „eins og að
hafna þyngdarlögmálinu“.
Ég fann til samúðar með mínum mönnum. En svo
fór krónísk tilvistarkreppan að segja til sín. Er raun-
verulega ekki hægt að halda efnahagslífinu gangandi
öðruvísi en að starfsfólk pítsustaða niðurgreiði
tvennutilboðið mitt með launakjörum sínum? Við
lifum á tímum flæðandi fjölbreytileika þar sem þú ert
ekki – eins og þegar ég var ung – það sem þú borðar
heldur það sem þú segist vera. En er ekki fulllangt
gengið að atvinnurekendur skilgreini lögbrot sem
rekstrarúrræði? Og sama hvað hagfræðingar reyna að
skilgreina sig sem raunvísindafólk verður hagfræði
alltaf félagsvísindi. Við ráðum hvort við aðhyllumst
Keynes eða Hayek en ef við ákveðum að slaufa New-
ton af því að hann var skíthæll í lifanda lífi mun eplið
ekki svífa upp á við.
Gamaldags tvíhyggja
Hinn 5. janúar árið 1914 tvöfaldaði Ford-bílaverk-
smiðjan laun starfsfólks síns. „Það er trú okkar að
jöfnuður byrji heima fyrir,“ sagði gjaldkeri fyrirtækis-
ins. Dagblaðið „The Wall Street Journal“ fordæmdi
uppátækið og sakaði Ford um að „beita lögmálum
Biblíunnar þar sem þau ættu ekki við“, og „gera efna-
hagslegt glappaskot sem jaðraði við glæp“. Á tveimur
árum tvöfaldaði Ford hagnað sinn.
Sjálfið hleypir nú hömum. Við þurfum ekki einu
sinni að vera annað hvort eða; við getum verið kyn-
segin. Samfélag okkar er hins vegar enn fast í gamal-
dags tvíhyggju, trú á að velsæld verkamannsins geti
aðeins verið á kostnað kapítalistans. En við þurfum
ekki að móta samfélagið eftir gömlum kennslubókum
í hagfræði. Þótt við hættum því myndi þyngdar-
lögmálið ekki gefa sig og við svífa bjargarlaus upp í
himinhvolfin með fokdýra pítsusneið í höndunum.
Sama hvað Þorsteinn Víglundsson segir.
Tvennutilboð í himinhvolfunum
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Getum útvegað eftirfarandi Hobby hjólhýsi
beint frá Þýskalandi.
• Excellent 620 CL
• Excellent 650 UMFe
• Excellent 540 WLU
Hjólhýsi.com
Nánari upplýsingar: Kriben@simnet.is - Sími: 8634449
Það eru að verða þáttaskil. Faraldurinn, sem hefur lamað allt samfélagið í meira en ár, er senn að baki og fram undan er tími efna-hagslegrar endurreisnar. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda hafa heilt yfir heppnast vel – beinn stuðningur í gegnum ríkisfjármálin
hefur numið 10 prósentum af landsframleiðslu – og
dregið mjög úr áhrifum áfallsins, bæði fyrir heimilin
og atvinnulífið, og þannig komið í veg fyrir hrinu gjald-
þrota. Til marks um það hefur vanskilahlutfall fyrir-
tækjalána hjá bönkunum nánast staðið í stað frá því
í árslok 2019. Vegna vægis ferðaþjónustunnar mælist
atvinnuleysið hins vegar enn um 11 prósent en það ætti
að minnka hratt þegar atvinnugreinin nær vopnum
sínum á ný síðar á árinu.
Nýtt álit frá AGS í vikunni undirstrikar þann árangur
sem náðst hefur en bendir um leið á hvað betur megi
fara nú þegar við sjáum fram úr kófinu. Sterk staða
þjóðarbúsins og ríkissjóðs, eftir að hafa nýtt góðu árin
í að greiða niður skuldir, gerði okkur kleift að halda
stórum hluta hagkerfisins í gjörgæslu á meðan far-
aldurinn hefur staðið yfir en núna þarf að fara að skipta
um takt. Í stað þess að áherslurnar séu á neyðaraðstoð
til fyrirtækja og heimila, sem þær hafa réttilega verið,
fer að verða mikilvægara að einblína á almennari
aðgerðir sem miða að því að efla samkeppnishæfni og
skapa ný störf. Eigi það að takast þarf að horfa til þess,
að mati AGS, að endurskoða vinnumarkaðslíkanið í því
skyni að tengja betur saman launaþróun og framleiðni.
Þar er mikið verk fyrir höndum.
Sögulega séð hefur Íslendingum ekki farnast að fara
að fordæmi annarra þjóða á Norðurlöndunum og semja
um launahækkanir sem taka mið af verðmætasköpun
hagkerfisins. Niðurstaðan af því er að á síðustu tveimur
áratugum hafa launahækkanir hér verið um þrefalt
meiri en á hinum Norðurlöndunum, verðbólga fjór-
falt meiri og vaxtastig fimmfalt hærra. Margt gefur til
kynna að við ætlum enn að fylgja þessari leið. Launa-
vísitalan hefur hækkað um ellefu prósent milli ára og
verðbólga fer vaxandi og mælist yfir fjögur prósent.
Hækkandi launakostnaður skiptir þar miklu, og mun
hafa enn meiri áhrif á verðlagsþróunina – og þá um leið
vexti – á komandi misserum. Vandinn er sá, eins og Þor-
steinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi
þingmaður Viðreisnar, nefndi í viðtali við Markaðinn í
vikunni, að hin nýja forysta verkalýðshreyfingarinnar
hafnar efnahagslegum veruleika. Staðan á vinnumark-
aði er því tifandi tímasprengja.
Skiptir alþjóðleg samkeppnishæfni Íslendinga
máli? Stundum mætti ætla að svo væri ekki, einkum
nú á tímum farsóttar þegar búið er að telja mörgum
trú um að þjóðin geti vel við unað í lokuðu hagkerfi
– og eina sem þurfi að ákveða sé ráðstöfun gæðanna.
Staðreyndin er sú að þótt Ísland sé eyríki þá eigum við
– fyrirtækin sem hér starfa og skapa verðmætasköpun-
ina – í harðri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og
því getum við tæpast markað okkar eigin launastefnu
óháð öðrum nágrannaþjóðum án afleiðinga. Umbætur
á þessu sviði eru forsenda meiri fjölbreytni í hagkerfinu
með nýjum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum.
Skipt um takt
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN