Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 36
Þó svo páskahretið sé enn
að stríða okkur víðast hvar
á landinu þá lýgur dagatalið
ekki. Á sumar daginn fyrsta
kom sumarísinn frá Emmessís í
verslanir og má með sanni segja
að ísinn slái sífellt meira í gegn
með hverju árinu.
Sumarísinn frá Emmessís er í
senn suðrænn og seiðandi með
frískandi mangósósu og kókos til
að ýfa upp sumarið í neytendum.
Súkkulaðibitarnir gefa svo hið
fullkomna bit með suðrænu
sveif lunni. „Sumarísinn okkar er
í hugum margra forboði sumars
og því viðeigandi að hann komi
í verslanir á sumardaginn fyrsta.
Sumarís Emmessíss kom fyrst á
markað fyrir sumarið 2013 og var
þá búið að verja löngum tíma í
þróun á uppskriftinni. Bragð og
gæði eru alltaf númer eitt, tvö
og þrjú í allri matvælaþróun hjá
Emmessís og Sumarísinn er þar
engin undantekning. Bragðið
endurspeglar að sama skapi
frískleikann og gleðina sem
fylgja sumarsólinni. Við erum
stöðugt að uppfæra og fínpússa
bragðið og satt best að segja held
ég að sumarísinn hafi aldrei verið
jafngóður og nú í ár,“ segir Pálmi
Jónsson, framkvæmdastjóri
Emmessíss.
Ísar með orðspor
Emmessís er eitt allra þekktasta
ísframleiðslufyrirtæki á Íslandi
og alls ekki að ástæðulausu enda
hefur ísinn frá Emmessís verið á
milli tannanna hjá Íslendingum
allt frá upphafi sjöunda áratugar-
ins. Ísinn hjá Emmessís er ávallt
framleiddur með gæði og bragð í
fyrirrúmi og á fyrirtækið heiður-
inn af vinsælustu ístegundum
þjóðarinnar. „Hnetutoppurinn
er og hefur klárlega verið vin-
sælastur hjá okkur í marga áratugi
en Hnetutoppur kom fyrst á
markað á þjóðhátíðardaginn árið
1968. Hnetutoppur í boxi kom
svo sterkur inn á markað í fyrra í
tilefni 60 ára afmæli Emmessíss
og hefur síðan þá deilt titlinum
„vinsælasti ísinn“ ásamt Hnetu-
toppnum sjálfum. Svo er Ísblómið
alltaf klassískt á eftirréttaborðum
Íslendinga,“ segir Pálmi.
Að sögn Pálma hefur Sumarís-
inn allajafna verið einn mest
seldi ísinn hjá Emmessís yfir
sumartímann. „Þetta er tví-
mælalaust langvinsælasti ísinn
á mínu heimili á sumrin. Ég er
mjög stoltur af Sumarís Emmess-
íss. Hann er algert ævintýri frá
upphafi til enda og það er einmitt
þannig sem góður ís á að vera,“
Sumarísinn frá Emmessís er nú
fáanlegur í f lestum matvöruversl-
unum á landinu.
Endurspeglar frískleika sumarsólarinnar
Pálmi Jónsson,
framkvæmda
stjóri hjá Emm
ess ís, segir að
Sumarísinn sé
langvinsælastur
á sínu heimili á
sumrin. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ANTON
BRINK.
Sumarísinn er
exótískur og
seiðandi með
mangó, kókos
og súkkulaði
bitum. Hin full
komna blanda í
sumar.
Stundum er þægilegt að geta
gripið í frosinn rétt, þó enginn
sé kannski sérlega stoltur af
því vali. Í dag erum við vön
því að geta gripið í þessa rétti
í hvaða búð sem er, en þeir
hefðu kannski aldrei komið til
sögunnar ef ekki hefði verið fyrir
fjall af kalkúnaafgöngum.
oddurfreyr@frettabladid.is
Hvort sem það er vegna skorts á
tíma, fyrirhyggju, orku eða hæfni
í eldhúsinu geta frosnir réttir oft
komið að góðu gagni. Frosnir
réttir litu dagsins ljós um miðbik
20. aldar og slógu í gegn með vel
heppnaðri auglýsingaherferð
sem tengdi þá við það nýjasta og
heitasta í afþreyingu, sjónvarpið.
Fyrstu frosnu réttirnir
Það var matvælafyrirtækið Swanson sem átti heiðurinn af því að frosnir
réttir slógu í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Það er ekki alveg ljóst hver fann
upp á frosnum réttum en yfirleitt
eru þeir eignaðir Swanson-bræðr-
unum, Gilbert og Clark, sem ráku
bandaríska matvælafyrirtækið
Swanson. Clarence Birdseye átti
líka sinn þátt í uppfinningunni,
en árið 1923 þróaði hann aðferð til
að pakka ferskum mat og snögg-
frysta hann. Árið 1949 voru Albert
og Meyer Bernstein svo byrjaðir
að selja frosna rétti á hólfuðum
álbökkum á svæðinu kringum
Pittsburgh í Pennsylvaníu, en það
var auglýsingaherferð Swanson-
fyrirtækisins, sem markaðssetti
frosna rétti sem „sjónvarpskvöld-
verði“ eða „TV dinner“ sem varð til
þess að frosnir réttir slógu í gegn í
Bandaríkjunum. Þaðan hafa þeir
svo breiðst út til annarra landa.
Stóra kalkúnakjötfjallið
Fyrstu sjónvarpkvöldverðirnir frá
Swanson voru lausn við vandamáli
sem fyrirtækið glímdi við. Það sat
uppi með 235 tonn af kalkúnaaf-
göngum eftir Þakkargjörðarhátíð
og leitaði því til starfsmanna sinn
og óskaði eftir hugmyndum um
hvað ætti eiginlega að gera við allt
þetta kjöt. Ein sagan segir að einn
þeirra, Gerry Thomas, hafi séð
hólfaða álbakka notaða af flug-
félaginu Pan American Airways og
kynnt hugmyndina fyrir Swanson-
bræðrum, en samkvæmt annarri
útgáfu fundu bræðurnir upp á
þessu sjálfir.
Hver sem átti hugmyndina
varð niðurstaðan sú að Swanson
pakkaði kalkúni, maísbrauðfyll-
ingu, baunum og sætum kartöflum
á álbakka og auglýstu þá sem
sjónvarpsrétti sem var hægt að
elda á 25 mínútum. Betty Cronin,
bakteríufræðingur Swanson-fyrir-
tækisins, lék líka mikilvægt hlut-
verk, en hún tryggði að innihald
réttanna gæti hitnað jafnt og að
þeir væru bragðgóðir.
35 milljón réttir á tveimur árum
Réttirnir slógu strax í gegn og
fyrsta árið seldust 10 milljón réttir
og það næsta 25 milljón réttir á
98 sent stykkið. Sjónvarpið var að
breiðast hratt út á sama tíma og
sífellt f leiri konur fóru út á vinnu-
markaðinn. Sjónvarpskvöldverðir
hittu því á hárrétt augnablik í
sögunni og svöruðu nýrri eftir-
spurn eftir fljótlegum, ódýrum og
þægilegum réttum, sem tryggði
velgengni þeirra.
Með árunum hafa frosnir
réttir svo þróast í takt við þarfir
neytenda og vinsældir þeirra hafa
vaxið statt og stöðugt. Í dag er
hægt að fá allar mögulegar mál-
tíðir í frosinni útgáfu og frosnar
máltíðir fást í öllum búðum.
Fyrstu sjónvarps-
kvöldverðirnir frá
Swanson voru lausn við
vandamáli sem fyrir-
tækið glímdi við. Það sat
uppi með 235 tonn af
kalkúnaafgöngum eftir
Þakkargjörðarhátíð.
4 kynningarblað 24. apríl 2021 LAUGARDAGURMATVÆLAIÐNAÐUR Á ÍSLANDI