Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 10
SPÁNN Spánverjinn Alberto Sánch­ ez Gomez er nú fyrir rétti en hann er sakaður um að hafa myrt, bútað niður og borðað móður sína árið 2019. Þetta er haft eftir fjölmiðlum á Spáni. Alberto hefur sjálfur játað að hafa myrt móður sína, Mariu Sol­ edad Gomez, í íbúð þeirra í Ventas­ hverfinu í Madríd og síðar bútað hana niður. Lögreglumenn lýstu í réttarsal aðkomunni að íbúð móðurinnar þegar uppvíst varð um glæpinn. Alberto tók þá á móti þeim og sagði að móðir hans væri látin. Þegar inn var komið fundust lík­ amsleifar Mariu á víð og dreif um íbúðina. Þær voru sumar vafðar í plast, höfðu verið settar í ísskáp eða lágu matreiddar í pottum og ofni í eldhúsinu. Höfuð Mariu og hendur fundust í svefnherberginu ásamt hjarta hennar sem lá í íláti ásamt gaffli. Alberto, sem hefur fengið viður­ nefnið „mannætan í Ventas“ hefur játað að hafa eldað hluta af líkams­ leifunum, gefið fjölskylduhund­ inum hluta þeirra og sjálfur borðað aðra hluta hráa. Öðrum leifum henti hann í ruslið. Lögreglumenn segja að Gomez hafi verið mjög rólegur þegar þá bar að garði. Hann hafi talað um málið líkt og um hversdagslegan hlut væri að ræða en þó lýst yfir áhyggjum af því hvernig hundur hans hefði það. Að sögn Alberto greip hann þó aðeins til þessara ráða til að losa sig við líkið og verksummerkin. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu þar sem móðir hans hefði „gert lífið óbæri­ legt“. Í réttarhöldunum sagðist Alberto hafa heyrt raddir sem sögðu honum að drepa móður sína. Hann hefði búið á götunni eftir að Maria fékk sett nálgunarbann á hann. Verði Alberto fundinn sekur bíður hans f immtán ára fang­ elsisdómur fyrir morðið á Mariu og fimm mánuðir að auki fyrir að hafa svívirt lík hennar. arnartomas@frettabladid.is Játaði að hafa myrt og borðað mömmu sína Réttarhöld yfir hinum 28 ára Alberto Sanches Gomes standa nú yfir á Spáni. Hefur játað að hafa myrt móður sína og borðað hluta hennar. Alberto segir mannátið reyndar einungis hafa verið til að losna við líkið og verksummerki. Alberto játaði að hafa myrt móður sína í íbúð hennar í Ventas-hverfi Madríd-borgar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Höfuð Mariu Soledad Gomes og hendur fundust í svefnherberginu ásamt hjarta hennar sem lá í íláti ásamt gaffli. Rafrænn aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 17:00. Skráning er nauðsynleg og fer hún fram á heimasíðu félagsins. Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Óskað er eftir framboðum til formanns, stjórnar og nefnda. Framboð skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn og hafa greitt árgjald til félagsins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.msfelag.is. Við hvetjum félagsmenn um land allt til að taka þátt. Virðingarfyllst, Stjórn MS-félags Íslands FUNDARBOÐ Aðalfundur MS-félags Íslands H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Styrkir úr Tónlistarsjóði Umsóknarfrestur til 3. maí Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu: 1. júlí – 31. desember 2021. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Umsóknarfrestur rennur út 3. maí 2021 kl. 15.00*. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800 tonlistarsjodur@rannis.is. *Ath. breyttan lokunartíma sjóðs. INDLAND Um 332 þúsund greindust smituð af COVID­19 á Indlandi í gær og 2.263 dauðsföll voru skráð af völdum veirunnar. Það er mesti daglegi fjöldi tilfella og dauðsfalla af völdum veirunnar þar í landi síðan faraldurinn hófst. Alls hafa 16 milljónir greinst með veiruna á Indlandi og 187 þúsund látist af völdum hennar. Heilbrigðiskerfið í landinu er að þrotum komið og fjöldi spítala annar ekki eftirspurn eftir sjúkra­ r ýmum eða súrefnisbirgðum. Hæstiréttur Indlands hefur sagt að neyðarástand ríki í landinu. Sjúkrahús í Delí vöruðu í gær við því að súrefnisbirgðir þeirra væru senn á þrotum og biðluðu til stjórn­ valda um aðstoð. Fjöldi fólks hafði þá lýst yfir að vandamenn þess þörfnuðust bráðrar aðstoðar. Súrefnisgeymar hafa verið sendir með lestum í massavís til þeirra svæða sem verst eru stödd til að reyna að létta á ástandinu. Skort­ urinn er svo mikill að á sumum stöðum hefur vopnað gæslulið verið sent með til að gæta birgðanna þar sem borið hefur á þjófnaði á geym­ unum. Margir hafa tekið upp á því að f lýja stórborgirnar til að sækjast eftir sjúkraaðstoð í dreif býlinu, en læknar þar segjast hvorki eiga rými né birgðir til að taka á móti f leiri smituðum. Þá hafa líkbrennslustöðvar skipu­ lagt fjöldabrennslur sökum gríðar­ legs fjölda látinna. – atv Bágt ástand fer versnandi á Indlandi Fjöldabrennslur tíðkast nú vegna fjölda látinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Alls hafa 16 milljónir greinst með veiruna á Indlandi og 187 þúsund látist af völdum hennar. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.