Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 37
Leiðtogi kjara- og mannauðssýslu ríkisins Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðs- sýslu ríkisins til að þróa starfsumhverfi ríkisins til móts við nýja tíma. Viðkomandi þarf að hafa framtíðarsýn á þróun ríkisins sem vinnuveitanda og frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins vinnur að stefnumörkun ríkisins á sviði mannauðsmála og styður við starf samninganefndar ríkisins við gerð kjarasamninga. Kjara- og mannauðssýslan sinnir einnig stefnumarkandi ráðgjöf til ráðuneyta og stofnana á sviði mannauðs- og kjaramála og hefur eftirfylgni með framkvæmd kjara- samninga. Skrifstofan fer með málefni stjórnenda og forstöðumanna og sér um innleiðingu stjórnendastefnu ríkisins. Hún annast samstarf við samtök launafólks og launagreiðanda um launa- og kjaramál sem og umbætur á vinnumarkaði. Hlutverk skrifstofustjóra er að leiða og bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi skrifstofunnar. Í því felst stjórnun mannauðs og verkefna, stefnumótun, markmiðasetning og mat á árangri. Skrifstofustjóri er hluti af stjórnenda- teymi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og heyrir undir ráðuneytisstjóra. Við leitum að stjórnanda sem býr yfir: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt. • Þekkingu og árangursríkri reynslu af stjórnun og stefnumótun. • Leiðtogahæfileikum og framúrskarandi samskiptafærni. • Jákvæðri reynslu af breytingarstjórnun. • Skilningi á opinberri stjórnsýslu eða reynslu af störfum innan stórra skipulagseininga. • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku. Þekking og reynsla á sviði kjara- og mannauðsmála er æskileg. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf með rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna emb- ættinu. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er sérstök ráðuneytisstofnun, sbr. 17. gr. Stjórnarráðslaga og er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Um launakjör fer eftir kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri. Sótt er um starfið á starfatorg.is Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk. Fjármála- og efnahagsráðuneytið samanstendur af sjö skrifstofum auk þess sem kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Stafrænt Ísland eru hluti af ráðuneytinu. Um 100 sérfræðingar skipa starfslið ráðuneytisins. Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mann- auðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins. Upp- lýsingar um starfsemi ráðuneytisins er að finna á www.stjornarradid.is Traust og fagleg þjónusta hagvangur.is Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.