Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 42
Á 110 ára afmæli Knattspyrnu-
félagsins Vals hefur aðalstjórn
ákveðið að útnefna fjóra ein-
staklinga sem heiðursfélaga.
Nafnbótin „Heiðursfélagi í
Knattspyrnufélaginu Val“ er
æðsta viðurkenning sem veitt er
félagsmönnum.
Fram til þessa hafa fjórtán ein-
staklingar hlotið útnefninguna en
fyrstu heiðursfélagarnir voru séra
Friðrik Friðriksson og Guðbjörn
Guðmundsson. Þeir voru útnefndir
þann 11. maí 1931.
Á 100 ára afmæli félagsins bætt-
ust þrír heiðursfélagar í hópinn; Jón
Gunnar Zoëga, Pétur Sveinbjarnar-
son og Ægir Ferdinandsson. Tveir
af fjórtán heiðursfélögum Vals eru
á lífi.
Viðurkenningu þessa hljóta
aðeins þeir einstaklingar sem hafa
sinnt fjölbreyttum, ósérhlífnum
störfum fyrir félagið um áratuga
skeið og hafa í starfi sínu stuðlað
að ákvörðunum sem hafa markað
framfaraskref fyrir Knattspyrnu-
félagið Val.
Eftirtaldir einstaklingar bætast í
hóp heiðursfélaga á 110 ára afmæli
Vals:
Grímur Sæmundsen
Grímur lék knattspyrnu með Val
frá sex ára aldri og samtals um
300 meistaraflokksleiki á árunum
1974-1985, lengst af sem vinstri bak-
vörður og fyrirliði í sigursælu liði.
Hann varð fjórum sinnum Íslands-
meistari og þrisvar bikarmeistari.
Grímur var formaður knattspyrnu-
deildar árið 1999- 2002 og formaður
félagsins frá 2002-2009.
Undir formennsku Gríms var
lagður grunnur að þeirri miklu
uppbyggingu, íþróttamannvirkja
og síðar annarra mannvirkja, sem
hefur átt sér stað á síðustu árum,
auk endurskipulagningar á fjárhag
félagsins.
Frá árinu 2012 hefur Grímur
verið formaður stjórnar Valsmanna
en félagið er mikilvægur bakhjarl
Vals í uppbyggingu fasteigna og
allri starfsemi.
Halldór Einarsson
Halldór átti farsælan feril með
yngri flokkum Vals í knattspyrnu
sem náði hámarki í 2. flokki þegar
Valur bar sigur úr býtum í öllum
leikjum. Síðar varð hann Íslands-
meistari með meistaraflokki 1966,
1967 og 1978 og lék sem miðvörður í
hinum sögufræga leik gegn Benfica
árið 1968. Þegar ferlinum lauk varð
hann liðsstjóri meistaraflokks og
lykilleikmaður í 1. flokki.
Halldór átti frumkvæðið að
skipulagi eldri félaga í fótbolta
(old-boys) og árið 1983 var hann
hugmyndasmiðurinn að fyrsta
herrakvöldi íþróttafélaga á Íslandi.
Hann var formaður körfuknatt-
leiksdeildar Vals árið 1980 þegar
Valur vann öll mótin fjögur og
hefur verið virkur í Valskórnum
síðan 1995.
Halldór hefur verið formaður
fulltrúaráðs Vals síðan 1998 og var
formaður stjórnar um endurbygg-
ingu Fjóssins. Þá situr hann í stjórn
Valshjartans.
Róbert Jónsson
Róbert hóf langan og farsælan feril
sem knattspyrnuþjálfari árið 1959
þegar hann stýrði 5. flokki drengja.
En frá árinu 1964 þjálfaði hann
yngri flokka Vals í rúm tuttugu ár
og því má segja að hann eigi mestan
heiður af árangri þeirra knatt-
spyrnumanna sem slógu í gegn
með Val, landsliðinu og erlendum
liðum næstu áratugina. Róbert var
aðstoðarþjálfari meistaraflokks
karla í eitt ár og þjálfaði meistara-
flokk kvenna sömuleiðis í eitt ár.
Hann var lengi formaður ungl-
ingaráðs og sat í fyrstu nefndinni
um Valsdaginn. Samhliða þjálfun
dæmdi hann nánast daglega að
Hlíðarenda því hann tók knatt-
spyrnudómarapróf 1962 og dæmdi
fyrir Val til ársins 1988. Róbert var
stjórnarmaður í handknattleiks-
deild í þrjú ár og hefur látið sig flest
málefni Vals varða.
Reynir Vignir
Á yngri árum lék Reynir knatt-
spyrnu með Val og hampaði
nokkrum Íslandsmeistaratitlum
en varð fljótlega að leggja skóna á
hilluna vegna meiðsla. Á árunum
1994-2002 var hann formaður Vals
og hefur enginn annar setið lengur í
formannsstóli. Reynir Vignir leiddi
viðræður Knattspyrnufélagsins
Vals við Reykjavíkurborg um
breytta landnýtingu á Hlíðarenda.
Þær viðræður leiddu til upphafs
endurskipulagningar fjármála Vals
og uppbyggingu nýrra íþrótta-
mannvirkja að Hlíðarenda.
Reynir Vignir hefur tekið að sér
fjölda verkefna fyrir félagið, til að
mynda formennsku í afmælisnefnd
á 100 ára afmæli félagsins.
Fjórir nýir heiðursfélagar Vals
Fjórir nýir heiðursfélagar Vals, frá vinstri eru Grímur Sæmundsen, Róbert
Jónsson, Halldór Einarsson og Reynir Vignir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Finnur Freyr Stefánsson náði
gríðarlega góðum árangri sem
þjálfari meistaraliðs KR í körfu-
bolta en undir hans stjórn vann
liðið alls fimm Íslandsmeistara-
titla á jafn mörgum árum.
Finnur segir Valsara hafa tekið
sér opnum örmum og að hann
sé með metnaðarfull markmið
fyrir meistaralið Vals í körfu-
boltanum.
Finnur lýsir sér sem forföllnum
íþróttaáhugamanni sem er fæddur
og uppalinn í Reykjavík líkt og
foreldrar hans og foreldrar þeirra.
„Ég bjó fyrstu tólf árin í Þingholt-
unum, nánar tiltekið í Miðstræti,
en flutti svo á Melana vestur í bæ.
Um það leyti byrjaði ég að æfa
körfubolta með KR og þá varð ekki
aftur snúið. Núna er ég búsettur í
Mosfellsbæ með konunni minni
og gleðigjöfunum okkar Elísu Guð-
rúnu og Höskuldi Hrafni.“
Kominn tími á breytingar
Það vakti mikla athygli þegar
Finnur gekk til liðs við Val fyrir um
þremur árum en hann greinir frá
því að eftir um tuttugu ár í þjálfun
í Vesturbænum hafi hann fundið
fyrir því að kominn væri tími á
breytingu.
„Síðustu árin voru ævintýri
líkust en ásamt því að vera að
þjálfa meistaraliðið voru sumrin
undirlögð með landsliðinu og
orkan var einfaldlega búin á
tanknum hjá mér. Það var því gott
að geta tekið þá ákvörðun sjálfur
að stíga til hliðar. Einhvers staðar
þurfti ég svo að finna mér vinnu
og þegar Ágúst Björgvinsson stakk
upp á að ég kæmi í yngri flokkana í
Val ákvað ég að slá til. Viðtökurnar
voru góðar frá fyrsta degi enda frá-
bært fólk sem starfar í Valsheimil-
inu. Ég tengdist strax vel þjálfur-
unum í öllum deildum í félaginu
og var það ekki síst sá félagsskapur
sem varð þess valdandi að ég
ákvað að koma til baka í Val eftir
Danmerkurdvölina.“
Sterkur kjarni og heild
Þegar Finnur er spurður að því
hvað þurfi til þess að ná góðum
árangri í körfuboltanum nefnir
hann nokkur mikilvæg atriði. „Ég
held að það sé það sama og í hinum
liðsíþróttunum. Það þarf að hafa
sterkan kjarna öflugra leikmanna
sem myndar hryggjarstykkið í
liðinu. Utan um kjarnann verður
svo að vera blanda af góðum leik-
mönnum og sterkum karakterum.
Saman myndar þetta eina heild og
því sterkari sem þessi heild er, því
betri verður liðið og því líklegra
er að árangur náist. Það eru yfir-
leitt sterku kjarnaleikmennirnir
sem eru í sviðsljósinu en það eru
ekkert síður hinir sem vinna alla
sína vinnu bak við tjöldin sem eiga
hrósið skilið.“
Topp 6 á næstu árum
Finnur segir mikla eftirvæntingu
ríkja eftir úrslitakeppninni. „Við
erum fyrst og fremst spenntir.
Þetta er búið að vera langt og
skrítið tímabil en blessunarlega
fáum við að spila áfram körfubolta
og tökum þátt í úrslitakeppninni í
fyrsta skipti í 29 ár.“
Markmið Finns er skýrt. „Fyrir
mér er stóra markmiðið að festa
Val í sessi sem topp 6 félag í körfu-
boltanum á næstu árum. Til þess
þarf stöðugleika í leikmanna-
hópnum og sterkt bakland en ekki
síður að barna- og unglingastarfið
blómstri og fari að skila sterkum
uppöldum leikmönnum upp í
meistaraflokkinn. Þegar félög ná
þessum stöðugleika þá er yfirleitt
stutt í að bikararnir fari á loft, en
að sama skapi þegar þessi stöðug-
leiki hverfur, þá er voðinn vís.“
Unglingastarf setið á hakanum
Finnur telur að á sama tíma og
barnastarf í íþróttum sé framúr-
skarandi hér á landi mætti ýmis-
legt betur fara í skólakerfinu hvað
íþróttaiðkun unglinga snertir.
„Ég trúi því að allt í heiminum
sé í stöðugri framþróun, til dæmis
var eini síminn í Miðstrætinu í
gamla daga skífusími með snúru
en núna eru allir með háþróaða
síma sem eru jafnframt öflugar
tölvur í vasanum. Íþróttirnar eru
engan veginn undanskildar þess-
ari framþróun. Úti um allan heim
keppast þeir sem eru í forskoti við
að halda því forskoti og þeir sem
elta að þróa sig áfram til að ná
þeim sem eru framar. Ég tel að við
hér á Íslandi séum að bjóða upp á
barnastarf á heimsmælikvarða
sem er í sífelldri þróun en þegar
kemur að unglingastarfinu höfum
við ekki náð að þróa okkar starf
nógu markvisst og róttækt áfram.
Til þess að geta fylgt þjóðunum
í kringum okkur þurfum við að
finna leiðir til að láta unglingana
okkar æfa meira og sérhæfðara á
menntaskólaaldrinum og upp úr,“
segir Finnur.
„Ýmsar leiðir hafa verið reyndar,
til dæmis með morgunæfingum
fyrir skóla, en með aukinni
þekkingu á mikilvægi svefns og
í ljósi þess að unglingar æfa oft
seint á kvöldin vegna skorts á
æfingaaðstöðu þá gætu slíkar
morgunæfingar haft neikvæð
áhrif til lengdar. Eina leiðin því
til að geta aukið æfingamagn er
því að koma íþróttaiðkuninni
inn á skólatímann. Nú þegar hafa
nokkrir framhaldsskólar starf-
rækt almennar íþróttabrautir og
margir skólar metið íþróttaiðkun
nemenda sinna til eininga í stað
hefðbundinnar íþróttakennslu.“
Aukið vægi í framhaldsskólunum
Finnur segist þó vilja ganga enn
lengra. „Ef einstaklingur á sér
draum um að verða læknir þá
getur viðkomandi farið á náttúru-
fræðibraut til að auka líkurnar á
að draumurinn rætist, ef einhvern
dreymir um að verða verkfræðing-
ur getur viðkomandi lagt áherslu á
stærðfræði. Hins vegar ef draumur-
inn er að verða afreksmaður í sinni
íþrótt verður einstaklingurinn
að velja á milli þessa að geta æft
jafn mikið og keppinautarnir frá
öðrum þjóðum eða að sinna skól-
anum. Þessu verðum við að breyta
til að þróa áfram okkar starf.“
Hann er með ótal hugmyndir
um það hvernig hægt sé að þróa
þetta mikilvæga starf. „Ég sé fyrir
mér að í framhaldsskólunum
verði boðið upp á afreksbrautir
þar sem kjarnaáfangar námsins
styðji við bakið á nemendum sem
dreymir um að verða afreksfólk.
Þar sé til að mynda lögð áhersla
á bóklegt nám í næringarfræði,
þjálffræði, íþróttasálfræði, mark-
miðasetningu og hugarþjálfun
ásamt verklegu námi í styrktar-
þjálfun í íþróttagrein viðkomandi
í samvinnu við íþróttafélögin.
Með slíkum afreksbrautum getum
við aukið líkurnar á að ungling-
arnir okkar geti náð árangri í sinni
íþróttagrein en jafnframt útskrif-
ast með stúdentspróf. Við vitum að
að það eru bara örfáir sem verða
afreksfólk en það á enginn að þurfa
að hætta að eltast við drauma sína
við það að fara í framhaldsskóla.“
Úrslitakeppnin í fyrsta skipti í 29 ár
Fyrir mér er
stóra mark-
miðið að festa
Val í sessi sem
topp 6 félag í
körfuboltanum
á næstu árum,
segir Finnur
Freyr. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Viðurkenningu
þessa hljóta aðeins
þeir einstaklingar sem
hafa sinnt fjölbreyttum,
ósérhlífnum störfum
fyrir félagið um áratuga
skeið og hafa í starfi sínu
stuðlað að ákvörðunum
sem hafa markað fram-
faraskref fyrir Knatt-
spyrnufélagið Val.
Ég tengdist strax
vel þjálfurunum í
öllum deildum í félag-
inu og var það ekki síst
sá félagsskapur sem var
þess valdandi að ég
ákvað að koma til baka
í Val eftir Danmerkur-
dvölina.
Finnur Freyr Stefánsson
10 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A