Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 24
Landsliðskonan Elín Metta
Jensen hefur verið í Val alla
sína fótboltaævi. Hún á margar
dýrmætar minningar úr Val og
segir þær ekki síst tengjast liðs-
félögum og fólkinu í Val.
„Ég var tæplega 5 ára gömul þegar
ég fór á mína fyrstu æfingu hjá Val,
og ég man að hún var á malar-
vellinum. Ég man samt lítið eftir
æfingunni sjálfri en eftir þetta tók
ég nánast alltaf boltann með mér
þangað sem ég fór. Eldri systkini
mín voru bæði í fótbolta og pabbi
var mikill Valsari þannig það var
ekki beint mikil uppreisn fólgin
í því að ég skyldi ákveða að byrja
að æfa fótbolta með Val,“ segir Elín
Metta Jensen, Valsari frá fyrstu tíð
og landsliðskona í knattspyrnu.
„Það dýrmætasta sem ég á úr Val
eru minningarnar með fólkinu þar,
og þá sérstaklega liðsfélögunum.
Mér finnst ég hafa lært ýmislegt af
þeim og af sumum þjálfurum líka.
Mér finnst margar fótboltastelpur
sem ég þekki, bæði úr Val og öðrum
klúbbum, búa yfir gríðarlega mik-
illi orku og vilja til að gera hlutina
vel. Það er mjög hvetjandi að vera í
kringum svoleiðis manneskjur.“
Sætir sigrar og æskuminningar
Öll sumur æskunnar var Elín Metta
vön að fara í Knattspyrnuskóla Vals
með vinkonum sínum úr Val.
„Ég á margar góðar minningar
frá löngum sumardögum þar sem
við æfðum oft tvisvar á dag, og
kíktum jafnvel í sund eða Naut-
hólsvíkina eftir æfingar. Þetta var
oft og tíðum mikið álag en mér
fannst þetta virkilega skemmti-
legt,“ segir Elín Metta og rifjar upp
sína kærustu minningu úr Val,
þegar kemur að félags- og liðsand-
anum.
„Mér fannst mjög skemmtilegt
að fara á Dana Cup í 3. flokki. Ferð-
in var í heild sinni mjög skemmti-
leg enda margar af mínum bestu
vinkonum með í för. Það voru tveir
Römm er taugin í Val
Elín Metta segir hvetjandi að vera í kringum fótboltastelpurnar í Val sem vilji alltaf gera vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Elín Metta hér í
harðri baráttu
um boltann
með meistara
flokki Vals,
en hún leikur
einnig með
kvennalandsliði
Íslands í knatt
spyrnu. MYND/
AÐSEND
Valskórinn var stofnaður
haustið 1993. Góður andi ríkir
í kórnum og margir kórfélagar
hafa verið með frá upphafi. Kór-
inn er blandaður kór sem æfir í
Friðrikskapellu á Hlíðarenda.
Helga Birkisdóttir, formaður
kórsins, gekk til liðs við kórinn árið
2004 á sama tíma og Bára Gríms-
dóttir kórstjóri sem enn stjórnar
kórnum. Helga segir að kórinn
skipi að mestu leyti fólk sem er
tengt Val á einhvern hátt, margir
hafi æft með félaginu eða átt börn
þar. En í kórnum er líka fólk sem
hefur enga beina tengingu við Val.
„Við erum blandaður fjögurra
radda kór og æfum einu sinni í
viku, á mánudögum. Vetrarstarfið
endar svo á glæsilegum vortón-
leikum,“ segir Helga. „Við höldum
jólatónleika í kapellunni en vor-
tónleikarnir hafa undanfarin ár
verið í Háteigskirkju og þá erum
við með einsöngvara með okkur.
Við leggjum mikinn metnað í tón-
leikana og söngvararnir trekkja
að. Við höfum fengið Ragga Bjarna,
Andreu Gylfa, Diddú og Egil Ólafs-
son til að syngja með okkur svo
dæmi séu nefnd. Ragnheiður Grön-
dal ætlaði að syngja með okkur í
fyrra en það varð að setja það á ís út
af Covid.“
Stjórnandi kórsins, Bára Gríms-
dóttir, er tónskáld og hefur kórinn
sungið mikið af lögum sem hún
hefur samið en lagavalið er annars
mjög fjölbreytt.
„Svo er fastur liður á vortón-
leikunum að syngja alltaf lag eftir
Sigfús Halldórsson. Það er svona
Góður andi í Valskórnum
Helga Birkis
dóttir, formað
ur Valskórsins,
segir góðan
anda í kórnum
þrátt fyrir
heimsfaraldur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
hlutir sem stóðu upp úr: í fyrsta
lagi fórum við á geggjað diskótek
sem var haldið fyrir mótsgesti og
í öðru lagi unnum við mótið sem
var algjört æði,“ segir Elín Metta og
hlær við, sællar minningar.
Leikgleði og barátta í hávegum
Elín Metta mælir hiklaust með því
að stelpur sem hafa áhuga á fót-
bolta og því að hreyfa sig komi og
prófi að æfa með Val.
„Heilt yfir þykir mér leikgleði
og barátta einkenna þær knatt-
spyrnukonur sem ég hef spilað
með í Val. Þegar ég var yngri voru
Dórurnar tvær (Dóra María Lárus-
dóttir og Dóra Stefánsdóttir) ásamt
Margréti Láru í miklu uppáhaldi.
Ég leit líka mikið upp til Kötu Jóns,“
segir Elín Metta um fyrirmyndir
sínar úr röðum kvennaboltans í
Val.
Spurð um sætasta sigurinn segir
Elín Metta:
„Með Val er það örugglega
Íslandsmeistaratitillinn 2019 og
með landsliðinu er það sennilega
sigurinn okkar á Þjóðverjum um
árið.“
Orð séra Friðriks gott veganesti
Elín Metta lýkur þriðja ári í læknis-
fræði í vor.
„Ég get ekki sagt að ég hafi sér-
stakan áhuga á íþróttaálagi og
meiðslum, það eru aðrir hlutir í
læknisfræðinni sem mér finnst
skemmtilegri. Almennt er ég þó
frekar áhugasöm um heilbrigðan
lífsstíl og eftir rúm tuttugu ár af
nánast stanslausum fótbolta-
æfingum hef ég komist að því að
hreyfing er mjög mikilvæg fyrir
andlega og líkamlega heilsu, að
minnsta kosti í mínu tilviki.“
Hún er og verður alltaf Valsari.
„Já, römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til. Það er svo
reyndar misgaman á æfingum en
þegar Pétur Péturs og Eiður Ben
hafa vit á því að hafa reitarbolta og
spil á æfingu er yfirleitt skemmti-
legt að vera til. Annars finnst mér
heilt yfir alltaf jafn gaman að vinna
fótboltaleiki,“ segir Elín Metta.
Afmælisósk hennar til Vals á 110
ára afmælinu er eftirfarandi:
„Ég vona að Valsarar hafi orð séra
Friðriks í huga og láti ekki kappið
bera fegurðina ofurliði.“
tenging við félagið,“ segir Helga.
Annar fastur liður hjá Val-
skórnum er að syngja við athöfnina
þegar íþróttamaður Vals er valinn á
gamlársdag.
„Við höfum samt ekki mikið
verið að mæta á pallana og halda
uppi söngnum þar. En það hefur
verið rætt í gríni að við ættum að
mæta á leiki og syngja Valssöng-
inn,“ segir Helga og hlær.
Í kórnum ríkir góður andi en
æfingar hafa þó verið með heldur
óhefðbundnum hætti undanfarið.
„Vegna samkomutakmarkana
höfum við hist í minni hópum í
kapellunni þegar það hefur verið
hægt. En svo höfum við líka hist
í gegnum fjarfundarbúnað og
sungið hver í sínu horni. Það hefur
því vantað svolítið upp á þetta
félagslega sem venjulega tengist
kórstarfinu,“ segir Helga.
„Í venjulegu árferði höldum við
kórpartí þar sem mikið er sungið.
Eins hittumst við oft eftir tónleika
og borðum saman. Við höfum
haldið æfingahelgar þar sem farið
er út á land, gist, æft fyrir tónleika
og haft gaman saman.“
Helga segist hlakka til þegar
hefðbundið kórstarf getur hafist
á ný og bætir við að lokum að þau
séu alltaf tilbúin að taka á móti
nýju fólki í kórinn.
Við erum bland-
aður fjögurra
radda kór og æfum einu
sinni í viku.
Afmælisóskin er
sú að Valsarar hafi
orð séra Friðriks ætíð í
huga og láti ekki kappið
bera fegurðina ofurliði.
Elín Metta Jensen
8 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A