Fréttablaðið - 03.06.2021, Síða 12
Skæruliða-
deildin
sjálf hefur
síðan kall-
að yfir sig
ævarandi
skömm
með störf-
um sínum.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Halldór
n Frá degi til dags
Við
verðum að
draga línu
í sandinn
og hafna
alfarið frek-
ari einka-
væðingu í
heilbrigðis-
kerfinu.
Rétt eins og íslenska heilbrigðiskerfið varði lands-
menn í heimsfaraldrinum sem nú virðist loks á
undanhaldi, er almenningur tilbúinn að standa vörð
um heilbrigðiskerfið sem hefur reynst okkur svo vel.
Ný skoðanakönnun sýnir svo ekki verður um villst
að mikill meirihluti landsmanna vill heilbrigðiskerfi
sem rekið er af hinu opinbera fyrir skattfé okkar
allra og hafnar aukinni einkavæðingu í heilbrigðis-
kerfinu.
BSRB hefur í gegnum tíðina látið gera reglulegar
skoðanakannanir á afstöðu almennings til heil-
brigðiskerfisins með Rúnari Vilhjálmssyni pró-
fessor. Niðurstöðurnar úr nýjustu könnuninni voru
gerðar opinberar fyrir viku og eru afgerandi. Átta
af hverjum tíu landsmönnum vilja að það sé fyrst
og fremst hið opinbera sem reki sjúkrahúsin, sjö af
tíu vilja heilsugæsluna í opinberum rekstri og sex af
tíu eru þeirrar skoðunar þegar kemur að hjúkrunar-
heimilum. Aðeins örlítið hlutfall, vel innan við fimm
prósent, vill að þessi starfsemi sé fyrst og fremst á
hendi einkaaðila.
Við vitum hvað við höfum í opinberu heilbrigðis-
kerfi og sporin hræða hjá þeim þjóðum sem gengið
hafa lengra í einkavæðingu. Þrátt fyrir eindreginn
þjóðarvilja er mikill þrýstingur á stjórnvöld að
einkavæða meira. Síðasta dæmið um slíka einka-
væðingu í óþökk almennings er yfirfærsla öldrunar-
þjónustu á Akureyri til einkaaðila sem á að spara
peninga með einhverjum óskiljanlegum hætti sem
enginn hefur getað útskýrt.
Við verðum að draga línu í sandinn og hafna
alfarið frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.
Einkaframkvæmd er ekki töfraorð sem lækkar
kostnað. Eins og Rúnar Vilhjálmsson prófessor benti
á í erindi á opnum fundi BSRB eykur einkafram-
kvæmd almennt kostnað vegna kostnaðarliða á
borð við stjórnunarkostnað, arðgreiðslur og aukins
kostnaðar eftirlitsaðila.
Í stað þess að íhuga frekari einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu eigum við að hlusta á vilja landsmanna,
efla opinbera heilbrigðiskerfið og draga úr þeirri einka-
væðingu sem þegar er orðin allt of mikil. n
Látum þjóðina ráða
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
formaður BSRB
Það er heiðarlegt af mönnum að biðjast afsökunar verði þeim á. Slík afsökunar-beiðni þarf þó að vera einlæg, eigi að vera hægt að taka mark á henni. Afsökunar-beiðni sem Samherji sendi frá sér á dög-
unum var ekki á þann veg. Þar var enn á ný mjálmað
um að umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið hefði verið
„einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á stað-
reyndum“. Með semingi baðst Samherji þó afsökunar
á framgöngu sinni, en tókst að gera það þannig að
engrar iðrunar var vart í yfirlýsingunni. Samt segir
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að
hún hafi fallið í góðan jarðveg. Hann hlýtur að eiga
við að innanhúss hafi hún þótt vel lukkuð. Svo að
segja engum öðrum finnst það.
Ef forsvarsmenn Samherja væru fullir iðrunar
vegna framgöngu sinnar gegn fjölmiðlum og fjöl-
miðlafólki, hefðu þeir ákveðið að snúa snarlega við
blaðinu og svara óhikað öllum þeim mjög svo alvar-
legu ásökunum um lögbrot sem bornar hafa verið
á fyrirtækið. Einnig hefðu þeir samstundis kastað
skæruliðadeildinni á dyr og sent frá sér yfirlýsingu
um að alls ómögulegt væri að leggja blessun sína yfir
gjörðir sem væru ólíðandi. Í staðinn hafa forsvars-
menn fyrirtækisins ákveðið að halda í vinnu fólki
sem hefur njósnað blygðunarlaust um einstaklinga
og reynt með öllum ráðum að hafa af þeim æruna og
hræða þá um leið. Þessi vinna skæruliðadeildarinnar
hefur átt sinn þátt í að eyðileggja orðspor Samherja,
sem var reyndar stórskaddað fyrir. Skæruliðadeildin
sjálf hefur síðan kallað yfir sig ævarandi skömm með
störfum sínum.
Á nokkurn veginn sama tíma og Samherji sagði
„afsakið“ án þess að meina það, var opinberað að
lögmaður Samherja hefði sent bréf til menntamála-
ráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Þar var þess krafist að
hún útskýrði í smáatriðum hvað hún hefði átt við
þegar hún sagði á Alþingi að fyrirtækið hefði gengið
of langt í viðbrögðum sínum við fréttaflutningi í
Namibíumálinu. Þessi bréfasending er ótrúlega
óskammfeilin. Hrokinn opinberaðist síðan frekar
í því að menntamálaráðherra var gefin vika til að
svara bréfinu. Ekki er ljóst hvers vegna Samherji telur
sig hafa sérstaka lögsögu yfir menntamálaráðherra.
Ætli þar sé ekki bara krónísk frekja og yfirgangssemi
á ferð?
Hinn mæti stjórnmálafræðiprófessor Ólafur Þ.
Harðarson sagði á dögunum „að framganga Sam-
herja hafi aukið verulega líkurnar á því að sjávarút-
vegsmálin verði eitt af helstu kosningamálunum í
haust“. Þetta eru heldur vondar fréttir fyrir Sjálfstæð-
isf lokkinn, en þar á bæ hefur lítið borið á gagnrýni á
framgöngu Samherja, miklu frekar er eins og menn
leggi sig fram um að afsaka hana eða fara þægilegu
leiðina og leiða hana hjá sér.
Það hlýtur að vera skylda stjórnmálaflokka að
setja sjávarútvegsmálin á dagskrá í kosningabarátt-
unni. Um leið verður ekki hjá því komist að taka
siðferðilega afstöðu til forkastanlegrar framgöngu
Samherja, en ekki þegja hana í hel. Nokkrir f lokkar
eru líklegri en aðrir til að setja þessi mál á dagskrá,
enda eru þau mikilvæg, því þau snúast um það í
hvernig samfélagi við viljum lifa. n
Afsakið
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Útskriftar-
tilboð
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Útskriftar-
tilboð
kristinnhaukur@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
Maðurinn með kjúklinginn
Ný boðflenna hefur rutt sér til
rúms í YouTube-dagskrá barna
á grunnskólaaldri sem sum hafa
í forundran spurt foreldra sína
hver „þessi maður með kjúkl-
inginn“ er, sem þau hafa rekist á
þegar þau reyna í sakleysi sínu
að fylgjast með ókunnugum
spila Minecraft og mála sig í
framan. „Þegar betur er að gáð er
þarna á ferð Friðjón Friðjónsson
almannatengill og frambjóðandi
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Nema Friðjón sé að hugsa til
langrar framtíðar í pólitík má
því ætla að markhópagreiningin
hafi eitthvað klikkað að þessu
sinni.
Jöfnunarsprautur
Bólusetningaröfundin hefur
fallið í skuggann af öllu víð-
tækari og almennari pirringi
eftir að bingófyrirkomulag var
tekið upp við val á árgöngum
til bólusetninga. Skammur
fyrirvari og kynjaskipting með
bleikum og bláum miðum vekur
takmarkaða ánægju. Þessi
flumbrugangur vekur jafnvel
upp efasemdir um hvort landið
sé eitt bólusetningakjördæmi
þar sem allt eins má ætla að fólk
í Reykjavíkurkjördæmunum og
Suðvestur fái hlutfallslega færri
eða jafnvel skerta skammta á
meðan jöfnunarsprautur með
umframdropum væru á lofti í
Norðvesturkjördæmi. n
SKOÐUN 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR