Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 26
Í AUGLÝSINGU FRÁ LÖG-
REGLUNNI ER TALAÐ UM
AÐ FATLAÐAR KONUR SÉU
Í MEIRIHLUTA ÞEIRRA SEM
VERÐA FYRIR OFBELDI EN
KÆRA EKKI ENDILEGA.
VIÐ HÖFUM OFT TALAÐ UM
HATURS- OG ÁSTARSAM-
BAND VIÐ ORÐIÐ FÖTLUN
OG HVERNIG FÓLK Á AÐ
HÖNDLA ÞANN STIMPIL
OG HVORT EIGI AÐ VERA
AÐ HÖNDLA HANN.
Vi ð v i l d u m g e f a konu m vet t va ng þar sem þær gætu verið bæði konur og fatlaðar því það var hvergi pláss fyrir
okkar tilveru,“ segir Freyja Har-
aldsdóttir, talskona Tabú og dokt-
orsnemi, en nýverið fengu þær
styrk frá félags- og dómsmálaráðu-
neytinu til að halda fjögur nám-
skeið sem eiga að styrkja aðgerðir
stjórnvalda gegn of beldi á tímum
COVID-19.
Þær Sigríður Jónsdóttir og Svava
Ingþórsdóttir hafa báðar sótt nám-
skeið hjá Tabú og segja það hafa
opnað augu þeirra og hjálpað þeim
að skilja sína eigin tilveru og gefa
upplifunum sínum nafn.
Tabú var stofnað árið 2014 af
henni og Emblu Guðrúnu Ágústs-
dóttur. Að sögn Freyju byrjuðu þær,
eins og svo margir aðrir, á Facebook
og vissu kannski ekki almenni-
lega hvað þær voru að fara út í. Svo
ákváðu þær að halda námskeið
fyrir fatlaðar konur sem fengu mjög
mikil og góð viðbrögð og fylltust
f ljótt. Þær héldu fimm námskeið á
tímabilinu 2014 til 2017 og voru þau
öll styrkt með tilfallandi styrkjum
og því aldrei útséð um hvenær
næstu námskeið gætu verið haldin.
Hún segir að í grunninn séu nám-
skeiðin hugsuð sem vettvangur
fyrir fatlaðar konur, sís og trans, og
kynsegin fólk til að koma saman,
deila reynslu, fá fræðslu um able-
isma, femínisma og að það sé talað
um ýmis málefni svo sem hvernig
fötlun hvers og eins er skilgreind.
Þá skoða þau kynverund, kynlíf,
líkamsímynd og margt f leira.
„Markmiðið er, meðal annars,
að konur fái gleraugu til að greina
betur hvað er í gangi í kringum þær.
Við höfum séð að þær konur sem
hafa komið á námskeiðin hafa sett
gleraugun upp að þeim loknum og
áttað sig á því að þær eru ekki einar
og að það sem þær upplifa er ekki
þeim að kenna. Við föttum að það
sem er erfitt í okkar lífi er f lest ekki
einstaklingsbundið, heldur kerfis-
bundið,“ segir Freyja.
Komst aldrei að rót vandans
Sigríður segir að hún hafi dottið
óvart inn á námskeið hjá Tabú en
það hafi gjörsamlega breytt lífi
hennar.
„Ég er að nálgast fimmtugt þegar
ég er að koma inn í þetta starf. Ég
er fædd fötluð kona og hef verið
að burðast með öll skilaboðin sem
hafa verið á herðum mér allt mitt líf
og alltaf bara verið að sortera úr því
sjálf,“ segir Sigríður.
Hún segir að hún hafi nær alla
ævi verið hjá sálfræðingum og
læknum en þeir hafi kannski ekki
haft skilning á því hvar rótin var
að vanlíðan hennar og þeim verk-
efnum sem hún var að takast á við.
„Þetta var þvílík opinberun að
mæta á námskeið því mig þyrsti svo
í þetta samtal. Við sem mættum á
námskeið fundum alveg fyrir því að
við vildum ekki að kvöldið endaði.
Um leið og maður fór að deila sinni
reynslu þá vorum við um leið að
greina samfélagið. Hvernig mis-
munun birtist, öráreitni birtist
og í hverju. Við sem vorum þarna
vorum að bera saman bækur okkar
um hvernig upplifunin er og hvaða
form hún getur tekið. Það var svo
of boðslega frelsandi og loksins var
maður að tala inn í rými sem bæði
skildi hvað maður var að upplifa
og hafði reynslu til að deila,“ segir
Sigríður.
Hún segir að frá því að hún hafi
verið partur af þessum hópi sé líð-
anin allt önnur. Um leið og vitn-
eskjan var komin breyttist allt.
„Það er ekki fyrr en maður sér
strúktúrinn í k ringum þek k-
inguna sem það breytist samt. Þá
getur maður gefið hlutunum nafn,
eins og öráreitni og mismunun, og
maður getur þannig skilgreint og
f lokkað reynslu sína í það sem hún
er. Það er ekki á mínum herðum
að leysa það heldur samfélagsins,“
segir Sigríður.
Samstaða fatlaðra mikilvæg
Svava segir að hennar reynsla sé
ólík Sigríðar. Hún hafi fengið grein-
ingu sem krónískur geðklofi, eða
cronic schizophrenia, þegar hún
var um tvítugt. Þá veiktist hún fyrst
og lagðist inn á Klepp.
„Ég man nú ekki af hverju ég fór
á námskeið hjá Tabú en þar fékk
ég að kynnast öðru fötluðu fólki,
en ég er skilgreind sem geðfötluð.
Þar kynntist ég alveg mögnuðum
fötluðum k venhetjum. Freyju
og Emblu, en þær eru í raun svo-
lítið kvenfyrirmyndir mínar,“ segir
Svava.
Hún segir að þær hafi opnað augu
hennar fyrir mikilvægi samstöðu
þegar vegið er að fötluðu fólki.
„Í auglýsingu frá lögreglunni er
talað um að fatlaðar konur séu í
meirihluta þeirra sem verða fyrir
of beldi en kæra ekki endilega. Því
þær eru hræddar, hræddar um að
missa þjónustu og hræddar við þá
sem beita þær of beldi. Hræddar
við hótanir geranda og hræddar
að vera ekki trúað. Og svo fá ger-
endurnir bara lítinn dóm. Þetta
er réttindabarátta fatlaðs fólks og
námskeiðin ef la fólk og styrkja.
Styrkja fólk í að standa með sér.
Það er svo gott að við á litla Íslandi
eigum svona góðar fyrirmyndir,“
segir Svava.
Freyja segir að það sé ótrúlega
góður punktur með óttann sem
fatlaðar konur upplifa og að það
hafi komið skýrt fram á námskeið-
unum.
„Markmiðið er að geta lagt til-
finningarnar á borðið og upplifa
að maður er ekki einn með þær. Við
vitum kannski að eitthvað sem við
upplifum er óboðlegt en óttinn við
að kvarta er of mikill. Það er okkar
von að í krafti hópsins minnki
óttinn og það verði auðveldara að
burðast með hann, saman. Mér
persónulega finnst, með því að
hafa verið að leiða námskeiðið, og
það hljómar kannski klisjulega, en
mér finnst ótrúlega fallegt að sjá
fólk koma saman sem þekkist ekki
og deila reynslu, sem er samt ólík,“
segir Freyja og bætir við:
„Það verður til traust og það er
svo dýrmætt þegar maður ákveður
að setja mörk eða setja fram ein-
hverjar kröfur að hafa þennan hóp
til að leita til.“
Sumar fatlanir ekki sjáanlegar
Hún segir að það megi ekki gleyma
því að fatlanir eru ótrúlega fjöl-
breytilegar og hafi mismunandi
áhrif á líf þeirra sem eru fötluð.
„Það eru rosalega miklar hug-
myndir um hvað er fötlun, eða að
þessi eða hinn sé ekki nógu fatl-
aður. Eða ef fötlunin er ekki sýni-
leg þá fái fólk ekki að skilgreina sig
fatlað. En þetta er eitt af því sem
við viljum vinna gegn. Það á ekki
bara að vera steríótýpan af hreyfi-
hamlaðri manneskju, sem er á bíla-
stæðamerkingu. Það er mikilvægt
að fólk viti að það geti allt fatlað og
langveikt fólk komið á námskeiðið.
Það skiptir engu máli hvort fólk er
með þroskahömlum, hreyfihöml-
un, geðsjúkdóma eða langvarandi
veikindi. Sameiginlega reynslan
er able-isminn og misréttið og
það tengir okkur öll saman,“ segir
Freyja.
Þær segjast sammála um að það
sé vandamál fyrir fatlað fólk að það
fær ekki að vera fatlað á eigin for-
sendum.
„Við höfum oft talað um haturs-
og ástarsamband við orðið fötlun
og hvernig fólk á að höndla þann
stimpil og hvort eigi að vera að
höndla hann. Það er svo margt
sem fólk veltir fyrir sér þegar það
þarf að skilgreina sig. Þetta er mjög
f lókið fyrir marga,“ segir Sigríður.
Freyja segir að hún og Embla
hafi oft lent í því að konur hringi
og hreinlega spyrji hvort þær séu
nógu fatlaðar til að vera með á
námskeiðinu.
„Þetta er svo sláandi reynsla.
Ég er mikið hreyfihömluð og með
sýnilega skerðingu og hef aldrei
þurft að sanna fyrir neinum að ég
er fötluð. Það var ákveðið „wake up
call“ fyrir mig að átta mig á því að í
því samhengi er ég í ákveðinni for-
réttindastöðu. Að vera með sýni-
lega áberandi fötlun sem er ekki
hægt að véfengja,“ segir Freyja.
Svava tekur undir þetta og segir
að það sé mjög erfitt að þurfa að
sanna fötlun sína.
Lengri útgáfu af viðtalinu er að
finna á frettabladid.is.
Vilja fá að vera
fatlaðar og konur
á sama tíma
Á næstu misserum verða haldin námskeið hjá félaginu Tabú sem
er ætlað að gefa fötluðum konum rými og vettvang til að ræða
sína reynslu, gefa henni nafn og fá að vera bæði fatlaðar og kon-
ur á sama tíma. Tvær konur sem hafa sótt námskeiðin segja þær
hafa breytt sýn sinni á líf sitt og skilningi sínum á eigin fötlun.
Sigríður og Svava hafa báðar sótt námskeið hjá Freyju og Emblu og segja það hafa breytt lífi sínu og hvernig þær upplifa umhverfi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa@frettabladid.is
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð