Fréttablaðið - 03.06.2021, Page 18

Fréttablaðið - 03.06.2021, Page 18
Íslendingar eru mjög hrifnir af fiski og frönskum en fyrir Covid voru það þó erlendu ferðamennirnir sem streymdu að vagninum. Árni segist finna fyrir auknum áhuga ferðamanna á ný. Það sé ekki síst að þakka góðum umsögnum á erlendum vefjum, til dæmis YouTube. „Sumir ferðamenn sem koma eru með lista yfir matsölu- staði sem þeir verða að heimsækja í Íslandsheimsókninni og við erum þar ofarlega á blaði,“ segir Árni og bætir við að Íslendingarnir komi frekar akandi og taki fisk og franskar með sér heim. „Við erum með mjög góðar umhverfisvænar umbúðir sem henta vel til að grípa með sér heim. Maturinn helst vel heitur á leiðinni,“ segir hann. „Allar umbúðir eru sérmerktar okkur. Við leggjum áherslu á umhverfisvernd og flokkum allt sorp sem fer frá okkur.“ Áhuginn alltaf að aukast Áhugi Íslendinga hefur verið að aukast mjög mikið á svokölluðu „street food“, að versla beint við matarbíla- eða vagna. „Fish and Chips-vagninn hefur fast aðsetur við Vesturbugt og þar er hægt að ganga að okkur vísum allt frá apríl til septemberloka.“ Þetta er sjöunda árið sem Árni og fjölskylda hans reka Fish and Chips-vagninn. „Það hefur alltaf gengið vel hjá okkur, enda leggjum við metnað okkar í ferskt gæðahrá- efni. Fjölskylda konu minnar rekur fyrirtækið Fiskkaup, sem gerir út þrjá báta. Fiskurinn kemur alltaf til okkar nýveiddur og getur ekki verið ferskari,“ segir Árni. Hann viðurkennir að Covid hafi vissulega haft áhrif á reksturinn þar sem stór hluti viðskiptavina sé ferðamenn. „Sem betur fer eigum við mjög stóran hóp af Íslending- um sem koma reglulega til okkar. Þess vegna höfum við séð okkur fært að hafa opið. Íslendingar eru hrifnir af þessum rétti, sérstaklega fólk á miðjum aldri. Unglingarnir eru hrifnari af pítsum. Það er mjög Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Árni ásamt starfs- stúlkum sínum bíður eftir að erlendum ferða- mönnum fjölgi í Reykjavík. Fish and Chips- vagninn bar sigur úr býtum í fyrstu götu- bitakeppninni á Íslandi 2019. Namm, girnilegt. Ferskur fiskur með frönskum og val um góðar sósur. Umbúðirnar eru umhverfisvænar og þægilegt að grípa mat með sér heim. merkilegt að yngri Íslendingar koma lítið til okkar, en það gera hins vegar ungir ferðamenn sem eru mjög hrifnir af fiskinum okkar. Það eru einmitt þeir sem koma með lista yfir matsölu- staði sem þeir vilja prófa og hafa séð umfjöllun um á netinu. Við höfum fengið mjög góða umsögn á TripAdvisor á hverju ári. Það er gaman að sjá að það er að lifna yfir bæjarlífinu og ferðamönnum að fjölga þessa dagana,“ segir Árni, hress í bragði. Eins og allir vita er fish and chips breskur þjóðarréttur og afar vin- sæll. Í Bretlandi er löng hefð fyrir því að fá sér fish and chips á næsta pöbb eða veitingastað. „Við hjónin kynntumst þessum áhuga í Bret- landi en við höfum átt mikil við- skipti þar. Hins vegar get ég nefnt að fish and chips var mjög vinsælt í Reykjavík á stríðsárunum. Ætli sá áhugi hafi ekki komið með bresku hermönnunum. Það voru allnokkrir staðir sem buðu upp á þennan rétt. Síðan lagðist þessi áhugi af og Íslendingar borðuðu soðna ýsu. Á undanförnum árum hefur áhuginn kviknað aftur. Fólki finnst það ómissandi að fá djúp- steiktan fisk og franskar,“ segir Árni. Sérsmíðaður í Bretlandi „Við hjónin fengum okkur oft þennan rétt á ferðum okkar um Bretland og því datt okkur í hug að gaman væri að setja upp svona söluvagn hér á landi. Við sendum matreiðslumann á námskeið hjá National Federation of Fish Friers, en við erum aðili að þeim sam- tökum sem stofnuð voru árið 1913. Samtökin eru með stöðluð vinnu- brögð og við förum eftir þeim. Vagninn sjálfur er smíðaður í Bretlandi og sérstaklega hannaður fyrir þennan rekstur, með stálinn- réttingum. Þorskurinn er sérskorinn fyrir okkur og sósurnar eru gerðar sér- staklega eftir okkar uppskriftum. Sósunum er pakkað inn í litlar og handhægar dollur. Fólk getur síðan valið um bragð. Flestir vilja tartar- sósu en það hefur færst í aukana að beðið sé um remúlaði. Íslenska kokteilsósan er síðan alltaf vinsæl með frönskunum þótt hún þekkist ekki í Bretlandi. Nýlega bættum við chilli-mæjó sósu við sem margir eru hrifnir af. Yngra fólkið vill hafa matinn bragðmikinn,“ segir Árni. „Við bjóðum auk þess mjög góðar franskar kartöflur sem eru þykkari en gerist og gengur.“ „Lykilatriði að góðum mat er ferskt og gott hráefni. Við leggjum því mikla áherslu á það. Margir Bretar sem koma til okkar hafa á orði að maturinn okkar sé betri en í heimalandi þeirra. Það er frábært að fá slíkt hrós, en ég hef bent á að fiskurinn hér sé mun betri en sá sem fæst í Bretlandi.“ Fiskur úr sjó í maga Árni segir að Fish and Chips-vagn- inn sé skemmtileg hliðargrein við fiskútgerðina. „Það má segja að við fylgjum vörunni úr hlaði og það er ánægjulegt að sjá hversu vel henni er tekið af viðskiptavinum. Það er ótrúlegt að yfir ein milljón manna hafi skoðað myndband á YouTube þar sem fjallað er um vagninn,“ segir hann. „Við erum greinilega mjög myndræn því vagninn er mikið myndaður.“ Hjónin standa oft vaktina sjálf í vagninum, en að auki eru tveir starfsmenn sem gætu orðið fleiri í sumar þegar ferðamönnum fjölgar mikið. „Grandinn hefur verið að byggjast upp undanfarin ár og oft er líf og fjör í kringum okkur. Fish and Chips-vagninn er staðsettur á frábærum stað þar sem eru næg bílastæði.“ n Vagninn er opinn alla daga í há- deginu og aftur frá kl. 18-20. Hægt er að fræðast um starfsemina á heimasíðunni fishandchipsvagn- inn.is og einnig á Facebook. Lykilatriði að góðum mat er ferskt og gott hráefni. Við leggjum því mikla áherslu á það. Margir Bretar sem koma til okkar hafa á orði að maturinn okkar sé betri en í heimalandi þeirra. 2 kynningarblað A L LT 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.