Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 18
Þó svo að ekki hafi allir haft trú á að fríblað gæti fest sig í sessi hér á landi ákváðu feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson að láta slag standa og fylgja þróuninni sem orðið hafði á mörkuðum allt í kring. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Einar Karl Haraldsson og hafa þó nokkrir sest í þann stól síðan. Fyrir tveimur áratugum þegar Fréttablaðið leit fyrst dagsins ljós var fjölmiðlaum­ hverfið vissulega allt annað en það er í dag og ber þar hæst að frétta­ framleiðsla á netinu var rétt að hefjast og var auðvitað mun fyrir­ ferðarminni en hún er í dag. Þegar kom að prentinu voru það tvö dag­ blöð sem kepptu um lesendur og auglýsendur; Morgunblaðið og DV, og var Fréttablaðið þar hrein viðbót og í frídreifingu inn á heimili lands­ manna í þokkabót. Mest lesna dagblað landsins Það tók Fréttablaðið ekki nema þrjú ár að verða mest lesna dag­ blað landsins og heldur það enn í dag þeim heiðurssessi, en rúmlega 40 prósent fólks á höfuðborgar­ svæðinu lesa blaðið daglega. Eins les um helmingur fólks á aldrinum 35 til 65 ára á því svæði blaðið dag hvern. Þegar svo kemur að hópnum 55 til 80 ára sem lesa blaðið daglega er niðurstaðan 70 prósent. Í dag heldur Fréttablaðið úti öf lugri fréttasíðu, frettabladid.is, en eftir tvö ár í loftinu er miðillinn kominn með dyggan fastagesta­ hóp, eða um 80 þúsund manns dag hvern. Útgáfa í tvo áratugi Þann 23. apríl 2001 kom fyrsta tölublað Fréttablaðsins út og má segja að þá hafi verið brotið blað í sögu fjölmiðlunar hér á landi. Frá þeim degi eru liðin tuttugu ár og er blaðið enn mest lesna dagblað landsins. Sigríður Björg Tómasdóttir var ein þeirra sem unnu að fyrsta tölublaði Fréttablaðsins. Reynd­ ar átti hún þá eftir að starfa að þeim þó nokkrum en hún var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í tólf ár. „Ég kom á Fréttablaðið af Morg­ unblaðinu en þar hafði ég verið í nokkur sumur og veturlangt þegar mín var freistað með tilboði um atvinnu á nýju blaði sem væri í smíðum. Það var mikið ævintýri að taka þátt í blaðaútgáfu frá upphafi og mikil stemning hjá okkur starfs­ fólkinu sem þarna vorum saman­ komin. Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur tími, mikið af frábæru samstarfsfólki, hasar og álag sem er gott, en sennilega í hófi því á end­ anum langaði mig til að breyta til en þá hafði ég unnið í tólf ár á blaðinu.“ Sigríður man ekki nákvæmlega hvort hún hafi mætt til starfa einni eða tveimur vikum fyrir útgáfu fyrsta blaðsins en þar slóst hún í hópinn með Steinunni Stefáns­ dóttur, Björgvin Guðmundssyni, Tinna Sveinssyni, Kolbrúnu Ingi­ bergsdóttur, Sigurjóni M. Egilssyni, Kristjáni Hjálmarssyni og fleiri, sem voru á blaðinu frá upphafi. Skýrar og skorinorðar fréttir „Gunnar Smári Egilsson, hugmynda­ smiður blaðsins, var búinn að hanna blað sem átti að vera stutt og laggott, það var mjög formfast, 24 síður og strangar reglur um uppsetningu og lengd frétta sem áttu að vera skýrar og skorinorðar. Við vorum eitthvað að safna í sarpinn á þessum undir­ búningstíma, skiptast á hugmynd­ um og tengja okkur við samfélagið. Mig minnir nú samt að framleiðsla efnis hafi aðallega átt sér stað nálægt útgáfudegi. Fyrsti útgáfudagur var vel að merkja mánudagur, en fyrsta árið eða svo kom Fréttablaðið út fimm daga vikunnar, mánudaga til föstudaga,“ segir Sigríður. Framlag Sigríðar til fyrsta tölu­ blaðsins var ýmsar stuttar fréttir. „Ég á líka í blaðinu viðtal við Kúrda, Salah Karim, sem gekk heldur illa að fá starf í samræmi við menntun en hann hafði þá búið í nokkur ár á Íslandi.“ Frétt var ekki fullsögð fyrr en hún rataði á prent Sigríður Björg var blaðamaður á Fréttablaðinu þegar fyrsta tölublaðið kom út árið 2001 og hætti ekki fyrr en tólf árum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigríður Björg, hér til vinstri, var einn þriggja fréttastjóra Fréttablaðsins árið 2006. Hér ásamt hinum tveimur, þeim Trausta Hafliða- syni og Arndísi Þorgeirsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Gekk á ýmsu í dreifingunni Aðspurð um viðbrögðin við þessari viðbót í f lóru fjölmiðla hér á landi segir Sigríður þau í minningunni vera góð. „Frá fyrsta degi lét fólk í sér heyra ef blaðið barst ekki í hús og það gekk nú reyndar á ýmsu í dreifingunni til að byrja með. Það voru líka úrtölu­ raddir, sumum þótti blaðið heldur rýrt og höfðu alls konar skoðanir á því. Svo festist það smám saman í sessi og tveimur árum eftir fyrsta tölublað, komst blaðið í fyrsta sinn yfir Morgunblaðið í lestri sem var mikill áfangi.“ Vefumhverfið stærsta breytingin Þegar Sigríður er spurð út í starf blaðamannsins og hvernig það hafi breyst á þessum tveimur áratugum nefnir hún vefmiðlana og hvernig þeir hafi styrkst á þessum árum. „Vefmiðlar voru vissulega komnir til sögunnar 2001 en þeir voru alls ekki jafn öflugir og þeir eru í dag þannig að ég ætla að segja að allt vefumhverfið, tæknin sem fylgir því og tilkoma samfélagsmiðla sé mesta breytingin sem orðið hefur á starfi blaðamannsins með tilheyrandi hraða í fréttamiðlun. Prentmiðlar voru miklu sterkari 2001 en þeir eru í dag og margir blaðamenn á því að frétt væri ekki fullsögð fyrr en hún rataði á prent. Ég hugsa að það hafi fækkað í þeim hópi.“ bjork@frettabladid.is 40% FÓLKS Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU LESA BLAÐIÐ DAGLEGA. 50% FÓLKS Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU Á ALDRINUM 35 TIL 65 ÁRA LESA BLAÐIÐ DAGLEGA. 70% FÓLKS Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU Á ALDRINUM 55 TIL 80 ÁRA LESA BLAÐIÐ DAGLEGA. Róbert Badí og Lovísa Arnardóttir. Blaðamenn við störf á fyrstu vakt í núverandi húsnæði, Hafnartorgi. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi rit- stjóri með starfsfólki blaðsins. Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri með Bergsteini Sigurðssyni blaðamanni. Blaðamennirnir Kristlín Dís og Ingunn Lára við störf á ritstjórninni í gær. Birna Dröfn og Þorvarður Pálsson. Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri Menningarblaðsins, fer yfir uppsetningu blaðsins ásamt starfsmönnum umbrotsins, Eddu Karítas og Guðlaugi. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.