Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 6
RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Hefja þarf vöktun og mæl­ ingar vegna hugsanlegra jökulhlaupa úr lóni sem hefur verið að myndast frá aldamótum við Hafrafell undir Langjökli. Með þessu gæfist tveggja og hálfrar klukkustundar fyrirvari til að bregðast við hættunni sem þá kynni að steðja að sumar­ bústaðabyggðinni í Húsafelli. gar@frettabladid.is NÁTTÚRA „Kæmi til stærra hlaups gæti skapast hætta í Húsafellsskógi og er því æskilegt að gert verði hættumat fyrir sumarbústaða­ byggðina,“ segir í skýrslu Veðurstofu Íslands og fleiri stofnana vegna mik­ ils jökulhlaups úr Hafrafellslóni við Langjökul í fyrrasumar. Jökulhlaupið sem varð úr Hafra­ fellslóni 18. og 19. ágúst í fyrra fór í Svartá og síðan í farveg Hvítár og með henni niður eftir Borgarfirði. „Hlaupvatn fyllti farveg árinnar undir Hvítárbrú hjá Húsafellsskógi en neðst í Hvítársíðu hækkaði vatnsborð um einn metra og eðja barst sums staðar upp á engjar,“ segir í skýrslunni. Dauðir laxar bár­ ust upp á engjar neðan Hraunfossa. Haft er eftir Húsfellingum að þetta sé mesta f lóð sem vitað sé um undir brúna við Kaldadalsveg. Talið sé að hlaupvatnið hafi verið 3,4 milljónir rúmmetra. Borist hafi fram verulegt magn af hlaupseti sem búast megi við að verði upp­ spretta rykmisturs og móðu um nokkurn tíma. Hafrafellslón hefur verið að myndast frá síðustu aldamótum vegna hörfunar jökulsins að því er segir í skýrslunni. „Hætta er á fleiri hlaupum úr lóninu á komandi árum og er lagt til að lónið verði vaktað að sumarlagi með athugun tunglmynda. Einnig er æskilegt að setja upp vefmyndavél og ef til vill vatnshæðarmæli við lónið þegar hlaup er talið nálgast,“ leggja sér­ fræðingarnir til. Hraði hlaupsins í fyrra er áætlað­ ur þrír til fjórir metrar á sekúndu að jafnaði frá jökli niður að Hvítárbrú við Kaldadalsveg. „Ljóst er að ekki mátti miklu muna að hætta skapaðist við Kaldadalsveg og norðarlega í Húsafellsskógi við hlaupið,“ segir í skýrslunni. „Niðurstöður benda til að um 2,5 klukkustundir gæfust til umráða til að vara íbúa og ferðafólk á Húsa­ fellssvæðinu við, ef búnaður væri til staðar við lónið sem sendi við­ vörun um leið og vatnsborð þar tæki að lækka,“ segja skýrsluhöf­ undar. Sagt er að full ástæða virðist vera til frekari vöktunar með fjarkönn­ un, vatnshæðarmælingum og vef­ myndavélum. Miðað við hlaupið í fyrra sé aðallega hætta á eignatjóni fremur en slysum á fólki. „Þó er rétt að upplýsa fólk á svæð­ inu um hættu á áframhaldandi jök­ ulhlaupum úr lóninu og að næsta hlaup kunni að geta orðið stærra en hlaupið sem hér er fjallað um,“ segja sérfræðingarnir. „Umsjónar­ menn á Húsafellssvæðinu og ferða­ fyrirtæki sem þar starfa þurfa að vita af hlauphættunni og tryggja þarf að upplýsingar geti borist skjótt milli þessara aðila og nátt­ úruvaktar Veðurstofunnar.“ Bent er á það í skýrslunni að Langjökull hafi hopað stöðugt á síðustu 25 árum. Líklegt sé að lægðin við Hafrafell sem lónið fyllti síðla sumars 2020 stækki til suðurs við frekara hop jökulsins. n Hlaup úr jökullóni ógn við Húsafell Mikil ummerki sáust í farvegi Hvítár við Kaldadalsveg. MYND/VEÐURSTOFAN Brú við Húsafellsskóg Tunga Húsafell Hvítá Svartá Geitland Svartárjökull Hafrafell Lónið Hafragil Flosagil Flosavatn Flosaskarð Geitá Sandar Meðalhraði á stóra jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni er talinn hafa verið 2 til 3 metrar á sekúndu. MYND/VEÐURSTOFAN hjorvaro@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Sólríkt hefur verið síðustu vikur, næturfrost og þurrt í veðri. Af þeim sökum hafa sinu­ og gróðureldar geisað á nokkrum stöð­ um á höfuðborgarsvæðinu undan­ farna daga og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna veðursins. Svæðið þar sem óvissustigið er í gildi nær frá Eyjafjöllum að sunnan­ verðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur verið hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Í gær brann sina og gróður á svæði á stærð við tvo fótboltavelli í Guðmundarlundi í Kópavogi og í síðustu viku var umfangsmikill eldur í Heiðmörk sem talinn er vera sá stærsti frá upphafi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að næstu dagar muni ráða því hvort rask verði á plönum bænda hvað útirækt varðar. „Fyrst og fremst höfum við auð­ vitað miklar áhyggjur af því hvað gróður er að taka illa við sér um allt land. Plön hafa ekki enn raskast hvað útirækt varðar en það fer að líða að því að svo verði,“ segir Gunn­ ar um stöðu mála. „Það er hins vegar þannig að bændur sem ætla að sá fyrir græn­ meti geta ekki beðið mikið lengur eftir úrkomu. Svo er næturfrostið að gera bændum erfitt fyrir en frostið gerir hlutina erfiðari á ökrunum,“ segir hann enn fremur. „Staðan er verst í uppsveitum Árnessýslu en þar fara 80 prósent grænmetisframleiðslu í landinu fram. Svo heyrði ég í bændum norðan heiða í dag sem segja nætur­ frostið hafa töluverð áhrif á störf þeirra,“ segir formaðurinn. „Þó svo að það sé sólríkt og þurrt er lofthitinn ekki mikill og nætur­ frostið er töluvert. Það var til að mynda níu gráða frost á Þingvöllum um helgina. Nú liggjum við bara á bæn og vonum að það fari að hlýna á næturnar og rigna á daginn,“ segir Gunnar. n Bændur orðnir áhyggjufullir yfir áframhaldandi þurrkatíð Gunnar segir bændur uggandi. thorgrimur@frettabladid.is COVID-19 Ýmsar tilslakanir á sótt­ varnareglum tóku gildi í gær. Fjölda­ takmarkanir fóru úr 20 í 50 manns, sund­, baðstöðum og líkamsræktar­ stöðvum var leyft að taka við þrem­ ur fjórðu af hámarksfjölda gesta og hámarksfjöldi þátttakenda í íþrótt­ um og sviðslistum var hækkaður úr 50 upp í 75 í hverju hólfi. Þá fór hámarksfjöldi gesta á sitj­ andi viðburðum úr 100 í 150 manns og opnunartími veitingastaða var lengdur um klukkustund. Heimilt er nú að taka á móti nýjum gestum til klukkan 22 og allir verða að hafa yfirgefið staðinn klukkan 23. Nándarregla er áfram almennt tveir metrar og grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun breytast ekki. Fá tilfelli hafa greinst utan sóttkvíar undanfarna daga sam­ kvæmt minnisblaði sóttvarna­ læknis til heilbrigðisráðherra. Í gær voru 100 manns í einangrun með virkt Covid­19 smit. Sólar­ hringinn á undan greindust tvö innanlandssmit. n Nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum 50 Fimmtíu manns mega nú koma saman í stað tuttugu áður. Barir mega nú hafa opið til kl. 23.00. 6 Fréttir 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.