Fréttablaðið - 03.06.2021, Side 30
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@
frettabladid.is Heiðrún Birna Rúnarsdóttir hár
snyrtimeistari segir að undanfarin
misseri hafi tískustraumar frá
átt unda áratugnum verið ríkjandi
í hártískunni og svo verði áfram í
sumar. „Það er móðins að vera með
mullet, en þá er hárið sítt að aftan
og styttra að framan með miklum
styttum. Þessi klipping gerir hárið
bæði villt og lifandi. Margir kann
ast við þessa hárgreiðslu frá fyrri tíð
en núna er hún fágaðri en áður og
kemur mjög vel út,“ segir Heiðrún,
en hún er eigandi Grænu stofunnar,
sem er umhverfisvæn hárgreiðslu
stofa.
Hún nefnir að einnig sé vinsælt
að vera með lyftingu í hársrótinni.
„Fólk notar hársprey eða hárkrem
sem gefa hárinu meira loft og þann
ig fæst þessi lyfting. Sumir túbera
hárið líka aðeins í rótina.“
Þá eru toppar meira áberandi en oft
áður, bæði þvertoppar og það sem
kallast curtain bangs, eða gardínu
toppur. „Þá er toppurinn með
frekar síðum, mjúkum lokkum sem
eru teknir aðeins til beggja hliða,
líkt og gluggatjöld,“ segir Heiðrún
og bætir við að fólk sé almennt til í
að prófa nýjar klippingar, nú þegar
sér loks fyrir endann á kóróna
veirufaraldrinum.
Litasprengjur, toppar og sítt að aftan
Heiðrún segir að
tískustraumar
frá áttunda
áratugnum setji
svip sinn á hár-
tískuna í sumar.
MYND/AÐSEND
Fjólubláir litir í hárið eru vinsælir og fara ekki fram hjá
neinum. Beinar línur í hárinu eru áberandi þessa dagana.
Hártískan í sumar er með
allra líflegasta móti. Hára-
litirnir eru í fjólubláum og
appelsínugulum tónum og
villtir toppar koma sterkir
inn. Sítt að aftan er aftur
orðið móðins.
„Margir hafa til dæmis látið
klippa á sig topp í fyrsta sinn. Hárið
er almennt að styttast og sumar
skarta jafnvel drengjakolli. Mikið
er um beinar, skarpar línur í hárinu
en líka tjásulegar klippingar. Við
hjá Grænu stofunni erum í aðeins
öðruvísi verkefnum en oft áður.
Fólk var greinilega orðið þreytt á
hárinu á sér í samkomubanninu
og margir prófuðu að klippa sig og
lita sjálfir, sem stundum fór aðeins
úrskeiðis,“ segir Heiðrún og brosir.
„Þetta eru skemmtileg verkefni og
við viljum að öllum líði vel með sitt
hár.“
Litadýrðin blómstrar
Þegar kemur að háralitum er lita
gleðin við völd. „Litadýrðin kemur
með vorinu og blómstrar yfir sum
artímann. Fjólubláir tónar hafa
verið geysivinsælir og það er einnig
mikið beðið um bláa og bleika liti,
ekki síst hjá ungu kynslóðinni.
Hefðbundnu litirnir eru að færast
yfir í gylltari tóna, ferskjuliti,
appelsínugula liti og hlýja, rauða
tóna. Síðan er meira um gulan
háralit en ég hef séð áður. Svo er í
tísku að vera með kalda öskutóna
í hárinu. Það er í raun hægt að
leika sér með hvaða háraliti sem er
þessa dagana því allt litahjólið er í
gangi,“ segir Heiðrún.
Varðandi umhirðu hársins yfir
sumarið segir hún að mikilvægt
sé að veita því góðan raka. „Ef fólk
er mikið í sundi og sól er gott að
passa upp á rakann í hárinu og
nota góða djúpnæringu og maska.
Það má til dæmis nota rakamaska
einu sinni í viku til að byrja með
og síðan á 23 vikna fresti. Ef fólk
vill fá loft í rótina er hægt að nota
ýmsar hárvörur, sem gefa þykkt og
lyftingu. Þurrsjampó er líka gott.
Ég mæli með að þvo hárið eins
sjaldan og fólk kemst upp með og
nota heldur þurrsjampó oftar. Ég
nota reglulega eplaedikblöndu í
hárið. Ég kaupi lífrænt eplaedik og
blanda í vatn, einn hluta af ediki
á móti þremur hlutum af vatni.
Blöndunni helli ég yfir nýþvegið
hár, læt hana bíða aðeins, skola
svo úr og set þá næringuna í hárið.
Með þessu móti verður hárið
glansandi og heilbrigt í útliti,“ segir
Heiðrún. n
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
TRAUST Í 80 ÁR
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Fylgdu
okkur á
Facebook
Skoðið
laxdal.is
SUMARKJÓLAR
6 kynningarblað A L LT 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR