Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 2
Karlinn í tunglinu? Við fyrstu sýn er sem þessi maður þrífi sjálft tunglið en ef betur er að gáð þrífur hann kúlulaga þak Ásmundarsafns við Sigtún í Reykjavík. Safnið var formlega opnað árið 1983 og er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Ásmundur fæddist árið 1893 og lést árið áður en safnið var opnað. Einstæð bygging safnsins var áður heimili og vinnustofa Ásmundar, þar eru nú ávallt til sýnis verk hans sem hann ánafnaði Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Stór sinubruni varð í Heiðmörk í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Til stendur að halda bridds- hátíð á nýjan leik í janúar 2022. Bridgesamband Íslands vinnur hörðum höndum að því að fá briddskappann Mick Jagger til að taka þátt á mótinu. thorgrimur@frettabladid.is SAMFÉLAG Ársþing Bridgesambands Íslands var haldið um síðastliðna helgi eftir ítrekaðar frestanir. Tals- verð lægð hefur verið í briddssen- unni síðasta árið vegna fjöldatak- markana og mörgum mótum hefur verið aflýst vegna faraldursins. Á ársþinginu voru þó metnaðar- fullar áætlanir viðraðar fyrir Bridds- hátíð Reykjavíkur í janúar 2022 og meðal annars stendur til að halda briddsskóla að nýju í haust með ókeypis byrjendanámskeiði fyrir 25 ára og yngri. Bridgesambandið vonast jafnframt til þess að fá enska rokksöngvarann Mick Jagger til að spila á mótinu. Jagger er kunnur briddsunn- andi og hefur fengið nasaþefinn af Íslandi á síðustu árum þar sem hann hefur drukkið íslenskt vatn á tónleikum sínum víðs vegar um heim. Meðal annars svalaði hann sér á vatni frá Iceland Glacial á tón- leikum á Kúbu árið 2016. Söngvarinn heimsfrægi kom til Íslands árið 1999. Þá sigldi hann á snekkju sinni til Ísafjarðar, þar sem hann skoðaði meðal annars sjó- minjasafnið í Neðstakaupstað og bragðaði á kæstum hákarli. Hann ku hafa spýtt kræsingunum þeim út úr sér en sjónarvottur náði að hirða munnbitann og setja í krukku til varðveislu. Mick Jagger er ekki eini mektar- maðurinn sem reynt hefur verið að fá til Íslands á briddsmót. Bridgesambandið reyndi meðal annars að ná sambandi við Bill Gates, stofnanda Microsoft, þegar hann heimsótti Ísland árið 2016 og fá hann til að sækja mótið, en hafði þá ekki erindi sem erfiði. Einnig hefur verið reynt að fá bandaríska fjárfestingakónginn Warren Buffett til að spila á bridds- mótinu. Sá af þakkaði boðið pent og kvaðst vilja ferðast sem minnst, enda kominn á tíræðisaldur. Tíminn mun leiða í ljós hvort betur heppnast með Jagger. Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambands- ins, segir að líkt og í laxveiðinni dugi ekki annað en að „kasta út góðri flugu“ til að eitthvað gerist. Jafet vonast til að slakað verði á samkomutakmörkunum áður en mótið verður haldið í Hörpu í janú- ar 2022. Mótið var stofnað árið 1984 og var þá haldið á Hótel Loftleiðum. Þá var lítið um ferðamenn á Íslandi og auðvelt að fá aðstöðu á hótelum fyrir keppnina en það hefur reynst erfiðara á síðustu árum. Jafet bendir á þann ljósa punkt á faraldrinum að það kunni að reynast auðveldara að útvega rými á næsta ári vegna fækkunar ferða- manna eins og ástandið er. n Vilja Jagger á briddsmótið Briddshátíðin var haldin í Hörpu í janúar 2019. Aðsóknin var með besta móti en ekki er þó vitað til þess að Mick Jagger hafi mætt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ef ekki er kastað út góðri flugu, þá gerist ekki neitt. Jafet S. Ólafsson vonast til þess að Mick Jagger láti sjá sig. hjorvaro@frettabladid.is VEÐUR Veðurspá gerir ekki ráð fyrir úrkomu næstu daga sem breyta muni því að jarðvegur verði áfram þurr og því er áframhaldandi hætta á sinu- og gróðureldum á því svæði þar sem óvissustig er í gildi. „Á fimmtudag og föstudag er hins vegar spáð skúrum. Sú úrkoma mun hins vegar ekki ná að bleyta upp í jarðveginum að neinu ráði,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofunni. „Það er útlit fyrir áframhaldandi næturfrost sem verður til þess að það næst ekki mikil spretta í jarð- veginn. Það eru almannavarnir sem sjá um að lýsa yfir óvissustigi og ákvörðun um að breyta því stigi,“ segir Birgir. Hann segist telja líklegt að óvissu- stigið muni gilda út vikuna hið minnsta. „Veðurfræðingar eru ekki alveg sammála um horfur svo langt fram í tímann. Það er mjög óvana- legt að það líði svona margir dagar í röð hér á landi án teljandi úrkomu,“ segir Birgir Örn enn fremur. n Lítil væta í kortunum Borgarferðir í haust Bucharest Prag Frá 79.990 kr Flórens Berlin 7.okt 30.sept 21.okt 4.nóv Í beinu flugi www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Frá og með deginum í dag er hægt að sækja nýja uppfærslu á smitrakningarappi Embættis land- læknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Rakning C-19. Með uppfærslunni nýtir appið Blue tooth-virkni til að styðja við rakningu smita. Nýja útgáfan gerir smitrakn- ingarteymi almannavarnadeildar auðveldara fyrir að rekja smit á milli aðila þegar tengsl eru ekki þekkt og því erfiðara að rekja smitið. Í tilkynningu frá landlækni segir að sem fyrr verði „enginn afsláttur gefinn á vernd persónuupplýsinga“. Enn verði gögn vistuð í símtækinu sjálfu í aðeins fjórtán daga. Bluetooth-tækni verður notuð til að reikna út fjarlægð milli tækja. Komi upp smit hjá einstaklingi með appið biður rakningarteymið um leyfi til að skoða gögn. Ef sím- inn hefur verið í minna en tveggja metra fjarlægð í 15 mínútur við annan síma með appið kemur upp tilkynning hjá eiganda þess tækis. n Auðveldara verði að rekja smit Notast verður við bluetooth-tækni til að rekja smit. 2 Fréttir 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.