Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 6
Leiðtogi namibísku stjórnar-
andstöðunnar fer hörðum
orðum um mútugreiðslurnar
sem tengjast Samherja og
segir að Jóhannes muni njóta
verndar sem uppljóstrari.
thorgrimur@frettabladid.is
NAMIBÍA McHenry Venaani, leiðtogi
namibísku stjórnarandstöðunnar,
talaði tæpitungulaust um þróun
Samherjamálsins í samtali við
Fréttablaðið í gær. Sér í lagi þótti
honum lítið koma til hugmynda
um að Samherjamálið sé ekki litið
alvarlegum augum þar í landi. Íbúa
Namibíu segir hann hafa liðið veru-
legan efnahagslegan skaða af mútu-
greiðslum sem embættismenn þáðu
frá Samherja í skiptum fyrir aðgang
að fiskimiðum ríkisins.
„Það er einfeldningslegt og hrein-
lega barnalegt að halda að stærsta
hneykslismálið sem hefur dunið á
ströndum landsins okkar hafi ekki
vakið reiði. Við erum mjög reið, því
efnahagsleg tækifæri hafa verið
hrifsuð frá namibískum almenn-
ingi.“
Venaani er leiðtogi Alþýðulýð-
ræðishreyfingarinnar (e. Popular
Democratic Movement eða PDM),
sem er stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn á namibíska þinginu.
Flokkurinn er mið-hægrif lokkur
sem á áheyrnaraðild að Alþjóða-
sambandi lýðræðisf lokka (IDU),
sem Sjálfstæðisflokkurinn er einnig
aðili að, eftir því sem fram kemur á
vef samtakanna.
Venaani var forsetaframbjóðandi
PDM í kosningum árið 2019 en lenti í
þriðja sæti á eftir sitjandi forsetanum
Hage Geingob úr stjórnarflokknum
SWAPO og klofningsframbjóðanda
úr sama f lokki. Þrátt fyrir lélegt
gengi Venaani í forsetakosningunum
bætti flokkur hans verulega við sig
á namibíska þinginu og hlaut eina
bestu kosningu sína frá því landið
hlaut sjálfstæði. Flokkurinn er nú
með 16 af 104 sætum á þinginu.
Í fyrra hvatti Venaani til máls-
höfðunar gegn Samherja til þess að
sækja bætur fyrir namibíska sjó-
menn sem misstu vinnuna þegar
fyrirtækið hætti starfsemi í landinu
vegna málsins. „Okkur er fúlasta
alvara með því máli. Við viljum að
fátækum sjómönnum sem misstu
vinnuna vegna spillingar Samherja
séu greiddar bætur. Við höfum hvatt
ríkisstjórnina, sem aðila málsins, til
að takast á við fyrirtækið til að rétta
hag þeirra sem hafa liðið fyrir þessa
taumlausu græðgi og spillingu sem
hefur fengið að gerjast í landinu
okkar.“
Venaani segir að gætt sé að rétt-
indum uppljóstrara samkvæmt
namibískum lögum. Ingvar Júlíus-
son, f jármálastjóri Samherja á
Kýpur, sagði í eiðsvarinni yfirlýsingu
til namibískra dómstóla sem birt var
á þriðjudaginn að hann teldi engar
líkur á að Jóhannes Stefánsson, upp-
ljóstrari um mútugreiðslur fyrirtæk-
isins í landinu, myndi fara til Nami-
bíu til að bera vitni. Gerði hann það
ætti hann sjálfur yfir höfði sér hand-
töku og kæru þar í landi. Þetta segir
Venaani af og frá.
„Við höfum hér lög um vernd upp-
ljóstrara sem myndu taka til hans.
Við, sem stjórnarandstaða, mynd-
um styðja það og stuðla að því með
öllum ráðum að [Jóhannes] komi og
njóti verndar, svo við getum komist
til botns í málinu. Ég tel heldur ekki
að ríkisstjórnin myndi kæra hann,
því án uppljóstrana hans um þetta
mál hefði ekkert verið gert í því.“ ■
Segir barnalegt að gera lítið úr Samherjamálinu
Venaani og flokkur hans hafa barist fyrir skaðabótum fyrir sjómenn sem misstu vinnuna vegna Samherjamálsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Möguleikar á ferðalögum opnast á ný með aðstoð sýndarveruleika
Rannsókn á áhrifum sýndarveruleika á vellíðan eldri borgara hófst með fjarheimsókn í þyngdarleysið á Alþjóðlegu geimstöðina, af elliheimilinu John Knox
Village í Flórída. Þetta var fyrsta skrefið í rannsókninni sem er unnin í samstarfi við prófessora í Stanford-háskóla og geta 1.200 íbúar elliheimilisins átt von á
hinum ýmsu ferðalögum og upplifunum á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Við viljum að fátækum
sjómönnum sem
misstu vinnuna vegna
spillingar Samherja
séu greiddar bætur.
McHenry
Venaani.
kristinnpall@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Dýraverndunarsam-
tökin Rehkitzrettung Brandenburg
notuðust við dróna og hitamynda-
vélar til að bjarga ungum dádýrum
við Berlín í vikunni. Með því er
reynt að koma í veg fyrir að ung
dádýr sem leita skjóls á ökrum
lendi í klóm landbúnaðartækja, sem
veldur þeim sársaukafullum dauða.
Á heimasíðu samtakanna kemur
fram að ung dádýr kunna ekki að
bregðast við í tæka tíð þegar slíkar
vélar koma, þess í stað krjúpa þau
og verða fyrir vélinni. Með notkun
hitamyndavéla og dróna tekst að
fjarlægja dádýrin í tæka tíð til þess
að bóndinn gæti plægt akurinn. ■
Nota dróna til að
bjarga dádýrum
Dádýrin eru skiljanlega skelkuð en
með þessu tekst að bjarga þeim.
arnartomas@frettabladid.is
BRETLAND Aðildarríki ESB sam-
þykktu í gær að bæta Japan við lista
af löndum utan sambandsins þaðan
sem ónauðsynleg ferðalög verða
leyfð. Ísland, Liechtenstein, Noregur
og Sviss eru undanskilin listanum.
Ríkjum ESB hefur verið ráðlagt
að af létta smám saman ferðatak-
mörkunum á sjö ríkjum sem þegar
eru á listanum, Ástralíu, Ísrael,
Nýja-Sjálandi, Rúanda, Singapúr,
Suður-Kóreu og Taílandi. Þrátt fyrir
að Bretland hafi verið innan við-
miða fyrir listann, var ákveðið að
bíða með að bæta því við, þar sem
vaxandi áhyggjur eru af af brigði
veirunnar sem fyrst greindist á Ind-
landi. Staðan verður metin aftur um
miðjan júní til að sjá hvort Bretland
eigi heima á listanum. ■
Japan kemst
á lista ESB en
Bretland ekki
Staðan í Bretlandi verður aftur
metin í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÍSRAEL Tólf ára valdatíð forsætisráð-
herrans Benjamin Netanyahu, for-
manns Likud bandalagsins, er lokið
eftir að Yair Lapid, leiðtogi miðju-
flokksins Yesh Atid náði að mynda
nýja stjórn í gærkvöldi. Lapid til-
kynnti þetta í gærkvöldi, aðeins
nokkrum mínútum áður en frestur
rann út til að mynda nýja stjórn.
Stjórnin nær frá vinstri til hægri
og mun hinn hægri sinnaði Naftali
Bennett, leiðtogi Yamina flokksins
taka við embætti forsætisráðherra.
Lapid mun hins vegar taka við emb-
ættinu af Bennett síðar á kjörtíma-
bilinu. ■
Stjórn Benjamin
Netanyahu fallin
6 Fréttir 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR