Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 45
Risto Izev hefur starfað sem hús- vörður á Hlíðarenda í sex ár og er að mati flestra algerlega ómiss- andi starfskraftur sem kann að láta þjónustuglaðar hendurnar standa fram úr ermum. Risto Izev er ættaður frá Strum­ ica í Makedóníu og hefur búið á Íslandi í 18 ár. Hann hóf störf sem húsvörður í hlutastarfi á Hlíðarenda fyrir sex árum eftir að sérstaklega hafði verið mælt með honum í starfið. „Það var bara fólk sem þekkti til mín sem mælti með mér og sagði að ég yrði frábær í starfið,“ segir Risto. „Ég er mjög ánægður hér á Hlíðarenda. Hér er alltaf frábær stemning, nóg að gera og mikið um að vera í húsinu á kvöldin og yfir helgarnar. Það er alltaf nóg af fólki í húsinu en þá eru yngri flokkarnir að spila leiki, taka þátt í mótum og síðan eru Domino’s­ og Pepsi­deildin.“ Eins og fimm manneskjur Hlutverk húsvarðarins er gífurlega krefjandi og fjölþætt enda er Risto eini húsvörðurinn á vakt í húsinu á kvöldin. „Ég þarf eiginlega að vera eins og fimm manneskjur,“ segir hann hlæjandi, „þegar kallað er á mig úr öllum áttum og síminn hringir á meðan ég er að redda hinu og þessu.“ Risto segist hafa verið snöggur að koma sér inn í starfið þrátt fyrir að hafa aldrei unnið sem húsvörður áður. „Ég er þannig gerður að ég vil alltaf gera vel við alla og ef eitthvað kemur upp, þá er ég snöggur að finna lausn á vandanum og hleyp til ef vantar upplýsingar og fleira. Ég er á vöktum eftir klukkan fjögur á daginn og um helgar. Þá vinn ég í sjoppunni sem er líka afgreiðslu­ og upplýsingamiðja hússins. Ég svara þar öllum fyrirspurnum, ef leikmenn koma til mín ef þá vantar til dæmis að vita eitthvað, í hvaða sal æfingar eða leikir eru og fleira. Þá er ég líka reiðubúinn ef foreldra vantar aðstoð með börnin sín sem eru kannski á æfingu í húsinu, eða ef fólk hefur fyrir­ spurnir um leiki sem eru á döfinni og fleira. Þá undirbý ég alla leiki sem spilaðir eru á mínum vöktum, raða öllum í klefa sem er oft flókið þar sem mikill fjöldi leikmanna er í húsinu um helgar. Síðan er margt margt fleira sem gera þarf svo allt gangi smurt fyrir sig. Ég er svo alltaf seinastur út úr húsi á kvöldin og læsi Hlíðarenda á eftir mér.“ Smellpassaði í starf húsvarðar Risto Izev segist vera þannig gerður að hann vilji alltaf gera vel við alla og ef eitthvað kemur upp, þá sé hann snöggur að finna lausn á vandanum og hleypur til ef vantar upplýsingar og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Ég þarf eiginlega að vera eins og fimm manneskjur. Risto Izev Árið 2019 var sögulegt í kvenna- boltanum á Íslandi þegar Valur varð Íslands- og bikarmeistari og deildarmeistari í handbolta og körfubolta kvenna og Íslands- meistari í fótbolta kvenna. Svali H. Björgvinsson segir ómælda vinnu og metnað liggja að baki einu mesta afreki Vals frá upp- hafi sem ólíklegt sé að verði leikið eftir. Svali er Valsari frá blautu barns­ beini. „Ég er alinn upp í Hlíðunum og Valsheimilið og Valsvöllurinn voru mitt leiksvæði og annað heimili. Eins og oft var á þessum árum þá stunduðu krakkar margar íþróttir og um tíma stundaði ég og æfði allar greinar í Val. Ég kynnt­ ist körfubolta í Val sennilega um 10­12 ára aldur, þá var deildin fámenn og ung.“ Óhætt er að fullyrða að Svali hafi kolfallið fyrir körfunni sem hann lýsir sem mikilli listgrein. „Síðan þá hefur körfubolti og Valur verið stór hluti af mínu lífi og góð tilbreyting frá öðru amstri. Ég hef keppt fyrir og þjálfað alla aldurshópa, karla og konur í Val og hef komið að uppbyggingu Vals sem stjórnarmaður í 25 ár. Ég er menntaður í sálfræði og mannauðsstjórnun og hef verið svo lánsamur að mér hefur verið treyst fyrir mjög skemmtilegum og krefjandi störfum og því hefur Valur og körfubolti alltaf verið ákveðinn griðastaður fyrir huga og líkama. Sú gæfa fylgir mér að kona mín styður þessa ástríðu vel og börnin þrjú eru öll í Val sem einfaldar og dýpkar alla umræðu á heimilinu.“ Jafnrétti snýst um ákvarðanir Það vakti mikla athygli þegar öll kvennalið Vals sópuðu til sín fjölda verðlauna árið 2019. Svali segir árangurinn meðal annars stafa af áherslum félagsins á jafnréttismál í gegnum tíðina. „Jafnrétti hefur verið ofarlega hjá okkur í Val lengi og verið virk umræða um það í stefnumótun­ arumræðum sem ég man eftir allt frá árinu 2000. Jafnrétti er vissu­ lega fyrst og síðast spurning um ákvarðanir frekar en einhver töfra­ brögð eða djúpa greiningarvinnu. Það var því einstaklega ánægju­ legt fyrir okkur í Val að ná þeim magnaða árangri að öll kvennalið félagsins verða Íslandsmeistarar á sama ári og handboltinn og körfu­ boltinn bikarmeistari að auki, með viku millibili. Þannig komu 5 af 6 stóru bikurunum í boltagreinum kvenna að Hlíðarenda það árið. Í mínum huga er þetta eitt mesta afrek Vals frá upphafi og ekki mörg önnur afrek félagsliða sem toppa þetta ár hjá Val. Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði leikið eftir,“ segir Svali. Samstaða milli deilda „Þessu til viðbótar var kvenna­ körfuboltaliðið valið lið ársins í vali íþróttafréttaritara sam­ hliða vali um íþróttamann ársins 2019, handboltaliðið í öðru sæti. Körfuboltaliðið varð lið ársins hjá Reykjavíkurborg og Margrét Lára íþróttamaður Reykjavíkurborgar. Þarna rann saman öll sú vinna sem leikmenn og félagið hafði lagt á sig lengi. Það er líka von okkar og vissa að þetta afrek sé eitt lóð á vogarskálar um jafnrétti í íþróttum og framþróun kvenna­ íþrótta á Íslandi,“ segir Svali bjartsýnn. „Það var líka einstakt að finna samstöðu milli deilda og metnað sem ríkti milli stelpnanna gera þetta ár einstakt. Það var mikil pressa á fótboltastelpunum undir lok sumars að vinna Íslandsmótið, það fannst mér geggjað augnablik. Fyrir okkur sem komum að því að stýra og vinna fyrir félag eins og Val, þá er svo gefandi að sjá ungt fólk ná markmiðum sínum og gleðjast sannarlega. Það þarf ekki meira vítamín þann daginn.“ Mission – ártal á vegginn Að sögn Svala var þetta ár sérstak­ lega eftirminnilegt í kvennakörfu­ boltanum. „Fyrir okkur í körfu­ boltanum í Val var árið 2019 að því leyti einstakt að þetta voru fyrstu titlar í kvennakörfunni. Ég og fleiri höfum lengi horft á titlavegginn okkar og saknað þess að sjá ekki ártal á veggnum í kvennakörfunni. Við kölluðum þetta verkefni; mis­ sion – ártal á vegginn. Körfubolti er yngsta deild Vals, 50 ára, og kvennakörfubolti hefur ekki verið stundaður markvisst í Val nema í um 20 ár. Við vorum afskaplega stolt af að eftir þessari uppbygg­ ingu var tekið og að liðið okkar hafi verið valið lið ársins.“ Svali segist vona að þetta sé minning sem lifi alla tíð með þeim stelpum sem þá voru í liðinu. „Ég veit að fyrir mig og Val var þetta mikil hvatning. Við erum ein­ staklega stolt af þessu afreki. Hins vegar hefur það komið mér á óvart í þessari umræðu hvað margir, einstaklingar og fyrirtæki, hafa mikinn kraft í að gagnrýna þegar miður gengur, en þessir sömu aðilar og fyrirtæki eru ekki tilbúin að koma að því að styrkja þá sem sannarlega eru að reyna að sinna jafnrétti og uppbyggingu, hjá Val eða öðrum félögum. Því á bak við svona afrek, eins og árið 2019 í Val, er ómæld vinna.“ Móðir allra íþrótta Ljóst er að Svali er einn mesti körfuboltaunnandi sem Ísland hefur alið af sér en áhugi hans á íþróttinni á sér engin takmörk. „Sjálfur hef ég mikinn áhuga á íþróttum og tæknilega of mikla ástríðu fyrir körfubolta. Ég er búinn að spila, þjálfa, rannsaka og lýsa körfubolta í rúm 40 ár og dag­ lega sé ég nýja víddir í þessum fagra leik. Fyrir mig er körfubolti jafn­ vægisstilling og lífsgæði. Fyrir mér er körfubolti móðir allra íþrótta og drottning boltaleikjanna, en ég veit að því eru ekki allir sammála. En það er mikil uppsveifla með körfubolta á Íslandi og ég skynja að fleiri eru að átta sig á þessari listgrein. Okkur í Val langar að vera hluti af þessari uppsveiflu og leggja okkar til, til að byggja körfubolta upp enn frekar, öllum til heilla,“ segir hann. „Það magnaða við íþróttir og þá útrás sem við fáum í gegnum íþróttir er að endurgjöfin kemur strax og er miskunnarlaus, sigur eða tap. Gekk planið upp, eða ekki? Á þeirri stundu og í því augna­ blikinu skiptir sá leikur öllu máli. Það er nánast öllu öðru fórnað, en í stóra samhenginu skiptir hver kappleikur sáralitlu máli. Það er einnig magnað og erfitt að lýsa með orðum, hvað það er gefandi og hugarstillandi að koma að upp­ byggingu íþróttafélags, þar sem ungt fólk heimsækir drauma sína og sækir næringu og þroska. Þegar vel tekst til og markmið, stór eða smá nást, og gleðin er óspillt. Þá er markmiði Vals náð og endurgjöfin til okkar sem sinnum starfinu er fullkomin.“ Eitt mesta afrek Vals frá upphafi Svali segir að körfubolti og Valur hafi verið stór hluti af hans lífi enda hefur hann þjálfað marga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það var mikil pressa á fótbolta- stelpunum undir lok sumars að vinna Íslandsmótið, það fannst mér geggjað augnablik. Svali H. Björgvinsson 13ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2021 VALUR 110 ÁR A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.