Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 96
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Óttars
Guðmundssonar
BAKÞANKAR
Fyrir nokkru komu til mín hjón vegna sonar síns. „Við erum að gefast upp,“ sögðu
þau. Sonurinn var 19 ára gamall,
hættur í skóla og atvinnulaus og
sat í tölvuleikjum 16-18 klukku-
stundir í einu. Hann hafði snúið
sólarhringnum við. Öllum sínum
löngunum og metnaði virtist hann
fá fullnægt á tölvuskjánum.
„Þessir tölvuleikir eru verkfæri
djöfulsins og mannskemmandi,“
sagði maðurinn og stundi þungan,
„fullir af ofbeldi og kvenfyrir-
litningu. Hann má ekki vera að því
að sofa eða borða því að hann er
alltaf að missa af einhverju. Þetta
er orðið að skelfilegri fíkn!“
„Þetta stendur allt til bóta,“ sagði
ég spekingslega. „Íþróttahreyfing-
in er nefnilega farin að skilgreina
tölvuleiki sem keppnis íþrótt.“ „Er
þá sonur okkur íþróttamaður?“
sagði maðurinn vantrúaður. „Ég
hélt að íþróttamenn væru vel á sig
komnir andlega og líkamlega og til-
einkuðu sér heilbrigða lífsháttu.“
Ég svaraði: „Það þarf ekki að
vera. Íþróttahreyfingin er svo
hrifin af þessum nýju rafíþróttum
að hún ætlar að halda stórmót í
tölvuleikjum í vor í Laugardals-
höll og fleygja út þessu sveitta,
síkvartandi frjálsíþróttapakki.
Rafíþróttir munu fækka íþrótta-
meiðslum og spara hreyfingunni
stórfé því ekki þarf að senda lið um
langan veg. Rándýr íþróttamann-
virki verða sennilega óþörf. Kepp-
endur sitja heima með heyrnartól
og pizzusneið og orkudrykk fyrir
framan tölvuskjá og einbeita sér að
íþróttinni.“ „Verður kannski hætt
að keppa í alvöru-fótbolta?“ sagði
maðurinn hneykslaður og hissa.
„Já,“ sagði ég, „en í staðinn verður
spilaður FIFA-tölvuleikur sem er
alveg eins skemmtilegur.“
Hjónin gengu út án þess að
kveðja.
Rafíþróttir
IKEA® BAKARÍ
Verslun opin 11-20 – IKEA.is
IKEA Bakarí, Sænska matarhornið og IKEA Bistro opið 11-20