Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 28
VELJUM ÍSLENSKT KOMINN TÍMI Á VIÐGERÐ? bmvalla.is Við eigum réttu viðgerðarblönduna hvert sem verkefnið er, úti sem inni. Veldu umhverfisvænar gæðavörur, framleiddar fyrir íslenskar aðstæður. Smiðjuvegi 11 575-0000 Eins þáttar Polyurethane lím og þéttikítti með góðri teygju sem notað er fyrir láréttar og lóðréttar fúgur. Góð binding við flest byggingarefni s.s. timbur, flísar, steypu, málm, gler og fl. Límkítti 11FC 4 kynningarblað 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA Viðhald fasteigna er mikilvægt öllum húseigendum og að mörgu þarf að huga. Reynir Kristinsson, húsasmíðameistari og skoðunar- maður fasteigna, segir mikilvægt að grípa strax inn í ef skemmdir láta á sér kræla. Það spari hús- eigendum stórfé í viðgerðum og oft þurfi ekki mikið til. thordisg@frettabladid.is „Almennt viðhald húsa felst helst í þaki, þakrennum, gluggum og ytri kápu hússins; að passa upp á málningu, glugga og gler og halda því við,“ segir Reynir Kristinsson, húsasmíðameistari og skoðunar- maður fasteigna hjá Fasteigna- skoðun. „Ef málning er byrjuð að flagna, eða komnir eru rakablettir í veggi utanhúss, þarf að rífa það upp, gera við og mála að nýju. Eins með gluggana; að gæta þess að allt sem gluggum viðkemur sé vel og rétt unnið, að grunnað sé undir þá og þeir séu þurrir. Þá kalla dökk- málaðir gluggar alltaf á meira viðhald því dökk málning flagnar auðveldar af, hún dregur í sig meiri hita, þornar og springur fyrr. Þá þarf alltaf að hraða viðgerðum á sprungum sem myndast í veggjum utanhúss og mjög mikilvægt að ekki þrífist mosi í sprungunum, því þar sem mosi er, þar er raki.“ Ekki má mála yfir loftbólur Innanhúss þarf ekki síður að passa vel upp á glugga og sprungur í veggjum. „Á milli glerja er mismunandi loftrými og getur þá hélað inn á glugga. Þá þarf að passa að þurrka úr glugganum sem annars verður blautur, málningin flagnar af, tréverkið fúnar og ryð kemst í ramma glersins þegar það nær ekki öndun,“ upplýsir Reynir. Sjáist loftbóla á máluðum vegg innandyra, er það merki um að raki komist í gegnum múrinn. „Þá þarf að hreinsa það, opna og láta þorna í minnst tíu daga. Það er ekki nóg að pússa niður loftbóluna og mála yfir rakann því þá brýst fram ný bóla áður en varir. Því þarf alltaf að komast að uppruna vandans.“ Alltaf mikilvægt að lofta vel út Í viðhaldi fasteigna er mjög mikil- vægt að koma í veg fyrir allan raka í húsnæði. „Helsta vandamálið sem við sjáum í dag eru raka- eða myglu- blettir í loftum, þar sem kulda brú er innanhúss, en það er munur á hita og kulda. Í kuldabrúnni safn- ast fyrir sót af kertum, ló og fleira sem veldur myglu ef ekki er loftað út reglulega. Það er aðalástæðan fyrir myglu og því þarf alltaf og skilyrðislaust að opna glugga og lofta vel út,“ segir Reynir og minn- ist æskuáranna þegar foreldrar hans komu reglulega inn í herbergi til að segja honum að opna glugg- ann og viðra út innilokað óloftið. „Í dag kemur maður iðulega í herbergi krakka sem sitja dagana langa í tölvum og með lokaða glugga. Því þarf að herða á þessu með gluggana eins og í gamla daga, til að koma í veg fyrir skemmdir á húsnæði vegna myglu og brýna fyrir börnum að lofta sem mest út.“ Eftirlit með viðhaldi aðkallandi Reynir segir aldrei of oft brýnt fyrir húseigendum að passa upp á öndun í húsum sínum, hvort sem það er innanhúss eða í þaki. „Menn eru að klæða hús sín og loka fyrir öndun í þaki og þá leitar hiti upp og raki myndast í geymslu- lofti eða skriðlofti. Við það myglar og fúnar þakið og saggi myndast í því. Því er aðkallandi að láta þak anda sérstaklega vel, og það á að vera kalt í þakrýmum,“ segir Reynir. Hann leggur áherslu á gott eftir- lit með viðhaldi bygginga. „Við sjáum alltof oft heilu blokk- irnar fá ný þök og þar sem ekki eru teknar túður upp úr þakinu, og jafnvel klóaktúður eru þá settar undir þakið og inn í rýmið. Það er auðvitað ávísun á myglu, óloft og skemmdir. Fólk verður að leita sér ráðgjafar í stærri verkefnum, eins og með framkvæmdum og viðhaldi fjölbýlishúsa. Á Íslandi er ekki sama veðrátta og í Póllandi eða á Spáni og byggingarverka- menn sem vinna við húsbyggingar hér á landi gera eðlilega hlutina eins og þeir eru vanir heima. Það sjáum við oft.“ Ástandsskoðun víða skylda ytra Reynir hefur í árafjöld kallað eftir því að seljendur láti fara fram ástandsskoðun á eignum sínum áður en þær fara í sölu, eins og gert er í nágrannalöndunum. „Erlendis geta húseigendur ekki selt eignir sínar nema fá ástands- skoðun fyrst og ég tel að það ætti að vera í lögum að skylda húseigendur hér á landi til að láta skoða eignir áður en þeir selja þær. Þá liggur allt fyrir og kaupendur ganga að vottuðu ástandi eignarinnar,“ segir Reynir. Hann hefur ekki tölu á hversu mörgum stórslysum hann hefur afstýrt með því að gera ástands- skoðun fyrir þá sem eru í fasteigna- leit. „Ég mæli alltaf með ástands- skoðun, sérstaklega í eldri húsum. Með nýjum eignum heldur bygg- ingarstjóratrygging í fimm ár og þótt fólk fari með frænda sinn sem er smiður að skoða eldri eign er ábyrgðin þeirra og það fær ekki skýrslur um ástandið. Leikmenn eiga ekki gott með að glöggva sig á ástandi eigna né hvernig viðhaldi hefur verið háttað, eða gríðar- legum kostnaði sem felst í því sem getur komið óvænt upp á, en með ástandsskoðun hverfa þessi vanda- mál í afsali og í 90 prósentum til- vika veit fólk hverju það tekur við.“ Gott viðhald gefur vel af sér Ástandsskoðun er byggð á sjón- mati, nema þess sé óskað að nánari skoðun fari fram. „Augað nemur til dæmis ekki raka eða myglu undir parketi, en ég get séð ef mygla er komin upp um kverklista og ef hiti eða kuldabrú og raki er undir með hitamyndavél. Við sjáum ótrúlegustu hluti og þótt ekki sé hæg að staðfesta myglu nema að rífa upp gólfefni getum við upplýst kaupendur um að slíkt kæmi ekki á óvart. Fólk þarf alltaf að staldra við og hugsa. Sjá til dæmis hvort búið sé að kítta í glugga og mála yfir, eða hvort gluggar séu fúnir. Það er einfald- lega ekki hægt í hraða dagsins að skoða aðeins eina íbúð og ætla sér að kaupa hana á staðnum,“ segir Reynir. Dýrustu eign húseigenda þurfi að gæta vel og oft þarf ekki mikið til. „Fólk er til dæmis alltof latt við að hreinsa rusl úr þakrennum sem veldur því að vatn flæðir út fyrir og veldur skemmdum á húsinu, ryði, sprungum og skemmdum á málningu. Það eitt að nenna að hreinsa lauf úr rennunni getur því sparað milljóna viðgerð seinna meir. Því ættu húseigendur alltaf að reyna að laga áður en ástandið versnar. Og eins og með bílinn þarf að þrífa húsið, skola af því drullu, laga, bletta og mála. Ef viðhald er gott færðu meira fyrir húsið og sparar stórfé í viðgerðir.“ Ástandsskoðun ætti að vera skylda fyrir sölu fasteigna Reynir Kristinsson húsasmíðameistari hefur komið í veg fyrir mörg slys með ástandsskoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.